Eldá við MývatnEldá við Mývatn

Gistihús og heimagisting í þremur húsum í þorpinu Reykjahlíð nyrst á  austurströnd Mývatns, miðsvæðis í Mývatnssveit, töfraveröld náttúruunnenda og útivistarfólks á Norðaustur-Íslandi. Fjölbreytt ferðaþjónusta í boði í þorpinu, verslanir og matsölustaðir og fjölbreyttir möguleikar á ýmiss konar afþreyingu. Góð staðsetning til skoðunarferða um Mývatnssveit og næstu slóðir. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Eldunaraðstaða
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Aðstaða fyrir fatlaða
 • Merktar gönguleiðir
 • Norðurljósaþjónusta

In the area

 • Mývatn
 • Veitingastaðir, sundlaug og golf í Reykjahlíð
 • Skipulagðar göngu-, hjóla- og vetrarferðir
 • Veiði- og bátaleiga
 • Hestaleiga
 • Fuglasafn 10,5 km
 • Jarðböð 6,5 km
 • Dimmuborgir 10 km
 • Krafla 19 km
 • Hvalaskoðun frá Húsavík 57 km
 • Dettifoss 73 km
 • Akureyri 101 km

Gistiaðstaða

Gisting í þremur húsum við götuna Helluhraun í þorpinu Reykjahlíð, í herbergjum með sameiginlegri snyrtingu á gistiheimili, í íbúðum og á einkaheimili. Eldunaraðstaða. Þvottaaðstaða. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Ókeypis þráðlaust netsamband. Lágmarksdvöl 2 nætur 21.06 – 31.08. – Vetrartilboð: Þrjár nætur fyrir verð tveggja.

 
Veitingar/máltíðir

Morgunverður er innifalinn í gistiverði. Vel búin eldhús í öllum húsunum. Matvöruverslun í þorpinu. Matsölu- og veitingastaðir í þorpinu og nágrenni.

 
Þjónusta/afþreying

Í þorpinu Reykjahlíð: Upplýsingamiðstöð og bókunarþjónusta fyrir ferðamenn í Mývatnsstofu. Hestaferðir. Hjóla- og gönguferðir: Hike & Bike. Bátaleiga. Veiðileyfi. Skipulagðar skoðunarferðir í Öskju, Ásbyrgi, Jökulsársgljúfur og að Dettifossi. Vetrarferðir, jeppaferðir, vélsleðafeðir. Góð íþróttaaðstaða og sundlaug. 9 holu golfvöllur (800 m). Jarðböðin (36-40°C) við Mývatn (4 km). Fuglaskoðun. Fuglasafn Sigurgeirs, Ytri Neslöndum (11 km). Næsti bær með stærri verslunum þar sem eru í boði t.d. vinsælar hvalaskoðunarferðir: Húsavík (57 km).

 
Velkomin í Mývatnssveit

Í Mývatnssveit, þar sem er að margra dómi eitthvert fegursta, sérstæðasta og fjölbreyttasta landslag á norðurhveli Jarðar, er einn vinsælasti ferðamannastaður á Íslandi, bæði sumar og vetur. Hér hafa náttúruöflin mótað sannkallaðan undraheim og eru enn að skapa eitthvað nýtt. Heimamenn bjóða ykkur að njóta alls þess sem fyrir augu ber en minna gesti á að ganga vel um þessa einstæðu gersemi, Mývatnssveit.

 
Reykjahlíð, fjölbreytt afþreying, góð staðsetning

Fyrstu tvö húsin í Reykjahlíðarþorpi risu árið 1966 í tengslum við byggingu kísilverksmiðju 3 km austan við þorpið sem hefur verið lögð niður og fjarlægð. Smám saman varð hér til lítið þorp sem telur nú um 200 íbúa. Þorpið er þjónustumiðstöð fyrir íbúa sveitarinnar og miðstöð ferðaþjónustu og fjölbreyttrar afþreyingar fyrir ferðamenn. Frá Reykjahlíð er stutt að fara að mörgum kunnustu stöðunum í Mývatnssveit og t.d. að efri hluta Jökulsársgljúfra og Dettifossi (50 km). Fjölmargar frábærar göngu¬leiðir liggja til suðurs og norðurs stuttan spöl innan við þorpið, en af þjóðveginum tæpa 4 km sunnan við Reykjahlíð liggur akslóði og tilvalin gönguleið að Hverfjalli (2,5 km frá veginum) og þaðan áfram til Dimmuborga.

 
Mývatnssveit, jafnheillandi í sumar- og vetrarskrúða

Af stöðum í Mývatnssveit, sem enginn má láta undir höfuð leggjast að heimsækja, má nefna Dimnuborgir, Hverfjall, Grjótagjá, Skútustaðagíga, Kálfastrandarland, Leirhnjúk, Kröflu og Hverarönd við Námafjall. Vegir og merktar gönguleiðir liggja að áhugaverðum stöðum, hvort sem ætlunin er að njóta hins sérstæða landslags, skoða einstök náttúrufyribæri eða hið fjölskrúðuga plöntu- og fuglalíf. Sumarfegurð er mikil í Mývatnssveit en sveitin er einnig heillandi áfangastaður á veturna þegar glitrandi snjór liggur yfir landinu og norðurljósin dansa á heiðskírum himni.

Gestgjafi: Gísli og Lilja

 

í nágrenni