Útnyrðingsstaðir á Héraði



Útnyrðingsstaðir á Héraði

Bændagisting 8 km frá þéttbýlinu Egilsstöðum, á Fljótsdalshéraði á norðaustur Íslandi. Ábúendur hafa sérhæft sig í hrossarækt og ferðaþjónustu með áherslu á hestaferðir. Herbergi með sameiginlegri snyrtingu í sérbyggingu á bænum. Fjölbreyttir möguleikar til styttri gönguferða eftir malarbornum stígum. Fuglaskoðun. Góð staðsetning til dagsferða um þennan landshluta.  

Opið frá 1. maí til 30. sept.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sameiginlegt baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Hefðbundinn búskapur
  • Eldunaraðstaða
  • Golfvöllur í nágrenni

Í nágrenni

  • Egilsstaðir 6 km
  • Hallormsstaðaskógur 22 km
  • Hengifoss 30 km
  • Skriðuklaustur, miðstöð menningar og sögu 35 km
  • Seyðisfjörður 40 km

Gistiaðstaða

Herbergi eru í sérhúsi á bænum. Á neðri hæð eru 2x3 manna herbergi (fjölskylduherbergi) með sameiginlegu baðherbergi og sérinngangi. Á annarri hæð eru 3x2 manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi og borðstofa.  Frítt þráðlaust netsamband er í sameiginlegu rými.

 
Veitingar/mátíðir

Morgunverður er innifalinn í gistiverði. Næstu matsölu- og veitingastaðir á Egilsstöðum (8 km). Gestir hafa aðgang að eldhúsi þar sem þeir geta eldað einfaldar máltíðir.

 
Þjónusta/afþreying

Útnyrðingsstaðir eru fornt býli í kjarri vöxnu umhverfi þar sem bændur af sömu ætt hafa stundað búskap, mann fram af manni, í meira en þrjár aldir. Nú rekið allstórt hrossabú á bænum, tamningastöð og ferðaþjónusta þar sem í boði eru 5-7 daga hestaferðir (gaedingatours.is). Einnig eru í boði á sumrin 1-2 klst. hestaferðir um nágrenni bæjarins sem henta jafnt byrjendum og þeim sem eru ekki alls óvanir að sitja hest. Frá bænum má einnig fara í stuttar gönguferðir eftir malarbornum stígum. Fjölbreytt fuglalíf.

9 holu golfvöllur, par 35, er á Ekkjufelli (12,5 km). Næsta þéttbýli með verslunum, veitingastöðum, sundlaug, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og ýmissi þjónustu fyrir ferðamenn: Egilsstaðir (8 km). Reglulegar áætlunarferðir í innanlandsflugi (flugtími 1 klst.) milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Til Seyðisfjarðar, þar sem ferjan Norræna leggur að bryggju, eru 35 km.

 
Áhugaverðir staðir á Fljótsdalshéraði

Útnyrðingsstaðir henta vel sem gististaður fyrir þá sem hafa hug á að skoða sig um á Fljótsdalshéraði, hvort sem hugurinn stefnir í átt til sjávar eða inn til dala og heiða. Fjölmargir kostir eru í boði fyrir göngufólk og fjallamenn og gönguleiðakort má fá á upplýsingamiðstöðinni á Egilsstöðum. Af áhugaverðum stöðum á Héraði má nefna Hallormsstaðaskóg og Atlavík, útivistarparadís fyrir alla fjölskylduna, og Hengifoss (næsthæsta foss á Íslandi). Eftir viðdvöl í Hallormsstaðaskógi er fróðlegt að heimsækja menningar- og fræðslusetrið Skriðuklaustur. Þar er einnig Snæfellsstofa, upplýsinga- og fræðslusetur um eystri hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Fjölmargir ferðamenn leggja einnig leið sína upp úr Fljótsdal að Hálslóni og stíflunni við Kárahnúka (123 km), gríðarmiklu en umdeildu mannvirki.

 
Stórbrotið landslag, hlýlegir útvegsbæir og franskir sjómenn

Frá Útnyrðingsstöðum er tilvalið að fara í dagsferðir til fjarðanna sunnan við Fljótsdalshérað. Seyðisfjörður (36 km) er snoturt sjávarþorp undir bröttum fjöllum, gamall þéttbýlisstaður á íslenska vísu. Um Fagradal liggur leiðin til Reyðarfjarðar (41 km), og þaðan eru aðeins 15 km til Eskifjarðar; í báðum þessum bæjum eru t.d. áhugaverð söfn. Frá Reyðarfirði er ekið um göng til Fáskrúðsfjarðar (17 km), smábæjar við fagran fjörð þar sem er einstakt safn og margt til minja um franska skútusjómenn sem höfðu þar bækistöð á síðari hluta 19. aldar

 
Borgarfjörður eystri

Borgafjörður eystri (75 km) er vinsæll áfangastaður ferðamanna og náttúruunnenda, víðkunnur staður fyrir tignarlega fjallaumgjörð og einstæða náttúrufegurð. Af Vatnsskarði, á leið yfir til Borgarfjarðar eystri, er mikið og fagurt útsýni á björtum degi. Þegar hallar niður af skarðinu sunnan megin er komið í litríka veröld Njarðvíkur en á Borgarfirði eystri tekur lítið Bakkagerðisþorpið á móti ferðalöngum. Heimsókn í þennan fjörð við ysta haf er ógleymanleg upplifun.

Gestgjafi: Stefán.

 

í nágrenni