Nýpugarðar á MýrumNýpugarðar á Mýrum

Gisting í herbergjum með sameiginlegu baðherbergi og sérbaðherbergi á bóndabænum Nýpugörðum á Mýrum í Hornafirði á Suðaustur-Íslandi. Mikið og fagurt útsýni til jökla og fjalla og niður til strandar þar sem aldan fellur á svartan sand. Auðugt fuglalíf. Ákjósanlegur staður til að njóta þess að horfa á norðurljósin. Merktar gönguleiðir í suðurjaðri Vatnajökulsþjóðgarðs.

Opið:  Allt árið. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Sér baðherbergi
 • Hefðbundinn búskapur
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Norðurljósaþjónusta
 • Hreint og öruggt

Í nágrenni

 • Fjölbreytt úrval af gönguleiðum 
 • Fuglaskoðun
 • Húsdýragarður á Hólmi 5 km
 • Vatnajökulsþjóðgarður
 • Höfn 33 km
 • Jökulsárlón 47 km

Gistiaðstaða

6x2 manna snyrtileg herbergi með 2 sameiginlegum baðherbergjum, 6x2 manna herbergi með sérbaðherbergi og smáhýsi með gistirými fyrir fjóra. Matstofa og setustofa með glæsilegu útsýni til Vatnajökuls og fjögurra skriðjökla. Ókeypis þráðlaust netsamband. Þvottaaðstaða.

 
Veitingar/máltíðir

Máltíðir, aðrar en morgunverður, í boði ef pantað er fyrirfram. Hefðbundinn íslenskur matur þar sem lögð er áhersla á hráefni úr héraði.

 
Þjónusta/afþreying

Á Nýpugörðum er stundaður sauðfjárbúskapur með um 600 fjár en að auki eru á bænum 20 hestar, hundur og köttur. Gestum er velkomið að fylgjast með sauðburði á vorin og daglegum gegningum og fóðrun á veturna. Í gennd við bæinn og víðar í sveitinni er auðugt fuglalíf. Á bænum Hólmi (5 km) er húsdýragarður þar sem börn og fullorðnir geta átt skemmtilegar stundir saman. Merktar gönguleiðir í Vatnajökulsþjóðgarði. Vélsleðaferðir á Skálafellsjökul (10 km) og fjórhjólaferðir inn með Hoffellsjökli (25 km). Heitir pottar á Hoffelli (25 km). Friðlandið Ósland, steinasafnið Huldusteinn og Jöklasafnið á Höfn þar sem er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Dagsferðir að Jökulsárlóni (47 km) og í Skaftafell (105 km). Hestaleiga í Árnanesi (30 km). Næsta þéttbýli með sundlaug, golfvelli, matvöruverslunum, veitingastöðum, ferðaþjónustufyrirtækjum og allri almennri þjónustu: Höfn (37 km).

 
Töfraheimar jöklanna

Nýpugarðar eru sunnarlega í sveitinni Mýrum í Hornafirði, um 4 km frá vegamótum við þjóðveg nr 1., skammt austan við Hólmsá. Bærinn stendur á hæð á sléttlendi og þaðan blasir við heimur skriðjökla og fjalla sem á sér engan líka á Íslandi, syðsti hluti Vatnajökulsþjóðgarðs. Af þjóðvegi 1, nokkru austar en beygt er niður til Nýpugarða, liggur malarvegur, akfær flestum bílum, upp að Fláajökli (10 km frá þjóðvegi). Þar er vinsælt göngu- og útivistarsvæði.

 
Vatnajökulsþjóðgarður, Heinabergssvæðið og Hjallanes

Vestan Fláajökuls er Heinabergsjökull sem skiptist nú í tvennt um Hafrafellsháls. Þar eru tvö vinsæl göngusvæði, Heinabergssvæði og Hjallanes. Stikaðar gönguleiðir liggja um bæði þessi svæði; á Hjallanesi er stikuð gönguleið að syðri skriðjökulstungunni, Skálafellsjökli, og um Heinabergssvæðið er stikuð hringleið. Skammt vestan fljótsins Kolgrímu er ekin heimreiðin að Skálafelli þar sem gönguleiðin um Hjallanes hefst. Frá þjóðvegi 1 liggur ruddur vegslóði um Heinabergssvæðið, fær velflestum bílum (7,7, km að bílastæði við Heinabergsjökul). Í boði eru daglegar vélsleðaferðir með leiðsögn á Skálafellsjökul

 
Jökulsárlón, Skaftafell, Lón og Lónsöræfi

Nýpugarðar henta vel sem dvalarstaður fyrir þá sem hugsa sér að fara í skoðunarferðir um suðaustanvert Ísland, aka t.d. um Suðursveit til Jökulsárlóns (47 km) og í Skaftafell (104 km). Einnig er áhugavert að taka stefnuna í austur um Hornfjarðarsveit, fara í heitan pott í Hoffelli, staldra við í þéttbýlinu á Höfn, skoða Jöklasafnið og friðlandið Ósland þar sem er mikið fuglalíf á sumrin. Af Almannaskarði, fyrir austan Höfn, er frábært útsýni yfir Hornafjörð og suðurhluta Vatnajökuls. Austan við skarðið er Lón (55 km), heillandi staður fyrir þá sem vilja njóta kyrrðar og náttúrufegurðar á göngu um litríkt og stórbrotið landslag. Inn af Lóni eru Lónsöræfi, svæði þar sem fjallgöngumenn standast ekki þá freistingu að leggja í hann.

Gestgjafi: Elínborg.

 

í nágrenni