Vogafjós, Ferðaþjónustan Vogum I við MývatnVogafjós, Ferðaþjónustan Vogum I við Mývatn

Hlýlegt og fjölskylduvænt gistihús í Vogum á austurströnd Mývatns, skammt frá þorpinu Reykjahlíð, miðsvæðis í sveitinni þar sem eru sérstæðustu og þekktustu náttúruperlur á Norðaustur Íslandi. 24 notaleg herbergi með sérbaðherbergi, veitingastaður og verslun með handverk og vörur beint frá bónda. Gönguleiðir. Góð staðsetning til skoðunarferða um Mývatnssveit. 

Opið:  Allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Hefðbundinn búskapur
 • Wi-Fi
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Hleðslustöð
 • Merktar gönguleiðir

 Í nágrenni 

 • Mývatn
 • Reykjahlíð 2 km
 • Golf 2 km
 • Hestaleiga 2 km
 • Skipulagðar göngu-, hjóla og vetrarferðir frá Reykjahlíð
 • Veiði- og bátaleiga
 • Dimmuborgir  4 km
 • Jarðböð 5 km
 • Fuglasafn 11 km
 • Krafla 18 km
 • Hvalaskoður frá Húsavík  57 km
 • Akureyri  101 km

Gistiaðstaða

24 notaleg og vel búin herbergi með sérbaðherbergi í tveimur bjálkahúsum, tveggja manna, þriggja manna og fjögurra manna herbergi. Ókeypis þráðlaust netsamband í öllum herbergjum.

 
Veitingar/máltíðir

Úr veitingastaðnum Vogafjósi, sem er áfastur fjósinu og rúmar 90 manns í sæti, er fallegt útsýni yfir Mývatn. Í boði er heimalagaður matur eins og reyktur silungur og lambakjöt, ostar og hveraseytt brauð. Hádegis- og kvöldverður í boði fyrir hópa ef pantað er fyrirfram. Fjölbreyttur matseðill þar sem áhersla er lögð á afurði beint frá bónda. Úr veitingastaðnum er séð inn í fjósið; gestir geta fylgst með mjöltum (kl. 7:30 og kl. 18:00), fengið að bragða mjólk beint úr spenanum og jafnvel prófað að mjólka sjálfir.

 
Þjónusta/afþreying

Á staðnum er verslun, Sælkerahornið, þar sem til sölu er fjölbreytt úrval af handverki úr héraði og vörur beint frá bónda, m.a. heimagerðar sultur, hraunte, reyktur silungur og hangikjöt. Upplýsingamiðstöð og bókunarþjónusta fyrir ferðamenn í Mývatnsstofu í Reykjahlíð (2 km). Hestaferðir frá Álftagerði og Reykjahlíð. Hjóla- og gönguferðir: Hike & Bike í Reykjahlíð. Skipulagaðar skoðunarferðir í Öskju, Ásbyrgi, Jökulsársgljúfur og að Dettifossi frá Reykjahlíð. Jeppaferðir, Fuglasafn Sigurgeirs, Ytri Neslöndum (11 km). 9 holu golfvöllur skammt frá Reykjahlíð. Jarðböðin (36-40°C) við Mývatn (5 km). Næsta þorp með verslunum, matsölustöðum og ýmissi þjónustu: Reykjahlíð (2 km). Næsti bær með verslunum og fjölbreyttri þjónustu, t.d. hvalaskoðunarferðum: Húsavík (57 km, vegur nr. 87).

Tvær rafhleðslustöðvar frá Teslu eru við veitingastaðinn í Vogafjósi þannig að hægt er að hlaða bílinn á meðan borðað er eða gist. Ekki verður tekið gjald fyrir hleðsluna árið 2022.

  
Velkomin í Mývatnssveit

Í Mývatnssveit, þar sem er að margra dómi eitthvert fegursta, sérstæðasta og fjölbreyttasta landslag á norðurhveli Jarðar, er einn vinsælasti ferðamannastaður á Íslandi, bæði sumar og vetur. Hér hafa náttúruöflin mótað sannkallaðan undraheim og eru enn að skapa eitthvað nýtt. Heimamenn bjóða ykkur að njóta alls þess sem fyrir augu ber en minna gesti á að ganga vel um þessa einstæðu gersemi, Mývatnssveit.

 
Vogafjós í Vogum

Í Vogum hefur verið búið frá alda öðli. Þar er fjölbýli og auk þess að starfrækja ferðaþjónustu er þar stundaður hefðbundinn búskapur með kýr, sauðfé og hænsn. Í grennd við Voga eru ýmsir kunnir staðir í sveitinni og sumir í göngufæri. Frá bæjarhverfinu liggur akvegur og tilvalin leið fyrir göngufólk (Grjótagjárvegur) - í austur yfir Vogahraun og fram hjá Grjótagjá upp á þjóðveg 1 í grennd við Jarðböðin (til þeirra er einnig hliðarvegur af Grjótagjárvegi). Skammt sunnan við Voga (1,5 km) liggur svo vegarslóði, tilvalinn til göngu, í austur að Hverfjalli. Frá bílastæði fyrir norðan Hverfjall (2,5 km) er merkt gönguleið upp á fjallið sem heldur svo áfram suður af fjallinu og til Dimmuborga.

 
Náttúruperlur í Mývatnssveit og Dettifoss

Af stöðum í Mývatnssveit, sem enginn má láta undir höfuð leggjast að heimsækja, má nefna Dimnuborgir, Hverfjall, Grjótagjá, Skútustaðagíga, Kálfastrandarland, Leihnjúk, Kröflu og Hverarönd við Námafjall. Að Dettisfossi í Jökulsá á Fjöllum, aflmesta fossi í Evópu og tröllaukinni upplifun, eru 50 km frá Reykjahlíð.

 
Vetrarævintýri í Vogafjósi

Mývatnssveit er heillandi áfangastaður á veturna þegar náttúrna skrýðist glitrandi snjó undir stjörnubjörtum himni og norðurljósin stíga dans yfir ísi lögðu vatninu. Vogafjós býður upp á vetrarferðir frá 1. október til 30. apríl, þar sem hægt er að fara td í Husky hundasleðaferð, íshellaferð og margt fleiria. 

 
Gestgjafar:
Ólöf og Jón

 

í nágrenni