Hraunsnef í Norðurárdal



Hraunsnef í Norðurárdal

Fjölskyldurekið sveitahótel með heimilislegu andrúmslofti og hlýlegum veitingastað í fallegu umhverfi við veg nr. 1, ofarlega í Borgarfjarðarhéraði. Um dalinn, þar sem hótelið stendur, Norðurárdal, liggur aðalvegurinn milli höfuðborgarsvæðisins og Norðvestur- og Norðurlands. Landslag er hrífandi á þessum slóðum og fjölmargir möguleikar til útivistar, gönguferða og afþreyingar. Opið allt árið. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Bústaður
  • Hefðbundinn búskapur
  • Wi-Fi
  • Heitur pottur
  • Veitingastaður
  • Vínveitingar
  • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
  • Sjónvarp inni á herbergjum
  • Golfvöllur í nágrenni
  • Hleðslustöð
  • Aðstaða fyrir fatlaða
  • Merktar gönguleiðir
  • Voffi velkominn

Í nágrenni

  • Grábrók 2 km
  • Fossinn Glanni 6 km
  • Golf 6 km
  • Snæfellsnes
  • Landnámssetrið í Borgarnesi
  • Borgarnes 35 km

Gistiaðstaða

15 herbergi, rúmgóð og smekklega innréttuð, með sérbaðherbergi og sjónvarpi. Herbergin eru á annarri hæð, með sérinngangi og glæsilegu útsýni úr hverjum glugga. Í hverju herbergi eru hárþurrka, sléttujárn, baðsloppar og inniskór. Herbergin bera nöfn Ása úr norrænni goðafræði og eru innréttuð hvert í sínum stíl og hafa sinn sérstaka lit.

Þjónusta

Á hótelinu er notalegur veitingastaður þar sem eru í boði réttir úr heimaræktuðu hráefni og afurðum úr héraðinu, t.d. dæmigerður íslenskur matur eins og skyr og lambakjöt. Bændur á Hraunsnefi rækta sitt eigið grænmeti og svín og eggin eru úr hænum á bænum sem ganga frjálsar. Vínveitingar.  Veitingastaðurinn er opinn alla daga frá kl. 12-21.

Við veitingastaðinn er lítill sveitamarkaður þar sem seldar eru handunnar vörur og afurðir frá Borgarfirði og næstu byggðarlögum. Álfakort til sölu með upplýsingum um álfabyggðir í nágrenninu sem skemmtilegt er að taka með í gönguferð í fögru umhverfinu. Einnig er í boði hópeflisleikur fyrir 10 manns eða fleiri sem byggir á þjóðsögum og sögum um álfa (panta þarf fyrirfram). Góð aðstaða fyrir börn; leiksvæði og vingjarnleg dýr á bænum, grísir, hestar, kindur, hundar, hænsni og endur. 

Ókeypis þráðlaust netsamband í öllum vistarverum. Aðgengi fyrir fatlaða. Einnig eru til afnota fyrir gesti tveir heitir pottar við bæjarlækinn þar sem hægt er að slaka á og njóta útsýnis til formfagurra fjallanna.

Gæludýr leyfð gegn 3000 kr. aukaþrifgjaldi. Húsdýr eru á vappi í kringum bæinn og því mikilvægt að gæludýr séu ávallt í bandi útivið.

Afþreying

Næsta sundlaug á Varmalandi (20 km). Níu holu golfvöllur, Glanni, skammt frá Bifröst (6 km). Næsta þéttbýli: Borgarnes (35 km); verslanir, matsölu- og veitingastaðir, söfn, sundlaug og ýmis þjónusta við ferðafólk.

Gígar, hraun, háskóli og blátært vatn

Hraunsnef hentar vel sem dvalarstaður ferðafólks sem ætlar að skoða sig um í Borgarfirði og á Snæfellsnesi. Í næsta nágrenni við hótelið (3 km) er gígurinn Grábrók og hraunið sem úr honum rann fyrir 3.000 árum. Göngustígur liggur upp á Grábrók og þaðan er frábært útsýni. Við hraunjaðarinn standa byggingar Háskólans í Bifröst. Þaðan er stutt að rölta að Hreðavatni til þess að njóta náttúrunnar á vatnsbökkunum í skjóli kjarri vaxinna hlíða.

Fossar, hverir og söguslóðir

Fossinn Glanni er í ánni Norðurá, einni kunnustu laxveiðiá landsins, sem rennur um dalinn. Að fossinum liggur falleg gönguleið. Hliðarvegur af þjóðvegi 1 að Glanna er 4 km suður af Hraunsnefi. Hraunfossar (52 km) eru ein allra fegursta náttúruperla á Íslandi; þar fellur tært lindarvatn undan hrauni milli kletta og birkiteiga niður í jökulána Hvítá. Vatnsmesti hver í Evrópu er í Deildartungu (33 km). Skammt þaðan er miðalda- og menningarsetrið í Reykholti.

Freistandi leiðir fyrir göngumenn og fjallfólk

Þeir sem hafa áhuga á drjúgum fjallgöngum ættu ekki að sleppa því að ganga á einkennisfjall héraðsins, Baulu. Baula er keilumyndað líparítfjall, vestan Norðurárdals, og setur mikinn svip á dalinn í nágrenni hótelsins. Fjallið er 934 m og auðveldast uppgöngu úr suðvestri. Samkvæmt þjóðtrúnni er tjörn efst á Baulu og í henni óskasteinn. Í nágrenni við Húsafell (55 km) er einnig kjörið landsvæði fyrir göngufólk og í boði m.a. hellaskoðunarferðir með leiðsögumanni í stærsta hraunhelli á landinu, Víðgelmi.

Gestgjafar: Jóhann og Brynja

 

í nágrenni