Hótel EyvindaráHótel Eyvindará

Hlýlegt hótel á kjarri vöxnu, fallegu landi rétt fyrir utan þéttbýlið á Egilsstöðum á Austurlandi. Herbergi með sérbaði og gisting í smáhúsum. Hentugur staður til skoðunarferða um Fljótsdalshérað og Austfirði. Fjölbreyttir möguleikar fyrir útivistarfólk.

Opið frá 1. mars til 31. október.
Opið eingöngu fyrir hópa frá 1. nóvember til 28. febrúar. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Vínveitingar
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Aðstaða fyrir fatlaða
 • Voffi velkominn
 • Hreint og öruggt

Í nágrenni:

 • Egilsstaðir 2.5 km (kaffihús/veitingastaðir, sundlaug, golf)
 • Hestaleiga 3 km
 • Fjórhjólaferðir 15 km
 • Hallormsstaðaskógur 30 km
 • Skriðuklaustur 44 km
 • Seyðisfjörður 30 km

Gistiaðstaða

Herbergi með sérbaðherbergi:

 • 16x2ja manna herbergi: 20m2 herbergi í tveggja hæða aðalbyggingu. Hægt að að setja inn aukarúm. 2 herbergi með hjólastólaðgengi.
 • 10x2ja manna herbergi: 20m2 herbergi í sérálmu, sérinngangur og eigin verönd sem snýr út að grónu landi með fallegu útsýni yfir Egilsstaði og Hérað.
 • 3x2ja manna herbergi í smáhýsum; einnig aukabeddi fyrir börn (180 cm á lengd).
 • 1x2ja manna herbergi í smáhýsi með aukarúmi fyrir 2 börn (hjónarúm og koja – efri kojan fyrir barn yngra en 10 ára).
 • 2x2ja manna smáhýsi.
 • 1x2ja manna smáhýsi með einu svefnherbergi og svefnsófa í stofu. Eldunaraðstaða og baðherbergi með sturtu.
 • Innifalið þráðlaust netsamband (háhraðatenging) í sameiginlegu rými. Stór verönd við aðalbyggingu með fallegu útsýni yfir sveitina og þorpið Egilsstaði. Setustofa með sjónvarpi. Heitur pottur. Þvottaþjónusta (þvegið og þurrkað fyrir gesti).

Möguleiki á gistidvöl fyrir hópa á tímabilinu 1. nóvember til 28. febrúar.

Hundar eru velkomnir með eigendum sínum þegar gist er í smáhýsunum.

 
Veitingar/máltíðir

Morgunverður innifalinn og hægt að kaupa nestispakka fyrir daginn. Kvöldverður í boði fyrir hópa, lögð áhersla á ferskt hráefni, kjöt, fiskrétti og græmetisrétti. Fjölbreytt úrval veitingastaða/kaffihúsa er inni á Egilsstöðum sem er innan við 3ja km fjarlægð frá Hótel Eyvindará. Fjöldi matvöruverslana er einnig í þéttbýlinu.

 
Þjónusta/afþreying

Fjölbreyttir möguleikar á hvers konar afþreyingu og útivist í næsta nágrenni við hótelið, t.d. gönguferðir á láglendi eða upp til fjalla, sund, hestaferðir, golf (7,5 km), stangveiði, skotveiði, sjóstangaveiði, skíðaiðkun og vélsleðaferðir. Til þéttbýlisins Egilsstaða, þar sem eru verslanir, veitingastaðir, góð sundlaug, ýmis almenn þjónusta og þjónusta fyrir ferðamenn, eru aðeins 2 km frá Hótel Eyvindará. Reglulegar áætlunarferðir í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Til Seyðisfjarðar, þar sem ferjan Norræna leggur að bryggju, eru 30 km.

 
Fljótsdalshérað – fjölbreyttur heimur fyrir ferðamenn

Fljótsdalshérað er víðlent og landslag fjölbreytt og fagurt. Þar er oft veðursælt þegar hægir vindar blása úr suðri og suðvestri og óvenju hlýtt á íslenskan mælikvarða. Víða eru áhugaverðir staðir fyrir náttúruunnendur og göngufólk, t.d. Stórurð undir Dyrfjöllum, Hengifoss (næsthæsti foss á Íslandi), Hallormsstaðaskógur og Atlavík. Göngukort og nánari upplýsingar má fá hjá Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á Egilsstöðum (East Iceland Tourist Information Centre).

 
Heiðarbýlin - Sænautasel

Upp af Fljótsdalshéraði eru mikil heiðalönd þar sem víða var búið við erfiðar aðstæður allt fram á 19. öld og f.hl. síðustu aldar. Í heiðabýlinu Sænautaseli (75 km) var búið frá 1843-1943. Sagt er að þetta býli hafi verið fyrirmynd að heiðakotinu í skáldsögunni Sjálfstætt fólk eftir nóbelsskáldið Halldór Laxness. Húsakynni hafa nú verið gerð upp og eru til sýnis fyrir ferðamenn auk þess sem veitingar eru í boði.

 
Dagsferðir til bæjanna á Austfjörðum

Frá Eyvindará er tilvalið að skreppa í dagsferðir til fjarðanna sunnan við Fljótsdalshérað. Borgafjörður eystri (70 km) er víðkunnur staður fyrir náttúrufegurð. Yfir til Seyðisfjarðar, um Fjarðarheiði, sem er fallegt sjávarpláss í þröngum faðmi hárra fjalla, eru aðeins 30 km. Um Fagradal er ekið til Reyðarfjarðar (35 km) og þaðan til Eskifjarðar (15 km), sjávarútvegs- og iðnaðarbæja þar sem eru t.d. áhugaverð söfn. Frá Reyðarfirði er ekið um göng til Fáskrúðsfjarðar (17 km), smábæjar við fagran fjörð þar sem er áhugavert safn og margt til minja um franska skútusjómenn sem höfðu þar bækistöð á síðari hluta 19. aldar og fram á þá 20. 


Gestgjafar:  Sigurbjörg og Ófeigur.

 

í nágrenni