Brunnhóll á MýrumBrunnhóll á Mýrum

Vel búið gistihús í sveitinni Mýrum í Hornafirði, við þjóðveg 1 á Suðausturlandi. Gistihúsið er á bóndabæ á flatlendi um 8 km frá rótum stærsta jökuls í Evrópu, Vatnajökuls. Fagurt útsýni til fjalla og jökla og sumarsólsetrið töfrum líkast. Fjölbreyttir möguleikar til útivistar, styttri eða lengri gönguferða og ökuferða til heimsækja sumar kunnustu náttúruperlur á Íslandi. Opið frá 1. febrúar til 31. október og yfir jól/áramót. 

Veldu dagsetningar
Frá:150 kr.
hver nótt á herbergi
Bóka núna
Loading...

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Hefðbundinn búskapur
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir í boði
 • Hleðslustöð fyrir rafbíla
 • Aðstaða fyrir fatlaða

Í nágrenni

 • Merktar gönguleiðir
 • Jöklaferðir 16 km
 • Vatnajökulsþjóðgarður 6 km
 • Höfn 30 km
 • Jökulsárlón 50 km
 • Bátsferðir á Jökulsárlóni 50 km

Gistiaðstaða

Gisting í 24 eins, tveggja og þriggja manna herbergjum og að auki í einu fjölskylduherbergi. Öll herbergi nema tvö eru með sérbaðherbergi. Sjónvarp og hárþurrka í hverju herbergi. Sími og ókeypis þráðlaust netsamband í sameiginlegu rými. Góð aðstaða fyrir fatlaða.

 
Veitingar/máltíðir

Bjartur veitingasalur þar sem í boði er heimilislegur matur. Matvæli úr heimahéraði eru í öndvegi, þar á meðal hinn vinsæli Jöklaís sem framleiddur er á bænum. Vínveitingar. Morgunverðar- og kvöldverðarhlaðborð. Hægt að panta máltíðir utan þess tíma. Nestispakkar í boði ef pantað er fyrirfram. 


Þjónusta/ Afþreying

Þvottaaðstaða. Leiksvæði fyrir börnin. Vönduð göngukort og lopavara til sölu í afgreiðslu. Merktar gönguleiðir. Næsta þéttbýli er Höfn (30 km), en þar eru verslanir, sundlaug, golfvöllur, söfn og ýmis þjónusta fyrir ferðamenn.

 
Gönguleiðir og útivistarsvæði

Frá Brunnhóli þarf ekki að aka langt til að njóta útvistar og gönguferða um fjallendið við rætur Vatnajökuls. Gönguleiðir eru fjölbreyttar, miserfiðar og -langar. Mörk Vatnajökulsþjóðgarðs eru 6 km frá bænum og í jaðri hans eru stikaðar gönguleiðir með fræðsluskiltum. Vinsæl útivistarsvæði eru í Haukafelli (11 km) og við Fláajökul (8 km). Gönguleiðakort um þessi svæði og vinsælar gönguslóðir í nágrannasveitum eru til sölu á gisihúsinu. Greið gönguleið er frá bænum niður að sjó.

 
Jökulævintýri og kjarrilmur

Skipulagðar dagsferðir á Vatnajökul, á súper-jeppum og vélsleðum, eru í boði 16 km frá Brunnhóli. Á Höfn er áhugaverð Jöklasýning í sama húsi og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Lón heitir næsta sveit norðan við Hornafjörð (um 50 km frá Brunnhóli). Þar koma göngumenn og náttúruunnendur á heillandi slóðir, hvort sem er við sjóinn, í kjarri vöxnum hlíðum eða upp til litríkra fjalla. Þjóðvegur 1 liggur um Lón.

 
Jökulsárlón og Skaftafell

Að hinu víðfræga Jökulsárlóni eru um 50 km í vestur frá Brunnhóli. Ekið er um sveitina undir suðurhlíðum Vatnajökuls þar sem landslag er einstakt, stórskorin fjöll og djúpir dalir á aðra hönd og hafnlaus ströndin á hina. Heillandi svæði fyrir þá sem hafa yndi af stórbrotinni náttúru, gönguferðum og krefjandi fjallgöngum. Skoðunarsiglingar í boði um Jökulsárlón. Til þjóðgarðsins í Skaftafelli eru 100 km í vestur frá Brunnhóli (50 km frá Jökulsárlóni).

Gestgjafar:  Sigurlaug og Jón.

 

í nágrenni