Hafursá við Hallormsstað



Hafursá við Hallormsstað

Gisting í tveimur sumarhúsum og tveimur íbúðum í íbúðarhúsinu á bænum Hafursá, í norðurjaðri Hallormsstaðaskógar, spölkorn ofan við bakka Lagarfljóts skammt frá Hallormsstað á Fljótsdalshéraði á norð-austur-Íslandi. Frá bænum er eitt glæsilegasta útsýni frá byggðu bóli á Íslandi. Einstakir göngu- og útvistarmöguleikar fyrir alla fjölskylduna. Bátaleiga og hestaleiga í nágrenninu.

Opið frá 1. júní til 1. október. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Bústaður
  • Íbúð
  • Wi-Fi
  • Eldunaraðstaða
  • Golfvöllur í nágrenni
  • Veiði / veiðileyfi

Í nágrenni

  • Hallormsstaðaskógur
  • Lagarfljót
  • Hallormsstaður 5 km (veitingastaður, hjólaleiga, hestaleiga)
  • Bátaleiga í Atlavík 6.2 km
  • Hengifoss 12 km
  • Skriðuklaustur, miðstöð menningar og sögu 17 km
  • Egilsstaðir 22 km
  • Seyðisfjörður 55 km
  • Kárahnjúkar 75 km
  • Snæfell

Gistiaðstaða

Sumarhúsin tvö eru bæði 40 m2. Þau standa hlið við hlið og deila sömu verönd með fallegu útsýni yfir Hallormsstaðaskóg og Lagarfljót, breitt og lygnt. Í öðru húsinu (fyrir 3) er eitt svefnherbergi með 1x140 cm breiðu rúmi og koju (efri kojan er 70x190 cm). Í setustofunni er svefnsóffi. Í hinu húsinu (fyrir 4) eru tvö svefnherbergi með rúmum fyrir fjóra og tvö aukarúm í hvoru herbergi (efri koja 70x190 cm). Í báðum húsunum er setustofa, eldhúskrókur með matborði og baðherbergi.

Í íbúðarhúsinu á bænum eru tvær íbúðir. Á fyrstu hæð er íbúð fyrir 7 manns í tveimur svefnherbergjum; í öðru svefnherberginu eru þrjú rúm og í hinu er eitt tvíbreitt rúm og koja (140x200 cm og 90x200 cm). Setustofa, eldhús og baðherbergi. Í íbúðinni á efri hæð, sem er björt og rúmgóð með útsýni yfir skóginn, eru 2 svefnherbergi fyrir 4, tvíbreitt rúm í öðru og tvö rúm í hinu. Einnig er svefnsóffi í setustofunni.

 
Veitingar/máltíðir

Gestir sjá um allar máltíðir sjálfir. Hjá Hallormsstað (5 km) er lítil verslun þar sem má fá brauð, mjólkurvörur og kjöt á grillið. Næstu matvöruverslanir eru á Egilsstöðum (22 km). Á hótelinu á Hallormsstað er veitingastaður og eins er hádegishlaðborð á sumrin í Klausturkaffi á Skriðuklaustri (17 km).

 
Þjónusta/afþreying

Hallormsstaðaskógur er vinsælt útivistarsvæði í fjölbreyttu landslagi með einstökum gönguleiðum við allra hæfi. Leiksvæði fyrir börnin. Bátaleiga í Atlavík (6 km) og hestaleiga á túninu við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað (5 km). Veiði í nágrenninu. Hengifoss, næsthæsti foss á Íslandi (12 km). Fræðslu-, mennta- og fornleifasetrið á Skriðuklaustri (17 km). Snæfellsstofa, upplýsingamiðstöð fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, á Skriðuklaustri (17 km). 9 holu golfvöllur, par 35, er á Ekkjufelli, skammt frá þéttbýlinu á Egilsstöðum (27 km). Næsta þéttbýli með verslunum, veitingastöðum, góðri og vel búinni sundlaug, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og ýmissi annarri þjónustu: Egilsstaðir (22 km). Reglulegar áætlunarferðir í innanlandsflugi (flugtími 1 klst.) milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Til Seyðisfjarðar, þar sem ferjan Norræna leggur að bryggju, eru 50 km.

 
Hallormsstaðaskógur

Hafursá, jörð í eigu Skógræktar ríkisins, stendur í norðurjaðri Hallormsstaðaskógar sem hefur verið friðaður síðan árið 1905; það var fyrsta skref Íslendinga í náttúruvernd. Hallormsstaðaskógur er nú talinn stærstur skóga á Íslandi, þekur um 740 ha. Í skóginum eru um 40 km af gönguslóðum og mikið af merktum gönguleiðum. Á Hallormsstað er fjölskylduvænt trjásafn með yfir 70 trjátegundum. Í skóginum, niður við Lagarfljót, er hin víðkunna Atlavík þar sem er vinsælt tjaldsvæði og rekin er bátaleiga á sumrin. Í skóginum er auk þess að finna leiktæki og góð grillsvæði. Í Stekkjarvík, um 1 km norðan við Hafursá, er góð grillaðstaða og leiksvæði fyrir börn.

 
Austfirðir, íslensk náttúra og íslensk sjávarþorp

Á hinum eiginlegu Austfjörðum, sunnan við Fljótsdalshérað, eru vinsælar göngu- og ferðamannaslóðir. Þar má sérstaklega benda á Borgarfjörð eystri (89 km), stað þar sem íslensk náttúra skartar sínu fegursta í stórbrotinni umgjörð litríkra fjalla. Eins er áhugavert að heimsækja sjávarútvegsbæina sunnar á Austufjörðum, t.d. Reyðarfjörð (66 km) og Fáskrúðsfjörð (85 km), smábæ við fallegan fjörð þar sem er einstakt safn og aðrar minjar um franska skútusjómenn sem sóttu á Íslandsmið á síðari hluta 19. aldar og fram á þá 20. 

Gestgjafar: Þorkell og Anna Gerður. 

 

í nágrenni