Hótel Dyrhólaey í MýrdalHótel Dyrhólaey í Mýrdal

Vel búið sveitahótel í Vík í Mýrdal, 9 km vestan við þorpið. Staðsett á hárri hæð, með fagurt útsýni niður grösuga sveit til hafs og Dyrhólaeyjar, og upp til fjalla þar sem jökulinn ber við himinn. Fjölmargir kunnir ferðamannastaðir eru í næsta nágrenni og margt í boði til afþreyingar, útivistar og upplifunar fyrir náttúruunnendur og útivistarfólk. Margir sem gista hér hafa hótelið sem miðpunkt í sínu ferðalagi um Suðurlandið.

Opið allt árið. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Sjónvarp inni á herbergjum
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Aðstaða fyrir fatlaða
 • Norðurljósaþjónusta

Í nágrenni

 • Mýrdalsjökull 
 • Dyrhólaey 9 km
 • Jarðhitasundlaug og golf í Vík 9 km
 • Reynisfjara 11 km
 • Snjósleðaferðir á Sólheimajökul, jöklagöngur og ísklifur 21 km
 • Skógafoss 24 km
 • Skógar byggðasafn 24 km

Gistiaðstaða

Á hótelinu eru 150 herbergi: tveggja manna standard og superior herbergi og fjölskylduherbergi. Öll eru þau með sérbaðherbergi, sjónvarpi, hraðsuðukatli og hárþurrku. Ókeypis þráðlaust netsamband í öllum herbergjum.

 
Veitingar/máltíðir

Veitingastaður hótelsins býður upp á þriggja rétta matseðil. Hefðbundnir íslenskir réttir í bland við vegan rétti og ýmsa aðra rétti. Matsalurinn er með glæsilegu útsýni til Dyrhólaeyjar og rúmar tæplega 200 gesti. Einnig má þar finna einstakan bar úr rekavið og pallettum, þar sem fjölbreytt úrval drykkja er í boði. Hádegisverður er í boði en panta þarf fyrirfram. Morgunverður er innifalinn í gistiverði.

 
Þjónusta/afþreying

Líkamsrækt er á staðnum fyrir gesti. Aðgangur er innifalinn fyrir superior herbergi og fæst gegn vægu gjaldi fyrir standard herbergin. Þvottaþjónusta er í boði. Á veturna er hægt að biðja móttökuna um tilkynningu um norðurljós. Það er mikið hægt að sjá og gera á Suðurlandinu og margt er í nágrenni hótelsins. Má þar nefna fuglaskoðun, jöklaferðir, gönguferðir, hestaferðir, söfn og sýningar, gólf, zip line, paragliding, ferjusiglingu til Vestmannaeyja o.fl. Frá hótelinu eru fallegar gönguleiðir og er hægt að fá kort yfir gönguleiðir á hótelinu. Næsta verslun og sundlaug er í Vík (9 km).

 
Náttúruparadísin Dyrhólaey

Dyrhólaey, eitt helsta aðdráttarafl náttúru- og fuglaskoðara á þessum slóðum, er í 9 mín. akstursfjarlægð frá hótelinu. Dyrhólaey er friðlýstur höfði með þverhníptu bjargi í sjó fram en aflíðandi brekku til landsins. Suður úr höfðanum gengur gatklettur. Dyrhólaey er víðfræg fyrir mikið fuglalíf og fagurt útsýni. Austur af Dyrhólaey er Reynisfjara (11 km). Þar falla öldur Norður-Atlantshafs að svörtum fjörusandi en í fjallsrótum upp af fjörunni austan megin eru listlegar jarðmyndanir úr stuðlabergi, stallar og hellisskútar. Fjær rísa Reynisdrangar upp úr sjónum, steingerð tröll.

 
Freistandi gönguleiðir og stefnumót við jökulinn

Frá jaðri Mýrdalsjökuls og niður að byggðinni er allvíðlent svæði þar sem skiptast á fjöll og hálsar, dalir og gljúfur; fjölbreytt, hlýlegt og jafnframt stórbrotið land fyrir göngufólk. Hægt er að fara í ferðir á skriðjöklana Sólheimajökul og Kötlujökul; jökulgöngur, ísklifur og íshellaferðir. Einnig eru í boði vélsleðaferðir og ferðir á sérbúnum jeppum á Mýrdalsjökul (frá bænum Ytri-Sólheimum, 15 km).

 
Fossar, byggðasafn, Vestmannaeyjar

Skógafoss (24 km) og Seljalandsfoss (50 km) eru með kunnustu náttúruperlum landsins. Á Skógum (24 km) er fjölbreytt og fróðlegt minja- og byggðasafn sem gefur góða mynd af lífi og kjörum íbúa á þessum slóðum á fyrri tíð. Vestmannaeyjar eru undan suðurströndinni. Frá Landeyjahöfn (64 km) er hægt að taka ferju til eyjanna (30 mín.) að morgni og snúa aftur til lands að kvöldi. Heimsókn til Vestmannaeyja er drjúg en hrífandi dagsferð frá Hótel Dyrhólaey.

Gestgjafar:  Margrét og Steinþór. 

 

í nágrenni