Urðartindur í Norðurfirði



Urðartindur í Norðurfirði

Dreymir þig um langa sumardaga fjarri ys og þys í mannþröng á strætum borganna, notalegar stundir í kyrrlátri sveit við lítinn fjörð með fögru útsýni til hafs og fjalla? Urðartindur í Norðurfirði er ef til vill staðurinn sem þú hefur leitað að. Hér gefst tækifæri til að upplifa nátttúrufegurð á norðlægum slóðum, hægja á tímanum og stofna til kynna við steinrunnin tröll, framliðna galdramenn og gestrisið nútímafólk. Opið frá 1. júní - 30. september. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Bústaður
  • Wi-Fi
  • Eldunaraðstaða
  • Merktar gönguleiðir

Highlights

  • Norðurfjörður 1 km
  • Veitingastaður 1 km
  • Krossneslaug 4 km
  • Hornstrandir - áætlunarferðir á Hornstrandir eru frá Norðurfirði

Gistiaðstaða

Í boði er gisting í fjórum snyrtilega búnum herbergjum með sérbaðherbergi með sturtu, litlum kæliskáp með frysti og hraðsuðukönnu. Á verönd framan við herbergin eru borð og stólar fyrir hvert herbergi. Einnig gefst kostur á að gista í 2 sumarhúsum (25m2). Í hvoru húsi geta sofið 2-4, í hjónaherbergi og á svefnsófa í stofurými. Í húsunum er baðherbergi með sturtu og góð eldunaraðstaða. Grill og borð og stólar eru á verönd framan við hvort hús. Að auki er gott tjaldsvæði á staðnum.

Þjónusta

Á Urðartindi er einungis boðin gistiaðstaða. Gestir verða að gera ráð fyrir að sjá um allar máltíðir sjálfir. Á fyrstu hæð aðalbyggingar er rúmgóður matsalur með sætum fyrir allt að 80 manns og ágætis eldunar- og grillaðstaða.
Í þorpinu skammt frá Urðartindi (15 mín. gangur) er Kaffi Norðurfjörður. Þetta er lítið kaffihús með vínveitingaleyfi, opið á sumrin. Þar er í boði m.a. lambakjöt úr sýslunni, fiskur beint af bryggjunni og nýbakað brauð á hverjum degi. Í þorpinu er verslun með helstu nauðsynjavörur og bensínstöð. Hjá Ferðaþjónustunni Urðartindi eru í boði skoðunarsiglingar um Norðurfjörð og næstu firði.

Sumarævintýri í norðrinu

Norðurfjörður er á norðausturströnd Vestfjarðakjálkans, 106 km frá næsta þéttbýlisstað, Hólmavík. Hér heita Strandir, harðbýlt en fagurt land með fjörðum, dölum, fjöllum og heiðum. Hingað leggja ferðamenn leið sína til að njóta friðsældar og stunda göngur og útivist í stórbrotinni náttúru.

Veröld sjófugla, refa og göngumanna

Akfær vegur liggur frá Norðurfirði í norðvestur yfir næsta fjörð. Þar taka við óbyggðir, vinsælt svæði til gönguferða með tjald og bakpoka eftir gömlum slóðum genginna kynslóða. Nyrst er friðlandið á Hornströndum, sumarfagur ævintýraheimur útivistarfólks.

Jarðhitalaug í flæðarmálinu

Í Norðurfirði og næstu byggðum er fagurt um að litast á sólríkum degi og hægt að bregða sér í stuttar eða langar gönguferðir til að kynnast landinu betur. Skammt frá gististaðnum (1 km) er lítið þorp, samnefnt firðinum, þar sem enn er lifað og starfað allan ársins hring. Fjögurra mínútna akstur frá þorpinu, út með fjarðarströndinni, er ein sérstæðasta sundlaug á Íslandi, Krossneslaug. Laugin, sem nýtir jarðhitavatn, stendur rétt ofan við flæðarmál í malarfjörunni og engu líkt að slaka á í heitu vatninu og horfa á miðnætursólina setjast yfir roðagullnum bárum.

Gestgjafar: Arinbjörn og Sigríður

 

í nágrenni