Hótel Eldhestar - Vellir í Ölfusi



Hótel Eldhestar - Vellir í Ölfusi

Sveitahótel og hrossabúgarður á friðsælum stað á suðvesturlandi, skammt frá gróðuhúsaþorpinu Hveragerði og í aðeins 30 mín. akstur frá Reykjavík. Herbergi með sérbaði, sjónvarpi og nettengingu. Veitingastaður. Heitir pottar. Á hótelinu er lögð áhersla á virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu og sögu íslenska hestsins. Fjölbreytt úrval hestaferða í boði.

Opið allt árið (nema um jól og nýár).

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sér baðherbergi
  • Wi-Fi
  • Heitur pottur
  • Veitingastaður
  • Vínveitingar
  • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
  • Sjónvarp inni á herbergjum
  • Golfvöllur í nágrenni
  • Hleðslustöð
  • Aðstaða fyrir fatlaða
  • Norðurljósaþjónusta
  • Svansmerkið
  • Fundar- / Ráðstefnuherbergi

Í nágrenni

  • Hveragerði 2 km
  • Hveragarður í Hveragerði 2 km
  • Golf við Hveragerði 8 km
  • Húsið byggðasafn á Eyrarbakka 23 km
  • Skálholt 46 km
  • Laugarvatn Fontana Spa heilsulind 47 km 
  • Krýsuvík 57 km
  • Geysir 69 km

Gistiaðstaða

36x2 manna herbergi og 1x5 manna fjölskylduherbergi. Herbergin eru rúmgóð, björt og vel búin með sérbaði, gæðarúmum, sjónvarpi, nettengingu og aðgangi að garði. Stór verönd og tveir heitir pottar með útsýni yfir sveitina. Hægt að fá herbergi sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða. Á hótelinu er góð funda- og ráðstefnuaðstaða fyrir 30-40 manns.

 
Veitingar/máltíðir

Á hótelinu er veitingastaður þar sem gestum eru boðnir kjarnmiklir og góðir réttir. Lögð er áhersla á að nota eins og kostur er íslenskt hráefni og byggja á íslenskri matreiðsluhefð. Vínveitingar. Matsalur fyrir allt að 80 manns, bar og setustofa með arni.

 
Þjónusta/afþreying

Hestaferðir
Eldhestar bjóða mjög gott úrval hestaferða með þaulreyndum leiðsögumönnum fyrir fólk á öllum aldri, allt frá byrjendum upp í þaulreynda hestamenn. Daglega er boðið upp á stuttar hestaferðir um næsta nágrenni hótelsins. er í boði á hverjum degi, allan ársins hring. Háfl, hálfsdagsferðir og dagsferðir. Einnig eru í boði dagsferðir þar sem verið er á hestbaki hluta ferðarinnar og ferðast með rútu hluta leiðarinnar, t.d. ferð í Bláa lónið og að Gullfossi og Geysi. Á sumrin eru einnig í boði nokkurra daga hestaferðir vítt og breitt um Ísland, allt upp í vikuferðir.

Annað
Fjölbreytilegar gönguleiðir. Góð aðstaða til að njóta norðurljósanna. Auðugt fuglalíf. Hveragarður í Hveragerði (2 km), áhugavert svæði fyrir börn og fullorðna. Veiði í boði í Varmá.Húsið, byggðasafn í kaupmannshúsinu á Eyrarbakka, hlýlegu þorpi við ströndina (23 km). Heilsulindin Laugarvatn Fontana Spa (47 km). 9 holu golfvellir hjá Hveragerði (3,5 km) og hjá Selfossi (13 km). Næstu þéttbýli með góðum jarðhitasundlaugum, verslunum, veitingastöðum og ýmissi almennri þjónustu við ferðamenn: Hveragerði (2 km) og Selfoss (11 km).

 
Í fararbroddi í umhverfisvernd

Eldhestar eru með virka umhverfisstefnu og var hótelið fyrsti gististaður á Íslandi til að fá viðurkenningu norræna umhverfismerkisns Svansins.
Eldhestar fengu einnig umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2011 og hestaleigan hlaut gæðavottun Vakans árið 2012.

Viðurkenning Norræna umhverfismerkisins Svansins

 
Náttúruperlur innan seilingar frá Eldhestum

Hótel Eldhestar er stuttan spöl frá hringveginum kringum Ísland, veg nr. 1. Héðan liggja vegir til allra átta í skoðunarferðir um suðvestanvert landið, um víðáttumikið undirlendi Suðurlands eða sérstæðan heim Reykjanesskaga, mótaðan af eldsumbrotum og jarðhita. Á Suðurlandi bíða ferðamannsins heimskunnir staðir eins og Gullfoss, Geysir, þjóðgarðurinn á Þingvöllum eða Seljalandsfoss. Á Reykjanesskaga má nefna staði eins og Bláa lónið (80 km) og Krýsuvík (57 km).

Gestgjafi: Hróðmar. 

 

í nágrenni