Hrauneyjar, hálendismiðstöð við SprengisandsvegHrauneyjar, hálendismiðstöð við Sprengisandsveg

Gist­ing, veit­ingar, funda- og nám­skeið­sað­staða. Kortlagðar og merktar gönguleiðir í nágrenni, sumar þeirra góðar skíðagöngu- og reiðleiðir.

Opið allt árið, að undanskildum jólum og áramótum.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Wi-Fi
 • Gufubað / Spa
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Merktar gönguleiðir
 • Veiði / veiðileyfi

Í nágrenni

 • Hekla
 • Þjórsárdalur 33 km
 • Veiðivötn 34 km
 • Landmannalaugar 40 km
 • Sprengisandur
 • Flúðir 90 km
 • Hella 100 km

Hálendismiðstöðina er kjörið að hafa sem dvalarstað og fara þaðan í dagsferðir, jafnt að sumri sem vetri. Í næsta nágrenni eru flestar þekktustu og fjölsóttustu náttúruperlur hálendisins s.s. Landmannalaugar, Hekla, Þjórsárdalur, Veiðivötn og Sprengisandur. Gisting, hádegis- og kvöldverður í boði yfir sumartímann, funda- og námskeiðsaðstaða. Kortlagðar og merktar gönguleiðir í nágrenni, sumar þeirra góðar skíðagöngu- og reiðleiðir. Síðasta þjónusta með bensín o.fl. áður en lagt er á hálendið.

Hrauneyjar eru við veg 26, malbikað alla leið úr Reykjavík.


Hálendismiðstöðin í samvinnu við Veiðifélag Holtamannaafréttar
selur veiðileyfi í eftirfarandi vötn:

Þórisvatn – Kvíslarveitu – Fellsendavatn – Sporðöldulón

Verð fyrir veiðileyfi (ein stöng) í heilan dag er kr 5500.-
Veiðileyfi fyrir heilan dag gildir frá 07:00 til 23:00.

Verð fyrir veiðileyfi (ein stöng) í hálfan dag er kr 3500.-
Veiðileyfi fyrir hálfan dag gildir annað hvort frá frá 07:00 til 14:00 eða frá 16:00 – 23:00

Frítt fyrir 12 ára og yngri (ein stöng)
Leyfilegt agn: Fluga, beita og spúnn.

Þessi svæði eru miklar náttúruperlur og eru veiðimenn sérstaklega hvattir til að ganga vel um umhverfið, aka ekki utan slóða og skilja ekki sorp eftir sig.
Veiðimenn eru hvattir til að skila veiðiskýrslum og færa afla í veiðibók.

Næsta þéttbýli:

Flúðir 90 km, Hella/Selfoss 100 km.

Gestgjafar:  Friðrik og Ingi Þór. 

 

í nágrenni