Hótel Natur / Þórisstaðir á SvalbarðsströndHótel Natur / Þórisstaðir á Svalbarðsströnd

Skýhnoðrar yfir fjallatindum, söngur mófugla í brekkum, gróandi á túnum og öldurgjálfur í fjörunni. Hotel Natur er fjölskyldurekið sveitahótel á austurströnd Eyjafjarðar á Norðurlandi, sjávarmegin við þjóðveg 1. Staðsetningin býður upp á fjölbreyttar dagsferðir í allar áttir. Aðeins 10 mín. akstur til Akureyrar, höfuðstað Norðurlands, sem blasir við í suðvestri, fyrir botni Eyjafjarðar. 

Opið:  1. maí - 1. okt.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Eldunaraðstaða
 • Sjónvarp inni á herbergjum
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Aðstaða fyrir fatlaða
 • Merktar gönguleiðir
 • Fundar- / Ráðstefnuherbergi

Í nágrenni

 • Merktar gönguleiðir
 • Fuglaskoðun
 • Gamli bærinn Laufás 14 km
 • Akureyri 14 km

Gistiaðstaða

Gistiaðstaða er í tveimur byggingum, á Hótel Natur sem staðsett er sjávarmegin við þjóðveg 1 og í Leifshúsum sem staðsett eru ofan við þjóðveginn í um 400 metra fjarlægð frá Hótel Natur. Öll herbergi eru með sérbaðherbergi, sjónvarpi og ókeypis þráðlausu interneti. Á Hótel Natur eru 25 tveggja manna herbergja, 4 þriggja manna herbergi og 7 eins manns herbergi. 8 herbergi eru í Leifshúsum, 3 tveggja manna herbergi með svölum og eldunaraðstöðu inni á herbergjum, 2 fjögurra manna herbergi og 3 tveggja manna herbergi. 

 
Veitingar

Morgunverður er borinn fram í veitingasal Hótel Natur en þar er einnig að finna bar með útsýni yfir Eyjafjörð. Hægt er að panta aðrar máltíðir. Í skjólgóðum skógarreit við hótelið er hægt að grilla og borða úti. Sameiginleg eldunaraðstaða og setustofa er í Leifshúsum fyrir gesti sem þar gista. 

 
Þjónusta og afþreying

Heitur pottur, fundarherbergi og þvottaaðstaða er á staðnum. Sauna, poolborð, fjölþjálfi, borðtennisborð og fleiri leiktæki í kjallara. Níu holu léttgolfvöllur og gestir geta fengið lánaðar kylfur og bolta. Sýning á handverki og list fólks af svæðinu í listasalnum „Haughúsinu“. Sundlaug á Akureyri (14 km). 9 holu golfvöllur á Þverá (14 km). Hestaleiga skammt frá golfvellinum. Verslun, öll almenn þjónusta, söfn og veitinga- og skemmtistaðir á Akureyri (14 km).

 
Gönguleiðir, náttúra og horfinn tími

Hótel Natur stendur skammt frá sjó en ofan við sveitina taka við ávalar hlíðar Vaðlaheiðar. Frá hótelinu eru merktar gönguleiðir upp til fjalls og niður í fjöru. Fuglalíf er fjölbreytt á þessum slóðum og víða ágæt aðstaða til fuglaskoðunar. 14 km utar á ströndinni er minja- og byggðasafnið í Laufási í einstaklega vel húsuðum og fallegum íslenskum torfbæ; þar má ganga um húsakynni eins og þau voru ríkmannlegust á fjölmennu heimili vel efnaðra stórbænda um 1900 (opið yfir sumarmánuðina).

 
Sveitasæla, fjallaheimur og silfur hafsins

Eyjafjörður, sveitin í dalnum inn af fjarðarbotninum, þykir mörgum vera eitt fegursta og búsældalegasta hérað á Íslandi. Hringferð um þessar slóðir í skjóli tígulegra fjalla er hæfileg dagsferð ef fólk gerir ráð fyrir að staldra nokkrum sinnum við og njóta náttúrunnar og alls annars sem íbúar héraðsins bjóða gestum sínum. Öðrum degi má svo verja til að aka út með vesturströnd Eyjafjarðar, láta staðar numið í fjallaheimi í Svarfaðardal eða aka um Héðinsfjarðargöng til Siglufjarðar og heimsækja Síldarminjasafnið (100 km frá Hotel Natur).

 
Hvalaskoðun á Húsavík, náttúruundur við Mývatn

Skammt utan við Hotel Natur sveigir þjóðvegur 1 austur yfir fjallahálsinn ofan við ströndina. Þar er komið niður í Fnjóskadal og ekki langt að aka að Goðafossi, einum kunnasta og fegursta fossi á Íslandi. Frá Húsavík (77 km) eru í boði hvalaskoðunarferðir. Til Mývatnssveitar, með einstökum sköpunarverkum náttúrunnar, eru tæpir 90 km frá Hotel Natur.

Gestgjafar: Inga og Stefán

 

í nágrenni