Skipalækur í FellumSkipalækur í Fellum

Á gistiheimilinu er boðið upp á herbergi með og án sérbaðs, sumarhús og svefnpokapláss á fallegum stað á bökkum Lagarfljóts, innan við 3 km frá þéttbýlinu Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði á norðaustur-Íslandi. Gott tjaldsvæði. Hestaleiga. Fjölbreyttir möguleikar til gönguferða, afþreyingar og útivistar. Góð staðsetning fyrir skoðunarferðir um héraðið og Austfirði. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:11.000 kr.
hver nótt á herbergi
Bóka

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Bústaður
 • Wi-Fi
 • Eldunaraðstaða

Í nágrenni

 • Hestaleiga á Skipalæk
 • Lagarfljót
 • Golf
 • Egilsstaðir 3 km (kaffihús/veitingastaður, sundlaug, upplýsingamiðstöð ferðamanna)
 • Hallormsstaðaskógur 30 km
 • Hengifoss 37 km
 • Seyðisfjörður 39 km
 • Skriðuklaustur safn 42 km

Gistiaðstaða

5 sumarhús á bökkum Lagarfljóts með fögru útsýni, 3x4 manna hús (1-2 svefnherbergi og svefnloft) og 2x2 manna hús (1 svefnherbergi). Baðherbergi með sturtu, eldhúskrókur með tveimur eldavélarhellum og ísskáp. Lítið sjónvarp, útvarp og gasgrill.

6 herbergi með sérbaðherbergi og móttaka eru í byggingu næst við hús ábúenda á Skipalæk. Herbergi með sameiginlegu baðherbergi í húsi ábúenda og í húsi hinum megin við veginn.

Eldunaraðstaða fyrir gesti sem dveljast í herbergjum með sameiginlegu baðherbergi og í svefnpokaplássi.

Gott tjaldsvæði með snyrtiaðstöðu.

 
Veitingar/máltíðir

Morgunverðarhlaðborð fyrir gesti yfir sumartímann (01.05-30.09). Yfir vetrartímann er eldunarastaða í boði fyrir þá gesti sem gista í herbergjum sem deila baðherb. og í sumarhúsunum. Næstu veitingastaðir, bakarí og matvöruverslanir í Fellabæ (500 m) og á Egilsstöðum (3 km).

 
Þjónusta/afþreying

Hestaleiga á Skipalæk; í boði eru stuttar ferðir um fallegt svæði. Einnig eru seld veiðileyfi á bænum. Handverk til sýnis. Nokkurra mínútna gangur í golf á Ekkjufellsvelli, 9 holur, par 35 (500 m). Fjölbreyttir möguleikar, á sumrin og veturna, til hvers konar afþreyingar og útivistar í næsta nágrenni við Skipalæk. Til þéttbýlisins Egilsstaða, þar sem eru verslanir, veitingastaðir, góð sundlaug og ýmis almenn þjónusta, eru aðeins 3 km frá Skipalæk. Á Egilsstöðum er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, East Iceland Tourist Information Centre, þar sem má fá m.a. gott gönguleiðakort af svæðinu. Reglulegar áætlunarferðir í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Til Seyðisfjarðar, þar sem ferjan Norræna leggur að bryggju, eru 30 km.

 
Fljótsdalshérað – heillandi heimur frá fjöru til fjalla

Skipalækur stendur á bökkum Lagarfljóts, í suðurjaðri þorpsins Fellabæjar, skammt frá brúnni yfir fljótið (vegur nr 1) og Egilsstaðaflugvelli sem er þar hinum megin á bakkanum. Héðan liggja vegir til allra átt í skoðunarferðir um Fljótsdalshérað, fallegt, fjölbreytt og einkar veðursælt í suðlægum áttum. Náttúruunnendur og göngufólk hafa um margt að velja, t.d. Stórurð undir Dyrfjöllum, Hengifoss (næsthæsta foss á Íslandi) og Hallormsstaðaskóg. Einnig má mæla með heimsókn að menningar- og fræðasetrinu Skriðuklaustri. Þar er einnig Snæfellsstofa, upplýsingamiðstöð og fræðslusetur um eystri hluta Vatnajökulsþjóðgarðs.

 
Heiðarbýlin - Sænautasel

Upp af Fljótsdalshéraði eru mikil heiðalönd þar sem víða var búið við erfiðar aðstæður allt fram á 19. öld og f.hl. síðustu aldar. Í heiðabýlinu Sænautaseli (72 km) var búið frá 1843-1943. Sagt er að þetta býli hafi verið fyrirmynd að heiðakotinu í skáldsögunni Sjálfstætt fólk eftir nóbelsskáldið Halldór Laxness. Húsakynni, með hinu gamla yfirbragði heiðakotanna úr torfi og grjóti, hafa nú verið gerð upp og eru til sýnis fyrir ferðamenn auk þess sem veitingar eru í boði.

 
Hlýleg sjávarþorp og útvegsbæir á Austfjörðum

Frá Skipalæk má bregða sér í dagsferðir til fjarðanna sunnan við Fljótsdalshérað. Borgafjörður eystri (70 km) er víðkunnur staður fyrir náttúrufegurð. Yfir til Seyðisfjarðar, um Fjarðarheiði, sem er fallegt sjávarpláss í þröngum faðmi hárra fjalla, eru aðeins 30 km. Um Fagradal liggur leiðin til Reyðarfjarðar (35 km) og þaðan til Eskifjarðar (15 km); á báðum þessum stöðum eru t.d. áhugaverð söfn. Frá Reyðarfirði er ekið um göng til Fáskrúðsfjarðar (17 km), smábæjar við fagran fjörð þar sem er einstakt safn og margt til minja um franska skútusjómenn sem höfðu þar bækistöð á síðari hluta 19. aldar og fram á þá 20. 

Gestgjafi: Þórunn.

 

í nágrenni