Efstidalur II við LaugarvatnEfstidalur II við Laugarvatn

Fjölskyldan í Efstadal leggur áherslu notalega gistingu og upplifun sem færir gestina nær íslenskum landbúnaði. Gist­ing í herbergjum með og án sérbaðs. Kaffihúsið Íshlaðan og veitingastaðurinn Hlöðuloftið eru með útsýni yfir fjósið og bjóða upp á afurðir beint frá býli og næsta nágrenni. Hestaleiga yfir sumartímann. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:16.500 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Sér baðherbergi
 • Bústaður
 • Hefðbundinn búskapur
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Sjónvarp

Í nágrenni

 • Geysir 12 km
 • Laugarvatn Fontana Spa heilsulind 13 km
 • Reykholt 13 km
 • Gullfoss 26 km
 • Þingvellir 30 km
 • Sólheimar 33 km
 • Skálholt 35 km
 • Kerið 37 km

Vinalegur, hefð­bund­inn fjölskyldurekinn sveitabær staðsettur mitt á milli Laugarvatns og Geysis.

Gisting í uppbúnum rúmum í 10 x 2ja manna herbergi í sérhúsi. 

Ferðamannafjós í endurbyggðri hlöðu með veitingastað, kaffihúsi, ísbúð og mjólkurvinnslu þar sem gestir geta fylgst með kúnum og störfum bænda í fjósinu og notið veitinga beint frá býli. Einnig er hægt að kaupa afurðir beint frá bænum s.s. skyr, ost og ís á kaffihúsinu.

Fallegt útsýni og stutt í margar af helstu náttúruperlum landsins og aðra áhugaverða staði s.s. Gullfoss, Geysi, Skálholt og dýragarðinn Slakka.

Áhugaverðar gönguleiðir um nágrennið (Brúarskörð, Kóngsvegur), silungsveiði í Brúará. Hestaleiga fyrir gesti.

EfstiDalur II er við veg nr. 37.

Búskapur: Kýr, hestar, hundar og kettir.

Næsta þéttbýli/sundlaug: Laugarvatn 13 km, Geysir 15 km, Reykholt 13 km.

Golf: Miðdal 8 km, Úthlíð 5 km.

Gestgjafar: Halla Rós, Sölvi, Kristín Ingunn, Guðrún Karítas og Árni.

 

í nágrenni