Vellir í MýrdalVellir í Mýrdal

Gistihús á grænum völlum undir hömrum girtu stöku fjalli, Pétursey, í Mýrdal á Suðausturlandi, 1,2 km frá þjóðvegi 1. Fagurt útsýni til Mýrdalsjökuls og til strandar þar sem Dyrhólaey mætir úthafsöldunni með svörtu bjargi, iðandi af fugalífi. Margar þekktar náttúruperlur í næsta nágrenni og í hálfrar til einnar klukkustundar akstur frá hótelinu. Opið frá 1. febrúar til 1. desember.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Hefðbundinn búskapur
 • Wi-Fi
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Merktar gönguleiðir
 • Voffi velkominn

Í nágrenni

 • Mýrdalsjökull 
 • Jöklagöngur og ísklifur á Sólheimajökli 13 km
 • Dyrhólaey 13 km
 • Skógafoss 16 km
 • Skógar byggðasafn 16 km
 • Jarðhitasundlaug og golf í Vík 19 km
 • Reynisdrangar 20 km

Gistiaðstaða

3x2 manna og 2x3 manna herbergi með sérbaðherbergi. 4x2 manna herbergi með handlaug og sameiginlegri snyrtingu. Ókeypis þráðlaust netsamband.

Gæludýr eru leyfð í samráði við gestgjafa.

 
Veitingar/máltíðir

Bjartur matsalur með útsýni. Morgunverðarhlaðborð og kvöldverður af matseðli. Vínveitingar.

 
Þjónusta/afþreying

Bátsferðir með hjólabát (10 km). Vélsleða- og jeppaferðir á Mýrdalsjökul (10 km). Fallegar gönguleiðir við ströndina og til heiða og á fjöllum ofan við Mýrdal. Næsta þéttbýli með verslun og sundlaug er þorpið Vík í Mýrdal (19 km). Hjá Vík er 9 holu golfvöllur.

 
Dyrahóley, fuglaparadís með glæsilegu útsýni

Niður á Dyrhólaey, eitt helsta aðdráttarafl náttúruskoðara á þessum slóðum, eru 13 km frá Völlum. Dyrhólaey er friðlýstur höfði með standbjörgum sjávarmegin en aflíðandi brekku til landsins. Voldugur gatklettur gengur suður úr höfðanum. Í Dyrhólaey er mikið fuglalíf og þess að vænta að lundinn taki á móti gestum. Austur af Dyrhólaey er Reynisfjara (20 km). Þung úthafsaldan fellur þar að svörtum sandfjörum og undir fjallinu austan megin eru sérstæðir stuðlabergsklettar og hellisskútar. Undan landi rísa tröllslegir Reynisdrangar upp úr sjónum.

 
Heiðar, fjöll, dalir, gljúfur og jöklar

Heiðalöndin og fjöllin ofan við sveitina, á milli hennar og Mýrdalsjök-uls, eru stórbrotið og fjölbreytilegt svæði þar sem göngufólk og brattgengir fjallamenn geta átt yndislegar stundir í kyrrð og næði í nánum tengslum við náttúruna. Sólheimajökull, lengsti skriðjökull á Íslandi, gengur í suður úr Mýrdalsjökli (13 km frá Völlum). Á jökulinn, sem er gott dæmi um sköpunarmátt náttúrunnar, eru í boði jökulgöngur með leiðsögumanni og ísklifur fyrir þá allra hörðustu. Einnig eru í boði vélsleðaferðir og ferðir á sérbúnum jeppum á Mýrdalsjökul (frá bænum Ytri-Sólheimum, 8 km).

 
Fossaniður, minjar frá fyrri tíð, bærinn við eldfjallið

Skógafoss (16 km) og Seljalandsfoss (42 km) eru með kunnustu náttúruperlum landsins. Á Skógum (16 km) er fjölbreytt og fróðlegt minja- og byggðasafn sem gefur góða mynd af lífi og kjörum íbúa á þessum slóðum á fyrri tíð. Vestmannaeyjar eru undan suðurströndinni. Frá Landeyjahöfn (56 km) er hægt að taka ferju til eyjanna (30 mín.) að morgni og snúa aftur til lands að kvöldi. Heimsókn til Vestmannaeyja er drjúg en skemmtileg dagsferð frá Völlum.

Gestgjafar: Sigurbjörg og Einar. 

 

í nágrenni