Gistiaðstaða
88 tveggja manna og fjölskylduherbergi með sérbaðherbergi, sjónvarpi, hraðsuðukatli, hárþurrku og síma. Ókeypis þráðlaust netsamband.
Veitingar/máltíðir
Morgunverður er innifalinn í gistiverði. Stór matsalur með glæsilegu útsýni til strandar. Kvöldverður. Hádegisverður fyrir hópa. Bar.
Þjónusta/afþreying
Fallegar gönguleiðir; hægt að fá kort yfir nokkrar gönguleiðir á hótelinu. Fuglaskoðun. Jöklaferðir með leiðsögumanni. Hestaleiga. Bátsferðir frá Dyrhólaey. 30 mín. ferjusigling til Vestmannaeyja. Byggðasafn. Næsta verslun og sundlaug er í þorpinu Vík (9 km) og þar er einnig 9 holu golfvöllur.
Náttúruparadís fuglaskoðara, stuðlabergsmyndir
Dyrhólaey, eitt helsta aðdráttarafl náttúruskoðara á þessum slóðum, er í 9 mín. akstursfjarlægð frá hótelinu. Dyrhólaey er friðlýstur höfði með þverhníptu bjargi í sjó fram en aflíðandi brekku til landsins. Suður úr höfðanum gengur gatklettur. Dyrhólaey er víðfræg fyrir mikið fuglalíf og fagurt útsýni. Austur af Dyrhólaey er Reynisfjara (11 km). Þar falla öldur Norður-Atlantshafs að svörtum fjörusandi en í fjallsrótum upp af fjörunni austan megin eru listlegar jarðmyndanir úr stuðlabergi, stallar og hellisskútar. Fjær rísa Reynisdrangar upp úr sjónum, steingerð tröll.
Freistandi gönguleiðir og stefnumót við jökulinn
Frá jaðri Mýrdalsjökuls og niður að byggðinni er allvíðlent svæði þar sem skiptast á fjöll og hálsar, dalir og gljúfur; fjölbreytt, hlýlegt og jafnframt stórbrotið land fyrir göngufólk. Sólheimajökull, lengsti skriðjökull á Íslandi, gengur í suður úr Mýrdalsjökli (21 km frá Hótel Dyrhólaey). Hægt er að fara í jökulgöngu og ísklifur með leiðsögumanni á Sólheimajökli. Einnig eru í boði vélsleðaferðir og ferðir á sérbúnum jeppum á Mýrdalsjökul (frá bænum Ytri-Sólheimum, 8 km).
Fossar, byggðasafn, Vestmannaeyjar
Skógafoss (24 km) og Seljalandsfoss (50 km) eru með kunnustu náttúruperlum landsins. Á Skógum (24 km) er fjölbreytt og fróðlegt minja- og byggða¬safn sem gefur góða mynd af lífi og kjörum íbúa á þessum slóðum á fyrri tíð. Vestmannaeyjar eru undan suðurströndinni. Frá Landeyjahöfn (64 km) er hægt að taka ferju til eyjanna (30 mín.) að morgni og snúa aftur til lands að kvöldi. Heimsókn til Vestmannaeyja er drjúg en hrífandi dagsferð frá Hótel Dyrhólaey.
Gestgjafar: Margrét og Steinþór.