Holt Inn sveitahótelHolt Inn sveitahótel

Fjölskyldurekið sveitahótel í Önundarfirði á Vestfjörðum, aðeins 18 km frá Ísafirði. Húsið var byggt árið 1952 og var þar starfandi barnaskóli og félagsheimili. Holt Inn var svo opnað í júní 2018 eftir miklar endurbætur. Á hótelinu eru 11 herbergi með sérbaði. Setustofa fyrir gesti og salur sem hentar vel fyrir mannamót. Fjölskyldan leggur sérstaka áherslu á persónulega þjónustu, einstaka upplifun fjarri hversdagslegu amstri og sveitastemningu. Tilvalið svæði til útivistar um fjöll og firnindi og stutt er í hvíta skeljasandinn sem finna má í Holtsfjörunni. 

Opið: 1. mars til 23. desember 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Hleðslustöð
 • Merktar gönguleiðir
 • Útsýni til sjávar
 • Fundar- / Ráðstefnuherbergi

Í nágrenni

 • Merktar gönguleiðir
 • Kajakferðir frá Flateyri 9 km
 • Bátsferðir til Vigurs frá Ísafirði
 • Sjóminjasafnið í Ósvör 30 km
 • Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð 50 km
 • Flateyri 9 km
 • Ísafjörður 17,5 km
 • Þingeyri 32 km
 • Dynjandi 37 km 

Gistiaðstaða 

11 tveggja manna herbergi, öll með sér baðherbergi. Í tveimur herbergjanna er hægt að bæta við aukarúmi fyrir barn. 

Veitingar/máltíðir 

Morgunverður er innifalinn og gestir geta pantað nestispakka gegn gjaldi. Hægt er að fá afnot af grilli á staðnum og gestum er velkomið að nýta sér aðstöðuna í morgunverðarsalnum. Ýmsir veitingastaðir í næstu þéttbýlum (t.d. Kaffi Sól 3 km, Vagninn 10 km en er aðeins opið frá júní til ágúst, Húsið 18 km, Edinborg 18 km, Við Pollinn 18 km og Tjöruhúsið 18,5 km, panta þarf fyrirfram. 

Þjónusta/ Afþreying 

Í húsinu er setustofa sem tekur um 30 manns og salur sem tekur rúmlega 100 manns. Þar er gott að halda fundi, ráðstefnur og veislur. Góð nettenging, skjávarpi, sjónvarpsskjár, píanó og orgel eru til staðar. Matvörubúði á Flateyri (9 km) og Ísafirði (17,5 km). 

Við hótelið eru tvær hleðslustöðvar sem gestir á rafmagnsbílum geta nýtt sér.

Gönguleiðir og útivistarsvæði 

Í nágrenni Holts eru margar fjölbreyttar gönguleiðir. Holtsfjara með sínum hvíta skeljasandi dregur að sér gesti, allan ársins hring. Sandkastalakeppni er haldin um hverja verslunarmannahelgi í fjörunni. Þar er Holtsbryggja, dálæti ljósmyndarans. Gamall þjóðvegur liggur um Holtsveg þar sem iðandi fuglalíf er á sumrin. Hægt er að tjalda í trjágarðinum og við húsið, þegar stærri hópar koma til gistingar og tenglar eru fyrir húsbíla og rafbíla. 

Gestgjafar: Helga, Ásvaldur, Kristján og Hófí 

 

í nágrenni