Hali í SuðursveitHali í Suðursveit

Sveitahótel, veitingastaður og safnið Þórbergssetur í sveitinni suðaustur af Vatnajökli, skammt frá Jökulsárlóni. Hali stendur spölkorn frá ströndinni, með útsýni til hafs og til Vatnajökuls í vestri. Upp af staðnum og sveitinni rísa hömrum girt fjöll, skorin af giljum og dölum. Stórbrotið umhverfi sem fóstraði einn af frægustu rithöfundum Íslendinga á 20. öld. 

Opið frá 1. febrúar til 31. október. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Íbúð
 • Hefðbundinn búskapur
 • Wi-Fi
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Sjónvarp inni á herbergjum
 • Fundar- / Ráðstefnuherbergi

Í nágrenni

 • Þórbergssetur
 • Gönguleiðir og kostur á fuglaskoðun
 • Jökulsárlón 13 km
 • Vatnajökull 20 km
 • Ingólfshöfði 50 km
 • Skaftafell 70 km
 • Höfn 70 km

Gistiaðstaða

Sveitahótel með alls 35 vel útbúin herbergi öll með sérbaði og sjónvarpi.  Herbergin eru í nokkrum byggingum í göngufæri frá Þórbergssetrinu þar sem veitingastaður, safnið og móttakan eru staðsett.  

Einnig er í boði gisting í tveimur íbúðum, á neðri eða efri hæð, í nýuppgerðu húsi. Í hvorri íbúð eru tvö svefnherbergi og þar geta fjórir gist. Einnig baðherbergi, eldhús og stofa með sjónvarpi.

Ókeypis þráðlaust netsamband í öllum herbergjum, í móttöku óg á veitingastaðnum. 

 
Veitingar/máltíðir

Veitingastaður með bar, opinn allt árið. Panta þarf kvöldverð fyrirfram fyrir hópa. Morgunverðarhlaðborð, hádegis- og kvöldverður og léttar máltíðir. Lögð er áhersla á heimafengið hráefni, lambakjöt af bænum og ýmsa rétti með bleikju sem ræktuð er á Hala.

 
Þjónusta/afþreying

Merktar gönguleiðir. Fuglaskoðun. Þórbergssetur, safn um ævi og verk rithöfundarins sem ólst upp á Hala. 13 km að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi. Skoðunarferðir á Vatnajökul. Næsta þéttbýli með verslun, sundlaug, golfvelli og söfnum er Höfn (70 km).

 
Umhverfi sem heillar náttúruunnendur

Landslag á suðausturströnd Íslands, undir rótum Vatnajökuls, er einstakt. Þar mæta auganu miklar andstæður, blátt haf, svört sandfjara, grænar sveitir, hamraveggir, stórskorin fjöll og hvítt jökulhvel. Á Hala og í næsta nágrenni eru óskalönd útivistar- og göngufólks, hvort sem fólk vill halda sig við jafnsléttu eða reyna á þol og færni fjallagarpsins.

 
Safn sem gefur fortíðinni líf

Þórbergssetur á Hala, sambyggt veitingastaðnum, er vandað og fjölbreytt safn um ævi og verk Þórbergs Þórðarsonar, eins af kunnustu rithöfundum Íslendinga á 20. öld. Hann fæddist og ólst hér upp. Í safninu má m.a. fræðast um sögu staðarins og sjá manngengt líkan af fjósabaðstofunni á Hala á uppvaxtarárum rithöfundarins undir lok 19. aldar.

 
Jökulsárlón, jöklaferðir, Skaftafell

Frá Hala eru 13 km að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi, einhverjum kunnasta stað á Íslandi. Stóra jaka, sem brotna í sífellu úr skriðjökli, rekur um lónið í átt til sjávar. Á siglingu um lónið getur fólk notið þessara listaverka náttúrunnar í návígi. Í um 20 km akstur í austur frá Hala eru í boði kynnisferðir á sérbúnum jeppum og vélsleðum upp á suðurjaðar Vatnajökuls. Silfurglitrandi hjarnið, jöklabirtan og stórkostlegt útsýnið skapa í sameiningu ógleymanlega upplifun. Til Skaftafells, sem er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði, eru 70 km í vesturátt.

 
Gestgjafar:
Þorbjörg og Fjölnir.

 

í nágrenni