Hótel Fljótshlíð, SmáratúnHótel Fljótshlíð, Smáratún

Umhverfisvottaður gististaður með glæsilegu útsýni til Eyjafjallajökuls á söguslóðum í Fljótshlíðinni. Fjölbreyttir gistimöguleikar og afþreying í boði. Veitingastaður í byggingum sem áður voru hlaða og fjós. Áhersla lögð á hráefni beint frá býli. Mikil áhersla er lögð á sjálfbærni í rekstri. Opið allt árið. 

Veldu dagsetningar
Frá:14.900 kr.
hver dvöl
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Bústaður
 • Hefðbundinn búskapur
 • Wi-Fi
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Eldunaraðstaða
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Hleðslustöð
 • Aðstaða fyrir fatlaða
 • Norðurljósaþjónusta
 • Svansmerkið
 • Fundar- / Ráðstefnuherbergi

Í nágrenni

 • 9 holu golfvöllur 1 km
 • Jarðhitasundlaug á Hvolsvelli 13 km
 • Sögusetur á Hvolsvelli 13 km
 • Seljalandsfoss 24 km
 • Eyjafjallajökull
 • Bakki flugvöllur, flug til Vestmannaeyja 38 km
 • Skógarfoss og byggðasafn 51 km
 • Þórsmörk 54 km

Gistiaðstaða

Hótel Fljótshlíð: 12 tveggja manna og 2 þriggja manna herbergi með sérbaðherbergi og öllum helstu þægindum. Sjónvarp í hverju herbergi er tengt við gervihnattadisk.

Smáratún/Smáhýsi: 5x-2ja-3ja manna smáhýsi (15 m2) með tvíbreiðu rúmi og einbreiðu rúmi. Baðherbergi með sturtu, lítill borðkrókur og sjónvarp. Sængur og koddar fylgja húsunum. Gestir njóta aðgangs að fullbúinni sameiginlegri eldunaraðstöðu í matsal á gistiheimili.

Smáratún/Sumarhús: 2x4ra manna sumarhús (48m2 - 2 svefnherberbergi og svefnloft) og 1x4ra manna sumarhús (40m2 - 2 hjónaherbergi).
Í öllum húsunum er fullbúið eldhús, sjónvarp og DVD-spilari. Á verönd við hvert hús er gasgrill og garðhúsgögn. Sængur og koddar fylgja húsunum. 

 
Veitingar/máltíðir

Veitingasalir á Hótel Fljótshlíð nefnast einu nafni Hlaðan. Þeir eru í byggingum sem áður voru hlaða og fjós á bænum. Stærri salurinn, þar sem borinn er fram morgunverður, tekur allt að 130 manns í sæti og hentar vel fyrir fundi og samkomur. Kvöldverðarsalur hótelsins tekur allt að 35 manns í sæti. Hann er opinn daglega á sumrin kl. 18:00 til 20:30. Í boði er þriggja rétta matseðill dagsins og að auki réttir af matseðli. Panta þarf máltíð fyrirfram á veturna. Lögð er áhersla á hráefni úr heimbyggð og beint frá býli; íslenskar landnámshænur sjá veitingastaðnum fyrir eggjum og allt nautakjöt, sem er á boðstólum í Smáratúni, er frá býlinu sjálfu. Vínveitingar. Báðir salir hafa hlotið vottun fyrir aðgengi hjólastóla frá ACCESS ICELAND.

 
Í fararbroddi í umhverfisvernd

Hótel Fljótshlíð er með virka umhverfisstefnu og er hótelið með viðurkenningu norræna umhverfismerkisins Svansins.

Viðurkenning Norræna umhverfismerkisins Svansins

 
Þjónusta/afþreying

Hestaleiga, gróðursetning vegna kolefnisjöfnunar og gæsa- og silungsveiði á staðnum. Næsti golfvöllur (18 holur) á Hellishólum, Þverárvöllur (3 km). 18 holu golfvöllur, Strandarvöllur, 7 km í vestur frá Hvolsvelli (20 km). Kaffi Langbrók, kaffihús og sveitakrá (4 km). Daglegar rúturferðir í Þórsmörk frá Hvolsvelli (13 km) og í Landmannalaugar frá Hellu (25 km). 25 mínútna akstur til Landeyjarhafnar þar sem eru daglegar ferjusiglingar (35 mín.) til Vestmannaeyja. Næsta þéttbýli með jarðhitasundlaug, verslunum og ýmissi þjónustu við ferðamenn: Hvolsvöllur (13 km).

 
Einstæð náttúrufegurð á söguslóðum Njálu

Hótel Fljótshlíð/Smáratún er miðsvæðis á slóðum þar sem náttúruunnendur, útivistafólk og áhugamenn um sögu liðinna alda hafa úr mörgu að velja. Sveitin sjálf, Fljótshlíð, er undurfagurt göngusvæði og útsýni þaðan glæsilegt til Eyjafjallajökuls og niður til strandar. Hér er jafnframt sögusvið frægustu Íslendinga sögunnar, Njáls sögu, og á Hvolsvelli er Sögusetrið [Njals's Saga Centre].

 
Þórsmörk, fossaperlur, Vestmannaeyjar, Hekluslóðir

Inn af Fljótshlíð er Þórsmörk, gróðurvin, töfraheimur og náttúruperla á milli þriggja jökla, ein þekktasta og vinsælasta útivistarparadís göngu- og fjallafólks. Af öðrum kunnum stöðum má svo nefna Seljalandsfoss (24 km) og Skógafoss (51 km). Dagsferð til Vestmannaeyja með ferjunni (35 mín.) er ógleymanlegt ævintýri og á milli þorpanna Hvolsvallar og Hellu liggja vegir upp að rótum frægasta eldfjalls á Íslandi, Heklu.

Gestgjafar: Sigurður, Arndís og Ívar. 

 

í nágrenni