Grímstunga I í FjallahreppiGrímstunga I í Fjallahreppi

Í fordyri öræfanna norðan Vatnajökuls er Grímstunga, þar sem kyrrð og víðátta hálendisins eru innan seilingar, en ekki er langt að aka á fjölsóttar ferðamannaslóðir við Mývatn og í Öxarfirði. Boðið er upp í gistingu í íbúðarhúsum á Grímstungu I auk gistingar í Hólseli yfir hásumarið, sem er í 20 km fjarlægð frá Dettifossi, aflmesta fossi Íslands.  Opið 15.05-01.10.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Eldunaraðstaða

Í nágrenni

 • Dettifoss 
 • Jarðböð 40 km
 • Mývatn/Reykjahlíð 41 km
 • Jökulsárgljúfur 
 • Askja 100 km

Gistiaðstaða

Grímstunga I:
Gisting í gömlum íbúðarhúsum á Grímstungu I. Herbergin eru með sameiginlegu baði og ýmist með og án handlaugar; tveggja og þriggja manna herbergi. Eldunaraðstaða í boði. Aðgangur að þvottavél. Setustofur með sjónvarpi. Ókeypis þráðlaust netsamband.

Hólsel 6 km frá Grímstungu við Dettifossveg (864):
Gisting í herbergjum með sérbaði í steinsteyptu húsi, sérbyggingu og í smáhýsum.  Eins, tveggja, þriggja og fjögurra manna herbergi.


Móttakan er í Grímstungu en morgunverður fyrir gesti á Hólseli er borinn fram á Hólseli. 
Hólsel er í 20 km fjarlægð frá Dettifossi.


Veitingar/máltíðir

Máltíðir, aðrar en morgunverður, í boði ef pantað er fyrirfram. Næsta matvöruverslun og veitingastaðir í Reykjahlíð við Mývatn (41 km).


Þjónusta/afþreying

Gönguleiðir. Í þorpinu Reykjahlíð við Mývatn og þar í grennd (41 km): Upplýsingamiðstöð og bókunarþjónusta fyrir ferðamenn í Mývatnsstofu. Verslanir og veitingstaðir. Hestaferðir. Hjóla- og gönguferðir: Hike & Bike. Skipulagaðar skoðunarferðir í Öskju, Ásbyrgi, Jökulsársgljúfur og að Dettifossi. Vetrarferðir, jeppaferðir, vélsleðafeðir. Sundlaug. 9 holu golfvöllur. Jarðböðin (36-40°C) við Mývatn (38 km).


Jökulsárgljúfur, Dettifoss

Frá Grímstungu I eru um 26 km niður að einni mestu jökulsá á Íslandi, Jökulsá á Fjöllum. 10 km vestan við ána er liggur vegur niður með fljótinu og Jökulsárgljúfrum um nyrsta hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Frá vegamótum eru 24 km að vatnsmesta fossi í Evrópu, Dettifossi, tröllauknu náttúrufyrirbæri í hrikalegri klettaumgjörð. Nokkru ofar í fljótinu er Selfoss og eilítið neðar er Hafragilsfoss. Um allt svæðið niður með Jökulsárgljúfrum eru merktar gönguleiðir. Skipulagðar skoðunarferðir í boði frá Reykjahíð við Mývatn.


Náttúrugersemin Mývatn – Herðubreiðarlindir, Askja

Mývatn og næsta umhverfi þess (40 km) er einstakt og undurfagurt landsvæði, mótað í eldsumbrotum frá örófi alda, einn kunnasti ferða-mannastaður á Íslandi. Þar bíða okkar náttúruperlur eins og Dimmuborgir, Hverfjall, Skútustaðagígar og Hverarönd við Námaskarð. Frá vegi 1 vestan Jökulsár, 8 km frá Grímstungu, liggur hálendisvegurinn F88 fram á öræfin, í Herðubreiðarlindir (60 km), Öskju (100) og Kverkfjöll í norðanverðum Vatnajökli (130 km). Frá Reykjahlíð við Mývatn eru í boði skoðunarferðir inn í þessa einstæðu veröld auðna, hrauna, eldfjalla, gróðurvinja og jökla


Ys nútímans, öræfakyrrðin, óendanleg víðáttan

Grímstunga I er í lítilli bæjaþyrpingu við norðurjaðar víðáttumikilla og gróðurlítilla öræfanna norður af Vatnajökli. Í þessari fjallasveit hefur verið búið í meira en þúsund ár. Nú er strjálbýlt á þessum slóðum en nútíminn er skammt frá hlaðinu þar sem liggur þjóðleiðin eftir vegi 1 milli Norðurlands og Austurlands. Hér er vítt að sjá til allra átta og í fjarska gnæfir fjallið Herðubreið sem kölluð er „drottning íslenskra fjalla“. Göngumenn, sem vilja njóta kyrrðar og hinna einstöku töfra öræfanna, þurfa ekki langt að fara frá bænum til að finna það sem þeir leita að.

Gestgjafi: Elvar Daði 

 

í nágrenni