Hótel Gullfoss BrattholtiHótel Gullfoss Brattholti

Sveitahótel á bökkum Hvítár, í uppsveitum á Suðurlandi, skammt frá Gullfossi, frægasta fossi á Íslandi. Vel búin herbergi og veitingasalur með fallegu útsýni. Hótelið er að heita má í göngufæri við Gullfoss (3 km). Stutt er að aka á hversvæðið við Geysi og staðurinn hentar vel fyrir þá sem vilja heimsækja aðra kunna ferðamannastaði á Suðurlandi.

Open from January 3rd to October 30th. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Sjónvarp inni á herbergjum
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Aðstaða fyrir fatlaða
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

 • Gullfoss 3 km
 • Geysir 8 km
 • Flúðasigling á Hvítá 16 km
 • River Jet hraðbátsferð á Hvítá 27 km
 • Sólheimar sjálfbært samfélag 28 km
 • Skálholt 37 km
 • Þingvellir 55 km
 • Hjálparfoss 69 km
 • Hekla

Gistiaðstaða

35x2 manna vel búin herbergi, öll með sérbaðherbergi og sjónvarpi. Ókeypis þrálaust internet. Tveir heitir pottar til sameiginlegra afnota fyrir gesti.

 
Veitingar/máltíðir

Á hótelinu er rúmgóður veitingasalur með bar. Fallegt útsýni til suðurs yfir umhverfið. Morgunverðarhlaðborð. Fjölbreyttur matseðill þar sem byggt er á hefðbundinni íslenskri matargerð og hún löguð að kröfum og smekk nútímafólks. Lögð er áhersla á hráefni úr héraði eftir því kostur er á hverri árstíð.

 
Þjónusta/afþreying

Einstakar gönguleiðir upp með Hvítárgljúfrum að Gullfossi. Flúðasiglingar á Hvítá (16 km). Siglingar á hraðbátum upp eftir Hvítá. (27 km). Hestaferðir (5 km). Sundlaug í Reykholti (25 km). Golfvellir hjá Geysi (10 km), í Úthlíð (15 km) og hjá Efra-Seli á Flúðum (30 km). Næstu þéttbýli með verslun og ýmissi annarri þjónustu: Reykholt (25 km), Flúðir (30 km) og Selfoss (60 km).

 
Gullfoss, vitnisburður um gildi náttúruverndar

Hótel Gullfoss er á bóndabænum Brattholti, bæ sem er nátengdur sögu náttúruverndar á Íslandi. Þar bjó á fyrri hluta síðustu aldar kona sem barðist ötullega, ein síns liðs að heita má, gegn áformum um að virkja Gullfoss og hafði loks sigur. Það er henni að þakka að við getum enn notið þessarar perlu íslenskra fossa. Frá Brattholti er um 30 mín. gangur upp með gljúfrunum að fossinum en eftir akveginum eru 3 km. Hjá ferðamannamiðstöðinni við Gullfoss er stórkostlegt útsýni til fjalla og jökla á hálendi Íslands. Héðan liggur fjölfarinn hálendisvegur um Kjöl milli Suður- og Norðurlands.

 
Goshverir, gönguleiðir og öræfakyrrð

Jarðhitasvæðið hjá Geysi er annar fjölsóttasti ferðamannastaður á Íslandi (10 km). Þar má sjá frægasta goshver í heimi, Geysi. Gos í Geysi hafa legið niðri í nokkra áratugi en goshverinn Strokkur gýs myndarlega á 10-15 mín. fresti. Nokkru innan við hverasvæðið er skógræktin í Haukadal, friðsælt svæði þar sem eru indælar merktar gönguleiðir. Í gegnum skóginn liggur vegarslóði upp á hálendisbrúnina; tilvalið á fögrum degi að ganga þar upp og njóta kyrrðarinnar og hrjóstrugrar víðáttunar þar sem öræfin opnast.

 
Skoðunarferðir um Suðurland

Af öðrum áhugaverðum stöðum, sem henta til hálfsdags- eða dagsferða frá Brattholti má nefna Skálholt (37 km), biskupssetur 1056-1796, stað sem skipar öndvegissess í sögu Íslendinga, þjóðgarðinn á Þingvöllum (55 km), unaðsfallegan þingstað Íslendinga í nær 9 aldir, þar sem íslenska lýðveldið var formlega stofnað 17. júní 1944, og Þjórsárdal (69 km), sérstæða náttúruparadís skammt frá rótum eldfjallsins Heklu þar sem má skoða m.a. fossinn Hjálp og endurgerðan bóndabæ frá víkingaöld.

Gestgjafi:  Jón Harrý. 

 

í nágrenni