Hótel AnnaHótel Anna

Lítið fjölskyldurekið sveitahótel í gömlum, rómantískum stíl á bænum Moldnúpi undir suðurhlíðum Eyjafjallajökuls. Við hótelið er boðið upp á gistingu í 10 íbúðum sem rúma allt að 5 gesti. Notalegur og friðsæll dvalarstaður í fallegri sveit. Gönguleiðir. Einstakar náttúruperlur og staðir, kunnir fyrir náttúrufegurð, í næsta nágrenni. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Hefðbundinn búskapur
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Gufubað / Spa
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Sjónvarp inni á herbergjum
 • Aðstaða fyrir fatlaða
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

 • Eyjafjallajökull
 • Eyjafjallajökull upplýsingamiðstöð 9 km
 • Seljalandsfoss 14 km
 • Skógafoss 15 km
 • Skógar byggðasafn 15 km
 • Landeyjahöfn, ferjan til Vestmannaeyja 27 km
 • Jöklagöngur og ísklifur á Sólheimajökul 27 km
 • Þórsmörk 43 km

Gistiaðstaða

Hótelherbergi - 7x2 manna herbergi með sjónvarpi og sérbaðherbergi. Hvert herbergi er búið sínum sérstöku húsgögnum og hefur sitt sérstaka yfirbragð, en lögð er áhersla á vandaðan húsbúnað og andrúmsloft sem minnir á fyrstu áratugi 20. aldar. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Heitur pottur og sána eru til afnota fyrir gesti. 

Íbúðir - Við hliðina á hótelinu eru 10 íbúðir; 9 íbúðir eru með einu hjónaherbergi og svefnsófa í stofu og 1 íbúð er stærri (40m2) með 2 svefnherbergjum (1x 2ja manna og 1x eins manns) og svefnsófa í stofu. Í öllum íbúðunum er fullbúið eldhús og í stofu er sjónvarp og þráðlaust net. Aðgangur að heitum potti og sauna. Morgunverður er ekki innifalinn en hægt er að kaupa hann sérstaklega.

 
Veitingar/máltíðir

Veitingahúsið Önnuhús er hlýlegur veitingastaður í gömlu, uppgerðu fjósi sem rúmar 45 manns í sæti. Lögð er áhersla á ferskt hráefni úr héraði og rétti þar sem byggt er á hefðbundnum íslenskum uppskriftum. Fjölbreyttur og góður morgunverður og yfir daginn er boðið upp á létta rétti, kökur, kaffi og aðra drykki. Kvöldverður fyrir gesti og gangandi er framreiddur kl. 18:30-21:00. Sérstakur hópmatseðill. Vínveitingar.

 
Þjónusta/afþreying

Góð aðstaða til veisluhalda og fundahalda, m.a. í sérstökum sal sem rúmar 70 manns. Gönguleiðir í grennd við hótelið og víðar á þessum slóðum. Hestaferðir frá næsta bæ, Skálakoti (800 m). Vélsleðaferðir á Sólheimajökul. Bátsferðir á hjólabát við Dyrhólaey. Áhugaverð söfn á Skógum og Þorvaldseyri. Næsta þéttbýli: Hvolsvöllur (33 km); þar eru m.a. sundlaug, ýmis ferðaþjónustufyrirtæki, verslanir, áfengisverslun og Sögusetrið [Njals's Saga Centre]. 7 km eftir þjóðvegi 1 í vestur frá þorpinu á Hvolsvelli er 18 holu golfvöllur, Strandarvöllur. Á Moldnúpi er hrossaræktarbú.

 
„A Dairymaid Travels the World“

Hótel Anna ber nafn Sigríðar Önnu Jónsdóttur sem fluttist nokkurra mánaða með foreldrum sínum að Moldnúpi árið 1901, ólst þar upp og kenndi sig við bæinn. Hún var sjálfmenntuð alþýðukona, vinnukona, fjósakona og vefari sem lagði upp, tæplega fimmtug og ein síns liðs, í ferðalög um nokkur lönd í Vestur-Evrópu og brá sér að síðustu, á sjötugsaldri, yfir til Bandaríkjanna. Hún skrifaði m.a. fimm bækur um þessar ferðir sínar og gaf þær út á eigin kostnað. Ein þeirra, „Fjósakona fer út í heim“, hefur verið þýdd á ensku. Á hótelinu hefur verið sett upp sýning um ævi og ritstörf Sigríðar Önnu sem lést árið 1979.

 
Eyjafjallajökull, Skógafoss, Byggðasafnið á Skógum

Eyjafjallasveit og jökullinn að baki hennar komust í heimsfréttir vorið og sumarið 2010 þegar gaus í Eyjafjallajökli. Ummerki eftir þessar náttúruhamfarir eru nú horfin en á móti ferðamanninum tekur hrífandi fallegt landslag, stórbrotið og hlýlegt í senn. Við Skóga (16 km) er Skógafoss, einn af fegurstu fossum á Íslandi. Hægt er að ganga upp brekkuna hjá fossinum; er tilvalið að bregða sér stuttan spöl inn á heiðarbrúnina ofan við fossinn og njóta þar útsýnis og friðsældar í náttúrunni. Á Skógum er einnig gott byggðasafn sem allir hafa ánægju af að heimsækja, börn og fullorðnir.

 
Jöklaferðir, Dyrhólaey, Seljalandsfoss, Vestmannaeyjar

Við Sólheimajökul (25 km) gefst tækifæri til að fara í vélsleða- eða jeppaferðir upp á jökul. Aðrir víðkunnir staðir í austurátt eru Dyrhólaey (41 km) og Reynisfjara (52 km). Á Þorvaldseyri (8 km) er Gestastofa [Eyjafjallajokull Visitor Centre] þar sem brugðið upp myndum frá gosinu í Eyjafjallajökli og rakin saga eldgosa á Suðurlandi. Að Seljalandsfossi eru 14 km en til Þórsmerkur, náttúruperlunnar norðan jökla, eru 43 km. Frá Landeyjahöfn (27 km) má taka ferju yfir til Vestmannaeyja (35 mín.). Í dagsferð til eyjanna má m.a. skoða mjög áhrifaríkt safn um eldgosið árið 1973 og afleiðingar þess.

Gestgjafi:  Einar 

 

í nágrenni