Ferðaþjónustan Ekru



Ferðaþjónustan Ekru

Gisting í sumarhúsum stuttan spöl frá bökkum Lagarfljóts, í Hjaltastaðaþinghá, sveit austan fljóts á utanverðu Fljótsdalshéraði á Austurlandi. Klapparásar, vötn, kjarrbrekkur, klettar, blár (grasgefnar mýrar), lyngmóar og gróin tún. Víðsýnt og fögur fjallasýn í austri þar sem Dyrfjöll blasa við augum. Merktar gönguleiðir. Hentar vel til skoðunarferða um Fljótsdalshérað og Borgarfjörð eystri. Opið allt árið. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Bústaður
 • Hefðbundinn búskapur
 • Eldunaraðstaða
 • Sjónvarp inni á herbergjum
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Hreint og öruggt

Í nágrenni

 • Dyrfjöll og Stórurð, falleg göngusvæði
 • Veiði við Krókavatn
 • Egilsstaðir 30 km
 • Bakkagerði 35 km 
 • Hallormsstaðaskógur 56 km
 • Hengifoss 65-70 km
 • Vopnafjörður 90 km

Gistiaðstaða

Í boði er gisting í tveimur 5 manna sumarhúsum. Í hvoru húsi eru tvö svefnherbergi (hjónaherbergi og eitt kojuherbergi), baðherbergi, eldhúskrókur og setustofa. Sjónvarp og DVD-tæki. Þvottavél. Lítil verönd með grilli. Netsamband: 3G-samband.

 
Þjónusta, afþreying

Merktar gönguleiðir. Næsta sundlaug er á Egilsstöðum (30 km). Næsta þéttbýli með verslun, matsölustöðum og annarri þjónustu við ferðamenn er á Egilsstöðum. Næsti golfvöllur, Ekkjufellsvöllur, 9 holur, par 70, er skammt frá Egilsstöðum; margir telja hann einn af fegurstu golfvöllum á Íslandi.

 
Akstursleið

Frá Egilsstöðum má aka til Ekru hvort sem er austan eða vestan megin Lagarfljóts. Stysta leiðin er vestan fljótsins. Þá er ekið um Fellabæ á þjóðvegi 1 og síðan beygt til hægri inn á veg nr. 925, Hróarstunguveg. Ekið út Hróarstungu meðfram bökkum Lagarfljóts. Eftir 25 km er svo beygt til hægri inn á veg nr. 944, Lagarfjótsveg. Frá vegamótum eru þá um 4 km til Ekru; ekið er hjá Lagarfljótsvirkjun og þar yfir fljótið á brú. Ekra er þá næsti bær á vinstri hönd.

 
Sveitin milli fljótanna

Sveitin milli Lagarfljóts og Jökulsár á Dal heitir Hróarstunga. Þar er indælt að aka um sveitavegi í björtu veðri og gefa sér tíma til að staldra við. Á Galtarstöðum fram, sveitabæ í nágrenni við Ekru (9 km), er gamall, uppgerður torfbær í vörslu Þjóðminjasafns. Hann er eini torfbær á Íslandi með fjósabaðstofu. Ferðamönnum er heimilt að skoða bæinn að fengnu samþykki húsráðanda.

 
Hjaltastaðaþinghá, Dyrfjöll og Stórurð

Austan megin Lagarfljóts heitir sveitin Hjaltastaðaþinghá. Upp af sveitinni taka við undirhíðar austurfjallanna en yst fellur úthafsaldan á svarta sanda. Dyrfjöll blasa við frá Ekru. Undir Dyrunum er Stórurð, tröllslegur og töfrandi staður. Þangað má ganga frá nokkrum stöðum og ætla til þess einn dag. Til Eiða, þar sem áður var framhaldsskóli með heimavist fyrir þennan landshluta, eru um 30 km frá Ekru um Hjaltastaðaþinghá.

 
Bakkagerði og Borgarfjörður eystri

Frá Ekru eru aðeins 35 km til Bakkagerðis, lítils þorps í Borgarfirði eystri. Ekið er um Vatnsskarð og Njarðvíkurskriður, ökuleið sem fáum gleymist. Borgarfjörður eystri þykir með fallegustu fjörðum á Austurlandi. Hann skartar einstökum fjallahring þar sem Dyrfjöll setja mestan svip á umhverfið. Á Borgarfirði er gestkvæmt á sumrin. Þar er verslun og þrír veitingastaðir, Já sæll – Fjarðarborg, Álfacafé og Álfheimar.

Gestgjafar: Kristjana og Sigmundur.

 

í nágrenni