Icelandic Horse World - Skeiðvellir



Icelandic Horse World - Skeiðvellir

Fjölskyldan á Skeiðvöllum tekur vel á móti gestum á hestabúgarðinum sínum, sem er staðsettur miðsvæðis á Suðurlandi. Boðið er upp á hestaferðir þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Gisting í boði í tveimur rúmgóðum og vel útbúnum sumarhúsum.  Opið allt árið. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Bústaður
  • Wi-Fi
  • Eldunaraðstaða
  • Þvottaaðstaða/þjónusta
  • Norðurljósaþjónusta

Í nágrenni

  • Eyjafjallajökull og Tindfjallajökull 
  • Árbæjarfoss  9 km
  • Jarðhitasundlaug á Hellu  10 km 
  • Hellarnir við Ægissíðu
  • Ægissíðufoss  19 km
  • Sögusetur á Hvolsvelli  24 km
  • Seljalandsfoss 25 km
  • Lava Center 30 km
  • Þjófafoss  32 km
  • Landeyjahöfn ferjan til Vestmannaeyja  34 km
  • Þríhyrningur  45 km
  • Skógafoss  50 km
  • Hekla  59 km 

Gistiaðstaða

Á hestabúgarðinum Skeiðvöllum eru leigð út 2 vel útbúin sumarhús. Fallegt útsýni frá staðnum og víðsýnt og má t.d. sjá Eyjafjallajökul, Heklu og Vestmanneyjar þegar vel viðrar. Þegar norðurljósin eru sýnileg þá dansa þau yfir bænum. Fallegar stuttar gönguleiðir á svæðinu og hægt er að heimsækja hestana okkar í hesthúsinu og jafnvel skella sér á hestbak. Frábær staður fyrir fólk sem vill komast í sveitasæluna og slappa af.

Nánari upplýsingar um húsin:

Panorama - 48m2 hús
Skeiðvellir Panorama er 48 fm fullbúið hús með stofu, baðherbergi, eldhúsi og einu svefnherbergi með 180 cm breiðu rúmi. Einnig er svefnsófi í stofu sem hentar vel fyrir 2 börn (140 cm á breidd). Margskonar spil eru í húsinu og gott internet. Panorama húsið býður uppá alveg einstaka fjallasýn og kyrrð.

Villa - 110m2 hús
Skeiðvellir Villa er 110 fm fullbúið hús með stofu, baðherbergi, eldhúsi, búri, þvottahúsi og 3 svefnherbergjum (tvö hjónaherbergi og eitt með tveimur stökum rúmum). Margskonar spil eru í húsinu og gott internet. 

 
Veitingar/máltíðir

Hægt er að panta morgunverðakörfu sem er þá sett inn í húsið kvöldið áður. Lítið kaffihús er á Skeiðvöllum þar sem hægt er að kíkja við eftir heimsókn í hesthúsið og eftir allar hestaferðirnar er boðið uppá heitt kakó, te eða kaffi inni á kaffihúsinu okkar.

 
Þjónusta/afþreying

Á Skeiðvöllum er rekið myndarlegt hrossaræktarbú og eru gestirnir okkar velkomnir í heimsókn í hesthúsið. Hægt er að panta hestaferðir, kennslu, teymingar fyrir krakka og þrautabrautareið á hestum fyrir krakka. Fallegar gönguleiðir eru á jörðinni okkar og einnig er stutt að keyra í skoðunarferðir, en margar helstu náttúruperlur Íslands eru í nágrenninu. Einnig veita gestgjafarnir góðar ráðleggingar fyrir þá sem vilja skoða faldar náttúruperlur í grenndinni eins og litla fossa, hella og fjöll svo eitthvað sé nefnt.

Tvær sundlaugar eru í nágrenni Skeiðvalla. Önnur er á Laugalandi (4,4 km ) og hin á Hellu ( 15 km ). Hægt er að skella sér á Hvolsvöll og skoða Lava center safnið sem útskýrir stórbrotnu náttúruöflin í kringum okkur. Hella er okkar helsta þjónustumiðstöð varðandi verslun.  Næsti golfvöllur er Strandarvöllur (19 km).

 
Afslöppun í sveitasælunni

Skeiðvellir eru miðsvæðis á Suðurlandi og er góður staður fyrir þá sem vilja dvelja á fallegum stað og vera miðsvæðis til að skoða helstu nátttúruperlur sem svæðið hefur uppá að bjóða. Fyrir utan hin hefðbundna Gullna hring (78 km) og suðurströndina sem inniheldur m.a. Seljalandsfoss, Skógafoss og Reynisfjöru þá eru margir minni vinsælir viðkomustaði ferðamanna í þessum landshluta. Í hæfilegri skoðunarferð má t.d. skoða Þjófafoss, Fossbrekkur, Gjánna og Háafoss. Þeir sem vilja fara í lengri ferðir geta skellt sér inni í Landmannalaugar og notið þessa að fara í gönguferðir um þetta fallega svæði.

 
Árbæjarfoss, Ægissíðufoss og Urriðafoss

Ekki þarf alltaf að fara langt til að skoða fallega fossa en hægt er að keyra smá hring og skoða Árbæjarfoss (9 km), Ægissíðufoss (19,3) og Urriðafoss (21 km). Til dæmis er skemmtilegt að leggja við Árhús á Hellu og ganga upp að Ægissíðufoss meðfram Rangánni. Hér er um stutta göngu að ræða og fallegt að koma að fossinum.

Gestgjafar:  Katrín og Davíð

 

í nágrenni