Skúrinn - The GarageSkúrinn - The Garage

Gisting í 10 fallegum litlum stúdíóíbúðum, 2ja, 3ja og 4ra manna og einni 4ra manna íbúð í þremur nýinnréttuðum byggingum á bænum Varmahlíð undir Eyjafjöllum, við hringveginn nr.1 þar sem hann liggur fyrir ofan Holtsós. Friðsæll staður undir fjallsrótum með niðandi fossa að bæjarbaki og hrífandi útsýni til sjávar. Paradís göngu- og útivistarfólks og stutt að fara til að sjá allar helstu náttúruperlur á þessum slóðum og njóta margbreytilegrar afþreyingar- og fræðsluþjónustu fyrir ferðamenn.

Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Íbúð
 • Wi-Fi
 • Eldunaraðstaða
 • Sjónvarp inni á herbergjum
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

 • Hestaleiga  3 km
 • Skógafoss   12 km
 • Skógar byggðasafn 12 km 
 • Seljalandsfoss 14 km
 • Sólheimajökull 25 km 
 • Reynisfjara  30 km
 • Hvolsvöllur  36 km
 • Vík  45 km
 • Þórsmörk 45 km 

Gistiaðstaða

4x2ja manna, 4x3ja manna og 2x4ra manna stúdíóíbúðir og 1x4ra manna séríbúð. Í 2ja manna og 3ja manna íbúðunum eru einbreið rúm en í 4ra manna íbúðunum eru 2 einbreið rúm og 1 tvöfaldur svefnsófi. Í hverri íbúð er eldhúskrókur, sérbaðherbergi og setu/borðstofurými. Verönd hjá hverri íbúð með garðhúsgögnum. Sérinngangur í 6 íbúðir (allar íbúðir með sérútgangi á verönd). Íbúðirnar eru í þremur byggingum á bænum sem áður voru vélaskemma og fjós en hefur verið breytt frá grunni og innréttaðar á vandaðan hátt í eilítið grófum en hlýlegum og björtum sveitastíl með nútímalegu yfirbragði. Í stærstu byggingunni, nýrra „fjósinu“, er móttaka og lítil setustofa. Úr öllum íbúðunum er útsýni til sjávar yfir Holtsós og að auki til fjalls úr sumum íbúðum.

Þjónusta

Í hverri stúdíóíbúð er vel búinn eldhúskrókur með öllum nauðsynlegum áhöldum til matargerðar og borðhalds (og að auki kaffi, te, mjólk, matarolía, sojasósa, pipar, salt og sykur). Næstu matvöruverslanir eru á Hvolsvelli (35 km) og í Vík (40 km).  Í grenndinni eru nokkrir ágætir veitingastaðir, t.d. á Hótel Önnu (2 km) og á Hótel Skógafossi (12 km). Matsölu- og veitingastaðir eru einnig á Hvolsvelli og í Vík í Mýrdal. 

Afþreying

Góðar gönguleiðir í grennd við gististaðinn og víðar á þessum slóðum. Hestaferðir frá Skálakoti (3 km). Vélsleðaferðir, jöklagöngur og ísklifur á Sólheimajökli. Bátsferðir á hjólabát við Dyrhólaey. Áhugavert byggða- og fjarskiptasögusafn á Skógum. Næsta þéttbýli: Hvolsvöllur (35 km); þar eru m.a. góð útisundlaug, ýmis ferðaþjónustufyriræki, Sögusetrið (Njals's Saga Centre), Eldfjalla- og jarðskjálftasýningin Lava Centre, verslanir og vínbúð.

Slakið á og njótið náttúrunnar

Í Varmahlíð var stundaður hefðbundinn búskapur allt fram til síðustu aldamóta. Gestgjafar eru nú með 25 kindur á húsi og hund og kött. Gestum er heimilt að ganga um alla jarðeignina þar sem er mikil náttúrufegurð og foss til prýði í klettunum ofan við bæinn. Salat og kál er ræktað á bænum og á sumrin liggur uppskeran gjarnan frammi til nota fyrir gesti eins og hver vill. Í Holtsósi er silungur og ef heppnin er með veiðimanni og gestum er nýr silungur í boði. 

Seljalandsfoss, Þórsmörk, Vestmannaeyjar

Skúrinn – The Garage í Varmahlíð er tilvalinn gististaður þegar ætlunin er að kanna náttúrufegurð miðsvæðis við suðurströnd landsins, hvort sem er í byggð eða í fjalllendinu undir Eyjafjalla- og Mýrdalsjökli. Í vesturátt er stutt að aka að Seljalandsfossi, á Hvolsvöll og inn Fljótshlíð eða niður í Landeyjahöfn (15 km) þar sem má taka ferjuna á sumrin til Vestmannaeyja. Í Þórsmörk eru 45 km frá Varmahlíð en þeir, sem eru ekki á vel búnum jeppum og vanir að aka yfir ár, ættu að taka áætlunarferðir í Þórsmörk frá Hvolsvelli.

Skógafoss, vinsælasta byggðasafn, Reynisfjara

Sé haldið í austur frá Skúrnum er úr mörgu að velja. Að Skógafossi eru 12 km og tilvalið að ganga upp á fossbrúnina og dágóðan spöl upp með ánni á  heiðinni þar sem 26 minni fossar gleðja augað. Gestir ættu heldur ekki að sleppa því að eiga dagstund í Byggðasafninu á Skógum. Í sömu ferð er svo sjálfsagt að heimsækja Dyrhólaey og Reynisfjöru eða ganga upp að Sólheimajökli.  

Gestgjafar: Anna Birna og Sigurður Jakob

 

í nágrenni