Kríunes við Elliðavatn



Kríunes við Elliðavatn

Sveitahótel í borginni: Hlýlegt og vel búinn gististaður á fögrum stað á bökkum Elliðavatns, stöðuvatns í útjaðri nýjustu íbúðahverfa á höfuðborgarsvæðinu. 15 mínútna akstur í miðbæ Reykjavíkur. Herbergi og svítur með sérbaðherbergi. Máltíðir í boði þar sem silungur úr vatninu er vinsælasti rétturinn. Frábær kostur fyrir þá sem vilja skoða sig um í borginni en gista á fögrum stað í friðsælu umhverfi.

Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Gufubað / Spa
 • Veitingastaður
 • Sjónvarp inni á herbergjum
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Merktar gönguleiðir
 • Norðurljósaþjónusta
 • Fundar- / Ráðstefnuherbergi

Í nágrenni

 • Elliðavatn
 • Heiðmörk
 • Golfvellir í Garðabæ (4 km) og Grafarholtsvöllur (10 km)
 • Reykjavík 13 km

Gistiaðstaða

Vel búin og falleg herbergi með sérbaðherbergi, tveggja manna, fjölskylduherbergi og „svítur“. Sjónvarp, hárþurrka og kaffi- og telögunaráhöld í öllum herbergjum. Rúmgóð, hlýleg setustofa. Heitur pottur og sauna. Frítt þráðlaust netsamband.

 
Veitingar/máltíðir

Veitingastaður er á hótelinu þar sem hægt er að fá allar máltíðir. Silungur, veiddur í Elliðavatni, þykir mikill herramannsmatur á kvöldverðaborðum.

 
Þjónusta/afþreying

Heitur pottur og sauna. Púttvöllur. Hjólaleiga. Báta- og kajakaleiga. Veiðileyfi í vatninu. Góð aðstaða fyrir fundi, minni ráðstefnur og veislur. Merktar gönguleiðir í næsta nágrenni, t.d. í Heiðmörk, friðlýstu útivistarsvæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Skíðaland höfuðborgarbúa í Bláfjöllum (26 km). Fjölbreytt fuglalíf við vatnið og í Heiðmörk. Í miðbæ Reykjavíkur er um 15 mín. akstur og strætisvagnar aka um hverfið skammt frá hótelinu. 5-6 km í næstu jarðhitasundlaugar, í Salahverfi í Kópavogi og Árbæjarhverfi í Reykjavík, en jarðhitasundlaugar eru víða í Reykjavík og í öðrum bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Golf: Grafarholts- og Korpuvöllur í Reykjavík, Mýrin og Leirdalsvöllur í Garðabæ/Kópavogi.

 
Iðandi mannlíf í borginni, friðsæld í faðmi náttúrunnar

Kríunes er ákjósanlegur staður fyrir þá sem vilja sameina mannlíf, listir, menningu og afþreyingu í höfuðborginni og kyrrlátar stundir úti í íslenskri náttúru. Hótelið stendur á 2 hektara landi á nesi sem gengur út í Elliðavatn vestan megin, stuttan spöl frá efstu hverfum í Kópavogi, nágrannasveitarfélagi Reykjavíkur. Þrátt fyrir nálægð við þétta byggð er friðsælt í Kríunesi, útsýni fallegt yfir vatnið til austurs og óspillt náttúra ekki langt undan í Heiðmörk, friðlýstu útivistarsvæði þar sem liggja fjölmargir merktir göngustígar um mosa- og kjarrivaxin hraun, lyngbrekkur og lautir.

 
Heiðar og fjöll, Geysir, Gullfoss, þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Frá hótelinu er ekki lengi verið að aka út fyrir borgarmörkin (8 km). Hér liggur þjóðvegur 1, „hringvegurinn“, í átt til suðurlands. Eftir nokkra kílómetra er komið þangað sem opnast gjörólíkur heimur, heiðar, hraunbreiður og fjöll, vinsælt svæði á meðal útivistar- og göngufólks. Frá Kríunesi er um einnar og hálfrar klukkustundar akstur að jarðhitasvæðinu við Geysi og hinum víðkunna Gullfossi. Til þjóðgarðsins á Þingvöllum er um 40 mínútna akstur.

Gestgjafar: Björn Ingi og Sara

 

í nágrenni