Narfastaðir í Þingeyjarsveit/LaugumNarfastaðir í Þingeyjarsveit/Laugum

Sveitahótel miðsvæðis í Þingeyjarsveit. Fjölbreytt kvöldverðarhlaðborð í júní, júlí og ágúst. Hótelið er á kyrrlátum stað, framarlega í Reykjadal, og  aðeins 15 mín. akstur að Mývatni. Góð staðsetning til skoðunarferða á kunna ferðamannastaði í þessum landshluta. Vottað af Vakanum. Opið 1. maí til 30. september. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Hefðbundinn búskapur
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Sjónvarp inni á herbergjum
 • Fundar- / Ráðstefnuherbergi

Í nágrenni

 • Sundlaug 5 km
 • Goðafoss 18 km
 • Mývatn 21 km
 • Hvalaskoðun í Húsavík 45 km
 • Ásbyrgi 105 km

Gistiaðstaða

Á sveitahótelinu, sem var fyrrum fjárhús og hlaða er gisting í 29 herbergjum með sérbaðherbergi, en auk þess eru samtals 14 herbergi með handlaug og sameiginlegu baðherbergi á hótelinu og í gamla bænum sem er skammt frá aðalhúsinu. Fjölskylduherbergi í boði. Í báðum byggingum er ókeypis þráðlaust netsamband og aðgangur að almenningstölvu er á sveitahótelinu. Á herbergjum er sjónvarp með gervihnattarásum. Rúmgóðar setustofur þar sem hægt er að eiga notalegar stundir. Heitur pottur er við báðar byggingarnar.

 
Veitingar/máltíðir

Veitingasalur sem tekur 80 manns í sæti. Yfir sumarið, í júní, júlí og ágúst, er í boði glæsilegt kvöldverðarhlaðborð með úrvali af fiski, kjöti og grænmetisréttum. Heimabakað brauð. Kaffi og te í boði allan daginn gestum að kostnaðarlausu. Máltíðir í boði eftir samkomulagi yfir vetrartímann.

  
Þjónusta/afþreying

Hestaleiga og hestaferðir frá Álftagerði (Safari Hestar) í Mývatnssveit (20 km) og Garði í Aðaldal (24 km). Hvalaskoðunarferðir og sjóstangaveiði frá Húsavík (44 km). Hjóla- og gönguferðir með leiðsögn um Mývatnssveit hjá Hike & Bike í Reykjahlíð (32 km). Fuglaskoðun við Mývatn og Laxá í Aðaldal. Gönguleiðir. 9 holu golfvellir á Húsavík (44 km) og skammt frá Reykjahlíð við Mývatn (32 km). Sundlaug, 25 m laug með vaðlaug og heitum pottum, á Laugum (5 km) þar sem er þéttbýliskjarni með lítilli verslun, matsölustað, banka, pósthúsi og dekkja- og bílaverkstæði. Næsta þéttbýli með verslunum, veitingastöðum, sundlaug og almennri þjónustu: Húsavík (44 km).

 
Gönguleiðir á heiðum, Goðafoss og Aldeyjarfoss

Ofan við sveitahótelið á Narfastöðum og í suður frá bænum opnast víðáttumikil heiðalönd þar sem eru freistandi gönguleiðir fyrir þá sem leita að kyrrð í náinni snertingu við landið. Frá Narfastöðum eru 18 km eftir þjóðvegi að Goðafossi í jökulsánni Skjálfandafljóti, einum af stærstu og fegurstu fossum á Íslandi. Fossaáhugafólki má einnig benda á þrjá aðra fossa í Skjálfandafljóti, innst í Bárðardal (ekið eða gengið frá Mýri – 37 km frá Goðafossi), Aldeyjarfoss, Ingvararfoss og Hrafnabjargafoss.

 
Byggðasafn, hvalaskoðun, Vatnajökulsþjóðgarður

Á Grenjaðarstað, fornu höfuðbóli í mynni Laxárdals, er gott byggðasafn í einum stærsta torfbæ á Íslandi (22 km). Frá Húsavík (44 km) eru daglegar hvalaskoðunarferðir og í bænum eru áhugaverð söfn, Safnahúsið og Hvalasafnið, safn um hvali og búsvæði þeirra. Til nyrsta hluta Vatnajökulsþjóðgarðs, þar sem eru stórbrotnar náttúruperlur eins og Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur, eru um 104 km frá Narfastöðum.

 
Mývatn, Jarðböðin og Dettifoss

Mývatn (20 km), vatnið sjálft með fjölskrúðugu fuglalífi og einstakt landslag allt í kringum vatnið og í nágrenni þess, mótað af eldsumbrotum í þúsundir ára, er veröld sem á sér engan líka. Þar má ganga um hraunheima Dimmuborga, rölta upp á gíginn Hverfjall, sjá einstæðar hraunmyndanir við Kálfaströnd og Héðinshöfða, skoða Kröflu, virða fyrir sér einstaka litadýrð í bullandi leirhverum í Hverarönd undir Námafjalli og slaka á í Jarðböðunum við Mývatn. Að Dettifossi, aflmesta fossi í Evrópu, eru 50 km frá Mývatni.

Gestgjafar:  Unnsteinn og Rósa

 

í nágrenni