Hótel Látrabjarg í PatreksfirðiHótel Látrabjarg í Patreksfirði

Fjölskyldurekið gistiheimili á sunnanverðum Vestfjörðum, í Örlygshöfn á suðurströnd Patreksfjarðar, í grennd við eitthvert mesta fuglabjarg í Evrópu, Látrabjarg, þar sem Evrópa nær lengst í vestur. Ýmsar af öðrum kunnum náttúruperlum Vestfjarða eru innan seilingar í hæfilega löngum ökuferðum. Spennandi gönguleiðir.

Opið:  15. maí - 20. sept.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Vínveitingar
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Merktar gönguleiðir
 • Fundar- / Ráðstefnuherbergi

Í nágrenni

 • Örlygshöfn strönd
 • Þjóðmiðnjasafn Hnjótur 5 km
 • Látrabjarg 25 km
 • Golf á Vesturbotnsvelli 30 km
 • Rauðisandur 35 km
 • Patreksfjörður 40km
 • Sundlaug á Patreksfirði

Gistiaðstaða

Eins manns, tveggja eða þriggja manna rúmgóð herbergi, ýmist með sérbaðherbergi eða sameiginlegu baðherbergi.  Í boði eru bæði standard herbergi sem og þægilegri herbergi (comfort room) með sjávarútsýni.

Þjónusta

Í boði er fjölbreyttur morgunverður. Vínveitingar. Móttaka og salur, sem rúmar um 50 manns í sæti, eru í sérbyggingu, örstuttan spöl frá gistiaðstöðu.

Við gistiheimilið er heitur pottur. Seld veiðileyfi (silungsveiði í Sauðlauksdalsvatni – 17 km). Ókeypis þráðlaust netsamband.

Afþreying

Fjölbreyttar gönguleiðir í nágrenninu. Hestaleiga. Byggðasafnið á Hnjóti (5 km). 9 holu golfvöllur innarlega í firðinum, norðan megin, Vesturbotnsvöllur (30 km). Næsta þéttbýli með verslunum, sundlaug og ýmissi annarri þjónustu: Patreksfjörður (40 km).

Miðnætursól við ysta haf

Gistiheimilið er í Örlygshöfn, fallegum dal í stórbrotnu umhverfi á suðurströnd Patreksfjarðar sem er syðstur hinna eiginlegu Vestfjarða. 5 til 10 mín. gang frá Hótel Látrabjargi er falleg hvít sandströnd, 2-3 km löng, þar sem er indælt að njóta sólarlagsins á fögru sumarkvöldi.

Minjasafnið á Hnjóti – gönguleiðir um víkur og fjöll

Innar í dalnum er minjasafnið á Hnjóti, einstætt safn muna sem veita innsýn í daglegt líf og harða lífsbaráttu fólks í þessum byggðum á fyrri tíð. Göngufólk hefur svo um margt að velja, leiðir út með ströndinni yfir í næstu víkur eða upp til fjalla; sumar þeirra eru gamlar þjóðleiðir og merktar með steinvörðum.

Látrabjarg – Rauðisandur

Látrabjarg (25 km) er víðkunnur staður, stærsta fuglabjarg í Evrópu, 14 km langt og gnæfir 444 m yfir haffletinum þar sem það er hæst. Í bjarginu verpa milljónir sjófugla, allt að 40% sumra fuglastofna í heiminum, t.d. álkunnar. Allt fram á síðustu öld sóttu menn í bjargið eftir fugli og eggjum en nú laðar Látrabjarg til sín ferðamenn, fuglaskoðara og náttúruunnendur. Annar áhugaverður og fallegur staður í nágrenni við Hótel Látrabjarg er byggðarlagið Rauðisandur (35 km), grösug og hlýleg sveit með rauðgulri skeljasandsfjöru.

Sunnanverðir Vestfirðir - Dynjandi

Frá gistiheimilinu er tilvalið að bregða sér í dagsferð um sunnanverða Vestfirði. Þá má t.d. aka til Arnarfjarðar, frá Patreksfirði um Tálknafjörð til sjávarþorpsins Bíldudals. Þaðan er einstök og ægifögur ökuleið út með Arnarfirði sunnanverðum út í Selárdal, stað sem verður flestum ógleymanlegur. Sé ekið inn Arnarfjörð frá Bíldudal bíður ferðamannsins að sjá einhvern fegursta foss á Íslandi, Dynjanda.


Gestgjafar:
Karl og Sigríður 

 

í nágrenni