Signýjarstaðir í HálsasveitSignýjarstaðir í Hálsasveit

Gisting í sumarhúsum á bænum Signýjarstöðum í Hálsasveit í Borgarfirði á suðvestur-Íslandi. Signýjarstaðir, bær þar sem rekinn er hefðbundinn búskapur, eru stutt frá ýmsum af kunnustu og vinsælustu ferðamannastöðum framarlega í Borgarfirði. Umhverfið er gróið og hlýlegt en ekki langt að aka til þess að upplifa friðsæld á hrjóstrugu hálendinu þar sem stórskorin fjöll og jöklar seiða til sín hugann. Opið allt árið. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Bústaður
 • Hefðbundinn búskapur
 • Heitur pottur
 • Eldunaraðstaða
 • Sjónvarp inni á herbergjum
 • Golfvöllur í nágrenni

Í nágrenni

 • Veitingastaður 7 km
 • Jöklaferðir
 • Golf 8 km
 • Hraunfossar 13 km
 • Deildartunguhver 14 km
 • Húsafell 15 km
 • Borgarnes 48 km

Gistiaðstaða

Í boði er gisting í tveimur sumarhúsum. Stærra húsið (Hrísmóar 5) er 48 m2 með 2 svefnherbergjum og svefnlofti fyrir 4. Í öðru svefnherberginu er hjónarúm og hinu eru 2 stök rúm. Á svefnlofti eru dýnur fyrir 4. Baðherbergi, eldhús með öllum búnaði til eldunar, lítil setustofa með sjónvarpi. Á verönd er gasgrill og heitur pottur.

Minna húsið (Hrísmóar 4) er 22 m2 með 1 svefnherbergi og svefnlofti fyrir 2-4. Baðherbergi og eldhús með öllum búnaði til eldunar, lítil setustofa með sjónvarpi. Á verönd er kolagrill og heitur pottur.


Þjónusta

Gestir sjá um allar máltíðir sjálfir. Næstu matsölu- og veitingastaðir er Fosshótel Reykholti (7 km) og Hótel Húsafell (15 km), og Fossatúni (25 km).
Veiðileyfi í Hvítá (silungur). 


Afþreying

Gönguleiðir á Húsafelli og þar í grennd og víðar á þessum slóðum í Borgarfirði.
Ferðir á Langjökul í sérbúnum ökutækjum eða á vélsleðum. Hellaskoðun með leiðsögumönnum frá Fljótstungu (20 km). Hestaleiga á Giljum í Hálsasveit (12 km). Geitfjársetrið í Háafelli (19 km). Tröllagarðurinn í Fossatúni, skemmtun fyrir alla fjölskylduna (25 km). Golfvellir á Húsafelli (15 km) og í Nesi í Reykholtsdal (8 km). Næsta sundlaug á Kleppjárnsreykjum (14 km) og í Húsafelli (15 km). Næsta þéttbýli: Borgarnes (48 km); verslanir, matsölu- og veitingastaðir, söfn, sundlaug og ýmis þjónusta við ferðafólk.


Hraunfossar, Húsafell, hellaskoðun

Signýjarstaðir standa norðanvert á hálsinum á milli Reykholtsdals og næsta dals þar fyrir norðan þar sem jökulsáin Hvítá rennur ofan frá hálendinu upp af Borgarfirði. Um 13 km í austur frá bænum er ein kunnasta náttúruperlan á þessum slóðum, Hraunfossar. Þaðan er svo nokkurra mínútna akstur í Húsafell, sem er vinsæll útivistar- og ferðamannastaður í fallegu og sérstæðu umhverfi við vesturjaðar miðhálendisins. Í hraunum þar fyrir ofan byggðina eru frægir hraunhellar; í hinn stærsta þeirra, Víðgelmi, eru í boði daglega á sumrin klukkustundarferðir með leiðsögumanni frá Fljótstungu (12 km frá Húsafelli).


Sögu- og menningarstaðurinn Reykholt

Í Reykholtsdal, næsta dal fyrir sunnan Signýjarstaði, má m.a. sjá vatnsmesta hver í Evrópu, Deildartunguhver (13 km). Í Reykholti (8 km) bjó Snorri Sturluson (1179-1241), frægasti rithöfundur og fræðimaður sem Ísland hefur alið. Í Reykholti er Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur þar sem má m.a. skoða sýningu um ævi og verk Snorra og sögu staðarins. Snorri tók sér oft bað í heitri laug, Snorralaug, sem hefur verið vel við haldið og enn má sjá í Reykholti.


Landnámssetur, Norðurárdalur, Snæfellsnes

Frá Signýjarstöðum er tilvalið að bregða sér í dagsferðir um Borgarfjarðarhérað. Í Borgarnesi er Landsnámssetur þar sem má skoða sýningu um landnám Íslands á 9. og 10. öld og um ævi Egils Skallgrímssonar, skálds og víkings sem er aðalpersóna í Egils sögu, einni kunnustu Íslendingasögunni. Norðurárdalur, við Hreðavatn og Bifröst, er heillandi svæði fyrir útivistarfólk og náttúruunnendur. Til þjóðgarðsins við Snæfellsjökul eru um 165 km.


Gestgjafar: Svandís og Páll.

 

í nágrenni