Hellishólar í Fljótshlíð | Hótel EyjafjallajökullHellishólar í Fljótshlíð | Hótel Eyjafjallajökull

Gisting í herbergjum með sér baðherbergi og 3ja - 4ra manna sumarhúsum, með útsýni til Eyjafjallajökuls, á slóðum Njáls sögu í hlýlegri sveit í Fljótshlíðinni, skammt frá mörgum af kunnustu náttúruperlum á þessu svæði. Tjaldsvæði. Veitingastaður. Heitir pottar. 18 holu golfvöllur á staðnum. Hjólaleiga. Veiðileyfi. Opið allt árið. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Bústaður
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Norðurljósaþjónusta
 • Fundar- / Ráðstefnuherbergi
 • Voffi velkominn
 • Tjaldsvæði
 • Veiði / veiðileyfi

Í nágrenni

 • Golfvöllur á staðnum
 • Fjöldi gönguleiða í nágrenninu
 • Sögusafnið á Hvolsvelli 11 km
 • Lava Center á Hvolsvelli 11 km
 • Golfvöllur á Hellu 20 km
 • Keldur torfbær á Rangárvöllum 28 km
 • Seljalandsfoss 33 km
 • Eyjafjallajökull og eldfjall
 • Landeyjahöfn ferjan til Vestmannaeyja 42 km
 • Skógar byggðasafn 60 km
 • Skógafoss 60 km
 • Landmannalaugar 118 km

Gistiaðstaða

Hellishólar - Hótel Eyjafjallajökull: 16x2 manna og 2x1 manns herbergi, öll með sérbaðherbergi, í sérstakri álmu skammt frá veitingastað/þjónustuhúsi.

Sumarhús – þrjár stærðir: 

 • 5x4ra manna sumarhús í flokki C (40 m2) með tveimur svefnherbergjum, stofu, baðherbergi, örbylgjuofni og sjónvarpi. Í stofu er svefnsófi.
 • 10x3ja manna sumarhús í flokki B (20 m2) með einu litlu svefnherbergi (3 rúmstæði), baðherbergi og stofurými (rúm í stofurýminu).
 • 9x3 ja manna smáhýsi í flokki A (15 m2) með svefn- og eldunaraðstöðu í sama rými (tvö rúm og ein koja). Baðherbergi.

Tjaldsvæði: Á Hellishólum er tjaldstæði með góðri aðstöðu fyrir húsbíla og tjaldvagna; rafmagn, hreinlætisaðstaða, baðhús, þvottavél og þurrkari.

Hundar eru velkomnir á svæðið.

 
Veitingar/máltíðir

Veitingastaðurinn á Hellishólum tekur allt að 180 manns í sæti og er opinn frá morgni til kvölds yfir sumarmánuðina. Á staðnum er bar, Hellishólabarinn (opið til kl. 23:00 á virkum dögum og til kl. 01:00 um helgar á sumrin).

 
Þjónusta/afþreying

Á staðnum er glæsilegur 18 holu golfvöllur, Þverárvöllur. Leiksvæði fyrir börn. Baðhús með sturtum og heitum pottum. Hjólaleiga og fjórhjólaleiga; í boði eru 2 klst. hjólaferðir um sveitina með leiðsögn. Silungsveiði í Hellishólavatni og laxveiði í Þverá. Hestaleiga í Smáratúni (3 km). Daglegar rúturferðir í Þórsmörk frá Hvolsvelli (11 km) og í Landmannalaugar frá Hellu (23 km). 25 mínútna akstur til Landeyjarhafnar þar sem eru daglegar ferjusiglingar til Vestmannaeyja. Næsta þéttbýli með jarðhitasundlaug, verslunum og ýmissi þjónustu við ferðamenn: Hvolsvöllur (11 km).

 
Fossandi lækir og friður í Fljótshlíð

Hellishólar eru á sléttlendi fram undan hlíðarrótum í sveit sem dregur nafn af hlíðinni, Fljótshlíð. Hér er hlýlegt um að litast, mikil náttúrufegurð með stórfenglegu útsýni til Eyjafjallajökuls. Í grennd við hótelið, í hlíðinni og á heiðalöndum ofan hennar eru víða gönguleiðir fyrir unga sem aldna. Í stuttri ökuferð inn með hlíðinni er svo margs að njóta, og freistandi að stíga út úr bílnum og hlusta á nið fossandi lækja á skjólsælum stað þar sem náttúran heilsar okkur með friði og kyrrð.

 
Söguslóðir og miðaldaheimur

Hér í Fljótshlíð og í næstu sveitum er sögusvið Njáls sögu sem er ein þekktasta Íslendinga sagan. Í Sögusetrinu á Hvolsvelli [Njál´s Saga Centre] (11 km) má fræðast um þessa víðfrægu miðaldasögu, heim Íslendinga sagna og norræna goðafræði með hljóðleiðsögn á ýmsum tungumálum. Í Sögusetrinu er jafnframt upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og þar má m.a. fá kort og nánari upplýsingar um helstu sögustaði.

 
Náttúruupplifun í dagsferðum frá Hellishólum

Hellishólar eru hentugur staður til dagsferða um þennan landshluta, hvort sem haldið er í átt til Eyjafjallajökuls og sveitanna við rætur hans eða leiðin liggur í vestur og síðan inn til landsins undir rótum Heklu. Seljalandsfoss (33 km) og Skógafoss (60 km) eru með kunnustu fossum á Íslandi og á Skógum, rétt hjá fossinum fræga, er gott byggðasafn. Fyrir innan Fljótshlíð er Þórsmörk, einstök náttúruperla á milli þriggja jökla og afar vinsæll áfangastaður útivistarfólks og náttúruunnenda (áætlunarferðir frá Hvolsvelli). Undan landi rísa Vestmannaeyjar úr sæ og þangað er aðeins 35 mín. ferjusigling frá Landeyjahöfn (42 km).

Gestgjafi: Víðir. 

 

í nágrenni