Hestakráin á SkeiðumHestakráin á Skeiðum

Hestakráin er skemmtileg blanda af sveitakrá, veitingahúsi og gistihúsi á Suðurlandi. Herbergi með sérbaðherbergi og veitingastaður þar sem íslenskt hráefni fær að njóta sín í hefðbundinni matargerð. Krá þar sem gott er að ræða um viðburði dagsins eftir hestaferð um sveitina. Þægileg staðsetning til skoðunarferða um Suðurland þar sem eru margar af kunnustu náttúruperlum á Íslandi.

Opið allt árið. Lokað í nóvember og desember 2020. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Gufubað / Spa
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Golfvöllur í nágrenni

Í nágrenni

 • Hestaleiga
 • Jarðhitasundlaug á Brautarholti 1 km
 • Golf 18 km
 • Skálholt 17 km
 • Þjóðveldisbærinn og Hjálparfoss í Þjórsárdal 38 km
 • Geysir 43 km
 • Gullfoss 47 km

Gistiaðstaða

9x2 manna herbergi og eitt fjölskylduherbergi, öll með uppábúnum rúmum og sérbaðherbergi. Aðstaða fyrir fatlaða. Heitur pottur til afnota fyrir gesti. Þvottavél.

 
Veitingar/máltíðir

Á gistiheimilinu er aðlaðandi sveitakrá og veitingastaður sem tekur 50-70 manns í sæti. Þetta er tilvalinn staður til hvers kyns mannfagnaða. Áhersla er lögð á þjóðlega, ferska og góða rétti: lamb steikt eða grillað, kjötsúpu, kúrekasúpu, fisk, heimabakað brauð og kökur. Allt lambakjöt er frá bæ gestagjafa, Húsatóftum, og grænmeti kemur frá garðyrkjubændum í nærliggjandi þorpum, Flúðum og Laugarási.

 
Þjónusta/afþreying

Gestgjafar á Hestakránni hafa rekið hestaleiguna Land & hesta síðan sumarið 1987. Í boði eru hestaferðir frá 1 klst. upp í 6 daga ferðir um uppsveitir Suðurlands og inn á hálendið. Stut kennsla og undirbúningur í reiðgerði áður en lagt er af stað. Gönguleiðir. Jarðhitasundlaug í göngufæri við gistiheimilið (800 m). Golf: Selsvöllur (18 holur) á Flúðum (20 km) og Ásatúnsvöllur (9 holur) á Langholti (19 km). Flúðasigling og kanósigling á Hvítá (35 km). Næstu þéttbýlisstaðir með verslunum, veitingastöðum, sundlaug og ýmissi almennri þjónustu: Flúðir (18 km) og Selfoss (27 km).

 
Geysir og Gullfoss

Frá Hestakránni liggja vegir til allra átta um héraðið og ekki langt að aka til nokkurra af kunnustu náttúruperlum á Íslandi. Hjá Geysi (47 km) er kunnasta hverasvæði landsins, kennt við frægasta goshver í heimi, Geysi. Geysir hefur nú tekið sér hvíld en Strokkur, öflug hver sem gýs á 10 til 15 mín. fresti, vekur aðdáun allra sem á horfa. 10 km frá Geysi er frægasti og að því er flestir telja fegursti foss á Íslandi, Gullfoss.

 
Þjórsárdalur, þjóðveldisbær, Hjálparfoss

Þjórsárdalur (37 km) er við jaðar miðhálendisins, skammt frá rótum eldfjallsins Heklu, fallegt svæði þar sem mætast miklar andstæður, gróðurlítið land og blómríkar gróðurvinjar. Byggð í dalnum fór í eyði í Heklugosi árið 1104; þar má sjá endurgerð af bæ frá þjóðveldisöld sem var grainn upp úr vikrinum á síðustu öld. Hér eru indælar gönguleiðir, t.d. Gjáin, og skammt frá veginum um dalinn er hrífandi fallegur foss, Hjálparfoss. Upp úr dalnum má aka áleiðis inn á hálendið eftir ágætum vegi með bundnu slitlagi sem hefur verið lagður í tengslum við virkjanir í jökulfljótinu Þjórsá.

 
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum (73 km) er einstæð og ógleymanleg náttúruperla við norðurenda stærsta stöðuvatns á Íslandi. Staðurinn er eins konar þjóðarhelgidómur Íslendinga þar sem hér var hið forna Alþingi stofnað árið 930, kristni lögtekin árið 1.000 og íslenska lýðveldið formlega stofnað 17. júní 1944. Þingvellir eru víðkunnur staður í heimi jarðfræðinnar því að að hér má sjá á þurru landi skilin milli Ameríku- og Evrasíu-flekans. Um þjóðgarðinn liggja margar merktar gönguleiðir. Í gestastofu þjóðgarðsins er margmiðlunarsýning um sögu og náttúru Þingvalla (opin daglega allt árið 09:00-17:00). Þar einnig minjagripaverslun og upplýsingamiðstöð.

Gestgjafar: Aðalsteinn og Ásrún. 

 

í nágrenni