Hestheimar í ÁsahreppiHestheimar í Ásahreppi

Fjölskylduvænt gistiheimili og hrossabúgarður í hlýlegu umhverfi miðsvæðis á Suður-Íslandi með útsýni til allra átta, til jökla og eldfjalla. Herbergi og smáhýsi með sérbaðherbergjum. Kvöldverður í boði á sumrin. Vínveitingar.  Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:13.570 kr.
hver nótt á herbergi
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Vínveitingar
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Eldunaraðstaða
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Norðurljósaþjónusta
 • Fundar- / Ráðstefnuherbergi
 • Gæludýr leyfð

Í nágrenni

 • Eyjafjallajökull og Tindfjallajökull 
 • Hekla 
 • Jarðhitasundlaug á Hellu 10 km 
 • Sögusetur á Hvolsvelli 24 km
 • Seljalandsfoss 25 km
 • Landeyjahöfn ferjan til Vestmannaeyja 34 km

Gistiaðstaða

12x2 manna herbergi í aðalbyggingu með sérbaðherbergi. Fyrir fjölskyldur er tilvalið að gista í smáhýsi með baðherbergi og eldunaraðstöðu. Heitur pottur er við aðalhúsið þaðan sem má njóta útsýnis m.a. til Eyjafjallajökuls og horfa á norðurljósin á heiðskírum vetrarkvöldum.

 
Veitingar/máltíðir

Morgunverður í boði allt árið og kvöldmatur yfir sumartímann. Hefðbundinn íslenskur matur á borðum; súpa, salat, heimabakað brauð og réttur dagsins. Vínveitingar. Fallegt úsýni yfir sveitina og til Heklu, Tindfjalla, Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls. Mat- og samkomusalur fyrir allt að 180 manns í sömu byggingu og reiðhöllin sem er á staðnum hentar vel fyrir ýmsar uppákomur, hvata- og óvissuferðir, hópefli, dansleiki og annan mannfagnað.

 
Þjónusta/afþreying

Í Hestheimum er rekinn hrossabúgarður og ýmis tengd starfsemi svo að bærinn er kjörinn dvalarstaður fyrir þá sem vilja kynnast íslenska hestinum og einstökum eiginleikum hans. Hestaleigan er opin allt árið. Margar góðar reiðleiðir eru í nágrenninu og í boði eru 1, 2 eða 3 klst. ferðir og allt upp í dagsferðir. Á bænum er gott úrval hesta sem henta jafnt byrjendum sem vönum reiðmönnum. Farið er yfir helstu atriði, sem knapar þurfa að hafa í huga, og veitt grunnfræðsla um íslenska hestinn og reiðmennsku.

Frá Hestheimum eru einnig í boði lengri hestaferðir á sumrin sem bóka verður með góðum fyrirvara. Á hverju sumri er vinsælt reiðnámskeið fyrir börn og á veturna eru haldin reiðnámskeið um helgar.

Gestum er velkomið að kynnast dýrunum á bænum og fylgjast með umhirðu hrossanna, t.d. hjálpa til við að kemba hestana. Börnin heilsa upp á hundinn og köttinn og á sumrin bíða þeirra lítil lömb, geit og kálfur. 

Gestgjafar leggja áherslu á þægilegt og heimilislegt andrúmsloft og persónulega þjónustu. Úrval af bókum, pússlum og spilum. Fallegar og heimilislega skrytingar gleðja gesti og skapa heimilislegt andrúmsloft. Í grenndinni eru skemmtilegar göngu- og hjólaleiðir. Á staðnum er lítið verlunarhorn með skemmtilegu úrvali af íslenskri vöru og hönnun. 

Næsta þéttbýli með jarðhitasundlaug, verslunum, veitingastöðum og ýmissi annarri þjónustu: Hella (10 km).  Næsti golfvöllur er Strandarvöllur (19 km).

 
Geysir, Gullfoss, Þjórsárdalur, Landmannalaugar

Hestheimar eru miðsvæðis á suðurlandsundirlendi og tilvalinn dvalarstaður fyrir þá sem vilja sjá helstu náttúruperlur og vinsæla viðkomustaði ferðamanna í þessum landshluta. Í hæfilegri dagsferð má t.d. bregða sér til jarðahitasvæðisins við Geysi (69 km) og eiga viðdvöl hjá fegursta fossi á Íslandi, Gullfossi. Þjórsárdalur (63 km) er fallegur staður skammt frá rótum Heklu þar sem eru margar yndislegar gönguleiðir og má m.a. skoða eftirgerð sögualdarbæjarins á Stöng. Frá Þjórsárdal eru 34 km í Landmannalaugar.

 
Sögusetrið, Seljalandsfoss, Skógafoss, Vestmannaeyjar

Í austurátt frá Hestheimum liggur leiðin um söguslóðir Njáls sögu að hlýlegum og fallegum sveitum undir Eyjafjallajökli. Í þorpinu á Hvolsvelli (24 km) er Sögusetrið [The Icelandic Saga Centre] þar sem má fræðast um heim Íslendinga sagna og norræna goðafræði. Að hinum víðkunna Seljalandsfossi eru 48 km en þaðan eru 27 km að öðrum frægum fossi, Skógafossi. Frá Landeyjahöfn (56 km) eru daglegar ferjusiglingar (35 mín.) til Vestmannaeyja.

Gestgjafar:  Hjörleifur og Sif.

 

í nágrenni