Hótel Svartiskógur í JökulsárhlíðHótel Svartiskógur í Jökulsárhlíð

Sveitahótel með 20 herbergjum á hlýlegum stað við lítinn skógarlund á kjarri vöxnu landi í Jökulsárhlíð á Fljótsdalshéraði á Norðaustur-Íslandi. Öll herbergi eru með sérbaði, þrjú þeirra í litlum sumarhúsum. Veitingastaður með vínveitingum. Hentar vel fyrir hópa. Góð staðsetning fyrir skoðunarferðir um Fljótsdalshérað og nærliggjandi byggðarlög. Opið frá 15. maí til 15. september. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram

Í nágrenni

 • Laxveiðiár
 • Egilsstaðir 30 km
 • Seyðisfjörður 58 km
 • Vopnafjörður 61 km
 • Bakkagerði á Borgarfirði eystra 73 km
 • Kárahnjúkavirkjun
 • Dettifoss 147 km
 • Mývatn 158 km

Gistiaðstaða

17x2 manna herbergi með hjónarúmi eða einstaklingsrúmum og sérbaðherbergi. 11 herbergi eru í sömu byggingu og veitingastaðurinn, 5 herbergi eru í sérbyggingu og 1 herbergi er í litlu 15m2 sumarhúsi með verönd.

1x3 manna herbergi á efri sérhæð (42m2) í húsi við aðalbygginguna með sérbaðherbergi og litlum eldhúskrók með kaffivél og kæliskáp.

2x3 manna gisting í 36m2 sumarhúsum með fullbúnu baðherbergi og litlum eldhúskrók.

Ókeypis þráðlaust netsamband í öllum herbergjum og sameiginlegum rýmum í aðalbyggingu.

Rétt við gistihúsið er tjald- og húsbílastæði.

 
Veitingar/máltíðir

Veitingastaður með vínveitingaleyfi þar sem morgunverður er borinn fram og í boði er kvöldverður fyrir dvalargesti.

 
Þjónusta/afþreying

Gönguleiðir. Dagsferðir um Fljótsdalshérað, Borgarfjörð eystri eða Vopnafjörð. Næsta þéttbýli með sundlaug, golfvelli, verslunum og almennri þjónustu: Egilsstaðir (30 km). Reglulegt áætlunaflug milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Til ferjuhafnarinnar á Seyðisfirði eru 58 km.

 
Sveitakyrrð og sumarfegurð

Hótel Svartiskógur er í aðlaðandi og friðsælu umhverfi í íslenskri sveit undir suðurhlíðum fjalla sem skilja á milli Vopnafjarðar og Fljótsdals-héraðs, víðáttumesta samfellda undirlendis á Austurlandi. Frá hótelinu er víðsýnt til suðurs og yfir héraðið til hinna sérstæðu Dyrfjalla. Héðan er tilvalið að bregða sér í dagsferðir um Fljótsdalshérað, til Borgarfjarðar eystri, Seyðisfjarðar og Reyðarfjarðar.

 
Fljótsdalshérað – Borgarfjörður eystri

Fljótsdalshérað er með fegurstu svæðum á landinu, landslagið fjölbreytt og veðursæld við brugðið í suð- og suðvestlægum áttum. Af áhugaverðum stöðum má t.d. nefna Hallormsstaðaskóg, Hengifoss og menningarsetrið og sögustaðinn Skriðuklaustur í Fljótsdal. Upp úr Fljótsdal liggur vegur að stíflunni við Kárahnjúka. Til Borgarfjarðar eystri, sem er rómaður fyrir náttúrufegurð og tignarlega fjallaumgjörð, eru um 73 km frá Hótel Svartaskógi.

 
Vopnafjörður

Frá Svartaskógi eru aðeins 25 km þangað sem vegurinn um sveitina hlykkjast upp á Hellisheiði, stystu leið til Vopnafjarðar (60 km). Á björtum degi er mikið útsýni af veginum yfir Hellisheiði sem er opinn á sumrin, malarvegur sem nær 655 m hæð og er fær öllum bílum. Í Vopnafirði er m.a. gott muna- og minjasafn í reisulegum torfbæ í Burstafelli, frá síðari hluta 19. aldar. Um sveitina rennur til sjávar ein kunnasta laxveiðiá á Íslandi, Hofsá í Vopnafirði.

Gestgjafar: Helga og Benedikt.

 

í nágrenni