Hagi I í AðaldalHagi I í Aðaldal

Gisting á efri hæð í húsi ábúenda og í 4ra manna sumarhúsi skammt frá Laxá í Aðaldal, miðsvæðis á vinsælum ferðamannaslóðum á Norðaustur-Íslandi. Kyrrlátur staður í dalnum þar sem er ein frægasta og margra dómi fallegasta laxveiðiá á Íslandi. Fjölbreyttir möguleikar til gönguferða. Góð staðsetning til skoðunarferða um næstu sveitir og til Mývatns. Opið frá 1. júní til 15. september. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Bústaður
 • Hefðbundinn búskapur
 • Eldunaraðstaða
 • Golfvöllur í nágrenni

Í nágrenni

 • Grenjaðarstaður byggðasafn 8 km
 • Sundlaug 13 km
 • Hvalaskoðun frá Húsavík 26 km
 • Kaffihús/Veitingastaðir, söfn og sundlaug í Húsavík
 • Mývatn/Reykjahlíð 39 km
 • Jarðböð 39 km
 • Akureyri 74 km
 • Ásbyrgi  86 km 

Gistiaðstaða

2x2 manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi á eftir hæð íbúðarhússins á bænum; setustofa og matstofa.

1x4 manna sumarhús með fallegu útsýni (1 svefnherbergi, stofa með svefnsófa og svefnloft). Baðherbergi og snoturt eldhús.

Ókeypis þráðlaust netsamband. Þvottaaðstaða.

 
Veitingar/mátíðir

Morgunverður er innifalinn í gistiverði í herbergjum í íbúðarhúsi. Gestir í sumarhúsinu sjá sjálfir um mat og máltíðir. Næstu matvöruverslanir á Húsavík (26 km). Veitingastaður á sveitahótelinu Rauðuskriðu (14 km). Matsölustaður, opinn á sumrin, í Heiðarbæ í Reykjahverfi (13 km).

 
Þjónusta/afþreying

Gönguleiðir. Hestaferðir: Garður í Aðaldal (5 km) og Saltvík, rétt fyrir sunnan bæinn Húsavík (21 km). Hvalaskoðun og sjóstangaveiði frá Húsavík (26 km). Fuglaskoðun á bökkum Laxár. Gott byggðasafn á Grenjaðarstað (8 km) og Hvalasafnið á Húsavík. Sundlaugar: Laugar í Reykjadal (16 km) og Heiðarbær í Reykjahverfi (13 km). Næsta þéttbýli með verslunum, sundlaug, golfvelli og allri almennri þjónustu: Húsavík (26 km).

 
Náttúruperlur, gönguleiðir, íslenski torfbærinn

Frá Haga I í Aðaldal liggja leiðir til allra átta um hérað þar sem eru margar af kunnustu náttúruperlum á Íslandi, heillandi gönguleiðir og fjölmargt til afþreyingar, fróðleiks og skemmtunar. Skammt frá bænum, á Grenjaðarstað, er gott byggðasafn í reisulegum íslenskum torfbæ frá síðasta áratug 19. aldar (9 km). Frá Laugum í Reykjadal (16 km), þar sem er góð sundlaug, er aðeins 12 km akstur að Goðafossi, einum fegursta fossi landsins, sjálfsögðum viðkomustað allra ferðamanna á þessum slóðum.

 
Hvalaskoðun, Ásbyrgi, Jökulsárgljúfur

Frá Húsavík (26 km) eru í boði hvalaskoðunarsiglingar á hverjum degi, einstakt tækfæri til að sjá og ljósmynda stærstu spendýr Jarðar. Í bænum er einnig Hvalasafnið þar sem má fá fræðslu og upplýsingar um hvali og búsvæði þeirra. Frá Húsavík eru 65 km til Ásbyrgis og Jökulsársgljúfra, í nyrsta hluta Vatnajökulsþjóðgarðs, staða sem heilla bæði unga og aldna. Um svæðið liggja fjölmargar merktar gönguleiðir, miserfiðar, allt frá 30 mín. skemmtigöngu upp í 2ja daga ferðir. Daglegar áætlunarferðir yfir sumarið frá Ásbyrgi í Vesturdal, einn þekktasta staðinn í Jökulsárgljúfrum, og að Dettifossi vestan megin.

 
Einstök fegurð við Mývatn

Mývatn og næsta umhverfi þess (41 km) eru einn kunnasti ferðamannastaður á Íslandi, hlýleg sveit á bökkum vatnsins þar sem voldugri kraftar í glóandi iðrum Jarðar hafa mótað landið í tugþúsundir ára og eru enn að. Af stöðum í Mývatnssveit, sem enginn má láta undir höfuð leggjast að heimsækja, má nefna Dimnuborgir, Hverfjall, Grjótagjá, Skútustaðagíga, Kálfastrandarland, Lofthelli, Leirhnjúk, Kröflu og Hverarönd við Námafjall. Vegir og merktar gönguleiðir liggja að áhugaverðum stöðum og upplýsinga- og bókunarþjónusta fyrir ferðamenn er í þorpinu Reykjahlíð.

Gestgjafi: Bergljót

 

í nágrenni