Sveitasetrið Hofsstöðum



Sveitasetrið Hofsstöðum

Kyrrð, náttúrufegurð, hamraeyjar, jökulsárkvíslar, sjávarkambar, líf og menning í íslenskri sveit. Sveitasetrið Hofsstöðum er fjölskyldurekið sveitahótel staðsett á kyrrlátum stað í fallegu umhverfi við bakka Héraðsvatna með útsýni til lands og sjávar. Sveitasetrið býður upp á 30 notaleg 26 fm herbergi með baði og verönd, auk veitingastaðar þar sem eigin framleiðsla og hráefni úr heimabyggð er í fyrirrúmi. Einnig eru í boði 3 herbergi með baði í bændagistingu á Hofsstöðum. Gönguleiðir, fjölskrúðugt fuglalíf, kunnir staðir úr sögu lands og þjóðar, fjölbreytt afþreying og ævintýraferðir. Opið frá 1. febrúar til 15. desember.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Wi-Fi
  • Veitingastaður
  • Vínveitingar
  • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
  • Sjónvarp inni á herbergjum
  • Golfvöllur í nágrenni
  • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

  • Drangey
  • Sauðárkrókur 18 km - sundlaug og golf
  • Hólar í Hjaltadal 20 km
  • Varmahlíð 24 km
  • Hofsós 26 km - sundlaug
  • Glaumbær 30 km
  • Hestaferðir í Varmahlíð
  • Golf á Sauðárkróki
  • Flúðasiglingar 40 km

Gistiaðstaða

Sveitahótel með 30 rúmgóðum „deluxe" herbergjum með sérbaði (2ja/3ja/4ja manna). Þráðlaust internet, sjónvarp og hraðsuðuketill er inni á öllum herbergjum. Afmörkuð sérverönd með 2 stólum og borði fyrir framan hvert herbergi. Möguleiki á aukarúmi og barnarúmi inn á herbergin. Einnig eru í boði 3 hugguleg og rúmgóð herbergi með baði í bændagistingu á Hofsstöðum (800 metra frá hótelinu).

 
Veitingar

Hlýlegur veitingasalur þar sem í boði er heimilislegur matur með áherslu á rétti úr hráefni úr héraði. Morgunverður er innifalinn í verði.

 
Afþreying

Gönguferðir. Fjallgöngur. Sundlaugar á Sauðárkróki (18 km) og á Hofsósi (26 km). Níu holu golfvöllur á Sauðárkróki. Sigling og ganga upp á hamraeyna Drangey sem blasir við frá Hofsstöðum (farið á sumrin frá Reykjum, bæ við ströndina skammt norður af Sauðárkróki).  Hestaleiga og flúðasigling í nágrenninu. Byggðasafn. Skíðasvæði skammt frá Sauðárkróki er opið á vetrum. Verslanir og öll almenn þjónusta á Sauðárkróki (18 km frá Hofsstöðum).

 
Frá fljótsbökkum á fjallatinda

Frá Sveitasetrinu Hofsstöðum má bregða sér í skemmtilegar gönguferðir til þess að fylgjast með fuglum og dýrum í náttúrlegu umhverfi og njóta útsýnis yfir héraðið. Merkt gönguleið er frá hótelinu niður á bakka jökulfljótsins, Eystri-Héraðsvatna, og eftir eylendinu við kvíslar þess þar sem er auðugt fuglalíf. Á fjallið fyrir ofan sveitahótelið eru tvær stikaðar gönguleiðir. Útsýni af fjallinu er vel þess virði að reima á sig góða gönguskó.

 
Helgir staðir og Nýi heimurinn

Einn kunnasti sögu- og menningastaður á Íslandi, Hólar í Hjaltadal, eru í aðeins 20 km akstur frá Hofsstöðum. Þar var biskupssetur fyrir norðanvert Ísland í nærri 7 aldir. Í hugum Íslendinga hvílir enn helgi yfir þessum stað í hlýlegum, þröngum fjalladal. Þar má skoða elstu steinkirkju landsins, frá 1763. Á Hofsósi (26 km) er Vesturfarasetur, safn um Íslendinga sem fluttust til Vesturheims á seinni hluta 19. aldar. Þar er einnig sundlaug við sjávarbakka með einstöku útsýni yfir fjörðinn.

 
Gamlir tímar, dalir og gljúfrabúar

Sveitasetrið Hofsstöðum er kjörinn staður til skoðunarferða um Skagafjörð. Í Glaumbæ (30 km) er byggðasafn í stórum íslenskum torfbæ eins og þeir gerðust reisulegastir á seinni hluta 19. aldar. Syðst í héraðinu eru framsveitir Skagafjarðar, heillandi slóðir fyrir útvistarfólk og náttúruunnendur. Þar, frá Bakkaflöt í Steinsstaðabyggð (11 km frá Varmahlíð), gefst kostur á að fara í 3 klst. flúðasiglingu sem hentar öllum að prófa (aldurslágmark 12 ár). Hestaleiga er á Lýtingsstöðum sem eru um 5 km framar en Steinsstaðabyggð.

  

Gestgjafar: Tóti og Guðný

 

í nágrenni