Bjarg í Borgarnesi



Bjarg í Borgarnesi

Lítið og notalegt fjölskyldurekið gistiheimili á fallegum útsýnisstað við sjóinn í útjaðri bæjarins Borgarness, þjónustu- og verslunarmiðstöðvar Borgarfjarðarhéraðs á suðvestur-Íslandi, 74 km frá Reykjavík. Gistiheimilið er í endurnýjuðum bæjarhúsum á gamalli bújörð, umhverfið friðsælt en stutt í alla þjónustu. Fjölmargir útivistar-, afþreyingar- og ferðamöguleikar um Borgarfjörð og nágrannasveitir. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sameiginlegt baðherbergi
  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Bústaður
  • Wi-Fi
  • Eldunaraðstaða
  • Sjónvarp inni á herbergjum
  • Golfvöllur í nágrenni
  • Merktar gönguleiðir
  • Norðurljósaþjónusta
  • Voffi velkominn
  • Hreint og öruggt

Í nágrenni

  • Borgarnes 1 km
  • Veitingastaður 1 - 3 km
  • Landnámssetur Íslands
  • Sundlaug 2 km
  • Golf 3 km
  • Snæfellsnes
  • Reykholt 42 km

Gistiaðstaða

Gistiheimili í byggingum þar sem áður voru fjárhús, hesthús og hænsnahús, en hafa verið endurnýjaðar frá grunni og innréttaðar á smekklegan hátt. þarna er að finna rúmgott fjölskylduherbergi með fjórum rúmum, sérbaðherbergi og eldunaraðstöðu. Gisting í öðru sérrými með þremur herbergjum, sameiginlegu baðherbergi og eldunaraðstöðu.

Við gistiheimilið er einnig sumarhús með 2 svefnherbergjum, svefnsófa í setustofu, baðherbergi, vel búnu eldhúsi og borðstofu með fallegu útsýni yfir Borgarfjörð.

Hundar eru velkomnir með eigendum sínum í sumarhúsið og stúdíóíbúðina/fjölskylduherbergið sem er með sérinngangi.


Þjónusta

Morgunverðarhlaðborð í sérstökum matsal í gistiheimilinu. Matsölu- og veitingastaðir og matvöruverslanir í Borgarnesi.
Í öllum herbergjum er sjónvarp og ókeypis þráðlaust netsamband.


Afþreying

Áhugaverðar gönguleiðir í nágrenni bæjarins og víða í héraðinu upp af Borgarfirði. Dagsferðir um héraðið, þar sem eru margar af kunnustu náttúruperlum á Íslandi, og vestur á Snæfellsnes (Eldborg 40 km, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull 120 km). Áhugaverð söfn í Borgarnesi, Landsnámssetrið og Edduveröld. Stór og góð sundlaug í Borgarnesi (2 km). Hamarsvöllur, 18 holu golfvöllur rétt við bæinn (3 km). Hestaleiga fyrir knapa á öllum aldri á Ölvaldsstöðum (8,5 km).


Norðurárdalur, fossinn Glanni, Grábrók

Bjarg er ákjósanlegur gististaður fyrir þá sem ætla að skoða sig um í Borgarfirði. Frá Borgarnesi liggur þjóðvegur nr. 1 (hringvegurinn) upp eftir héraðinu og fram Norðurárdal, áleiðis til Norður-Íslands. Í Norðurárdal er Háskólinn í Bifröst (32 km) í fögru og sérstæðu landslagi, mótuðu af eldsumbrotum löngu fyrir landnám. Hér er ein kunnasta laxveiðiá landsins, Norðurá, og skammt frá Bifröst er fossinn Glanni í ánni. Á þessum slóðum eru margar skemmtilegar gönguleiðir, m.a. upp á gjallgíginn Grábrók, fast við þjóðveginn (170 m).


Hraunfossar, Húsafell, jöklaferðir, hraunhellar

Hraunfossar (56 km) eru eitthvert vinsælasta myndefni ljósmyndara á Íslandi og einstaklega fallegt náttúrufyrirbæri. Í Húsafelli (58 km) er vinsæll útivistar- og ferðamannastaður þar sem má eiga ógleymanlega dagstund í fögru veðri skammt þaðan sem óbyggðir miðhálendis Íslands taka við af grösugum dölum Borgarfjarðar. Á þessum slóðum er margt sem freistar göngufólks og í boði eru ferðir á Langjökul og hellaskoðunarferðir.


Nútími og saga á næstu grösum

Borgarnes er líflegur og snotur bær. Í Landnámssetri er sýning um landnám Íslands á 9. og 10. öld og er einnig hægt að kynnast sögu Egils Skallagrímssonar, skálds og víkings. Hann ólst hér upp og bjó á Borg, skammt frá Borgarnesi. Í Edduveröld í Borgarnesi er brugðið upp myndum úr heimi hinna heiðnu guða. Fróðleik okkar um hin heiðnu trúarbrögð norrænna manna eigum við mest að þakka Snorra Sturlusyni (1179-1241) sem bjó í Reykholti í Borgarfirði (40 km); þar er Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur.

Gestgjafar:  Heiður, Þorsteinn og fjölskylda.

 

í nágrenni