Langavatn og Klambrasel



Langavatn og Klambrasel

Lognkyrrt kvöld í sveit og fjöll og himinn speglast í vatninu, lýsing sem á vel við staðsetningu gistiheimilisins við Langavatn. Stutt frá er gisting í íbúð heima á bænum Klambraseli sem er í eigu sömu fjölskyldu. Hér er friðsælt og fagurt og stutt að bregða sér til allra helstu ferðamannastaða í Þingeyjarsveit á norðaustanverðu Íslandi. Til Mývatns er um 20 mín. akstur og jafnlangt er til Húsavíkur þar sem bíða ævintýri í hvalaskoðunarferð. Opið frá 1. maí til 30. september. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sameiginlegt baðherbergi
  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Íbúð
  • Hefðbundinn búskapur
  • Veitingastaður
  • Vínveitingar
  • Golfvöllur í nágrenni
  • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

  • Laxárvirkjun 
  • Sundlaug 2 km
  • Grenjaðarstaður byggðasafn 9 km
  • Hvalaskoðun frá Húsavík 25 km
  • Mývatn/Reykjahlíð 25 km
  • Námaskarð 36 km
  • Golfvellir á Húsavík og við Mývatn

Gistiaðstaða

Á Langavatni: 3x2 og 1x3 herbergi á efri hæð í nýuppgerðu íbúðarhúsinu á bænum (reist árið 1932). Sameiginlegt baðherbergi, mat- og setustofa og eldhús á neðri hæð. 2x2 herbergi, hvort með sérbaði, í smáhúsi rétt við gamla bæinn, og 1x2 herbergi með sérbaði í öðru minna húsi.

Í Klambraseli: Gisting í séríbúð, áfastri við íbúðarhús ábúenda, hjónaherbergi, stofa með 2 rúmum, eldhúsi og baðherbergi; hentar vel fyrir fjölskyldur.

Opið allan ársins hring fyrir hópa á Langavatni.

 
Veitingar, máltíðir

Morgunverður er innifalinn í gistiverð þegar gist er á Langavatni, en gestir á Klambraseli geta einnig nýtt sér þessa þjónustu. Á Langavatni er rúmgóður og bjartur veitingasalur. Yfir sumartímann er veitingastaðurinn opinn frá kl. 18-21.  Áhersla er lögð á heimafengið hráefni, lambakjöt frá bænum og nýveiddan silung úr Langavatni.  Mælt er með að bóka kvöldverð með fyrirvara á öðrum árstímum.  

 
Þjónusta, afþreying

Gönguleiðir, fuglaskoðun og börnin geta heilsað upp á dýrin á bænum í Klambraseli, kindur, hænur og hross. Silungsveiði í Langavatni. Sundlaug með heitum potti og veitingar í Heiðarbæ (2 km). Hestaleiga (17 km). Sund, golf, verslun og hvalaskoðunarferðir á Húsavík (25 km). Sund, gufubað, verslun og golf við Mývatn (Reynihlíð, 25 km).

 
Töfrar við Mývatn

Gestir á Langavatni-Klambraseli eiga um margt að velja í kynnis- og skoðunarferðum um næsta nágrenni. Flestir leggja leið sína til Mývatns (25 km í suður) þar sem má verja heilum degi til þess að skoða þennan undraheim íslenskrar náttúru.

 
Íslenskur torfbær og regnbogi í fossúða

Yfir í næsta dal, Laxárdal með frægustu laxveiði á Íslands, eru aðeins 12 km frá Langavatni-Klambraseli. Á Grenjaðarstað (14 km) er gott byggðasafn í stórum, íslenskum torfbæ. Þaðan má aka í sund á Laugum og ljúka svo ferðinni með því að skoða Goðfoss (31 km), einn fegursta foss á Íslandi.

 
Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur

Sé ekið áfram í norður frá Húsavík, fyrir Tjörnes, er komið í paradís náttúruunnenda og göngufólks, nyrsta hluta Vatnajökulsþjóðgarðs með hömrum girtu Ásbyrgi og neðsta hluta hinna ægifögru Jökulsárgljúfra.

Gera má ráð fyrir heilum degi til að kynnast þó ekki nema broti af þessu töfrandi landssvæði (80 km frá Langavatni-Klambraseli).

Gestgjafar: Gunnar og Ragnheiður.

 

í nágrenni