Brú Guesthouse



Brú Guesthouse

Gisting í tólf fallegum og vel búnum smáhýsum á rólegum stað með frábæru útsýni í allar áttir. Húsin eru staðsett á miðju Suðurlandi, skammt frá Hvolsvelli og Fljótshlíð og staðsetningin hentar einkar vel til skoðunarferða um nokkrar vinsælustu náttúruperlur Íslands, t.a.m. Seljalandsfoss, Reynisfjöru, Dyrhólaey, Vestmannaeyjar og Þórsmörk. Á veturna er tilvalið að njóta kyrrðarinnar og norðurljósanna á þessu fallega svæði. Smáhýsin eru með baðherbergi, smáeldhúsi, flatskjá, þráðlausri nettengingu og hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla. Lítil verönd er við hvert hús. 

Opið allt árið. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Bústaður
  • Wi-Fi
  • Eldunaraðstaða
  • Hleðslustöð
  • Voffi velkominn

Í nágrenni

  • Seljalandsfoss  5 km
  • Hvolsvöllur  16 km 
  • Skógafoss  37 km
  • Landeyjahöfn  16 km
  • Þórsmörk  38 km 
  • Vík í Mýrdal  69 km

Gisting

Boðið er upp á gistingu í vel búnum smáhýsum:

-  2ja – 4ra manna smáhýsi (28 m2) með tveimur rúmum og svefnsófa í einu rými.
-  2ja – 4ra manna smáhýsi (37 m2) með einu svefnherbergi með rúmum og svefnsófa í stofunni.
-  2ja manna smáhýsi (37 m2) með einu stóru svefnherbergi með tveimur rúmum.

Smáhýsin eru öll parketlögð, baðherbergi með sturtu og hárþurrku, smáeldhúsi með örbylgjuofni, einni hellu og ísskáp, flatskjá með gervihnattarásum, þráðlausri nettengingu og hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla. Við hvert hús er lítil verönd.

Vel uppaldir hundar sem trufla ekki aðra gesti eru velkomnir.

Máltíðir

Í öllum húsunum er aðstaða til að elda einfaldar máltíðir. Næsta matvöruverslun eru á Hvolsvelli (15 km). Nokkrir veitingastaðir eru í nágrenninu t.d. á Hvolsvelli en á fleiri stöðum í kring t.d. Hótel Selja yfir sumartímann (900 m), Hellishólar (10 km), Smáratúni í Fljótshlíð (11 km), Hótel Rangá (21 km), Hótel Anna (22 km) Gamla fjósið (26 km).

Þjónusta og afþreying

Hestaleiga, t.d. í Smáratúni í Fljótshlíð (11km). Næsti golfvöllur (18 holur) á Hellishólum í Fljótshlíð, Þverárvöllur (14 km). 18 holu golfvöllur, Strandarvöllur, 7 km í vestur frá Hvolsvelli (22 km). Daglegar rútuferðir í Þórsmörk frá Hvolsvelli (16 km) og í Landmannalaugar frá Hellu (29 km). Frá Landeyjahöfn (18 km) eru daglegar ferjusiglingar (35 mín.) til Vestmannaeyja. Næsta þéttbýli með jarðhitasundlaug, verslunum og ýmissi þjónustu við ferðamenn: Hvolsvöllur (15 km).

Njótum útsýnis af Stóra-Dímon

Brú Guesthouse stendur skammt vestur af Stóra-Dímon þar sem koma saman mörk Austur-Landeyja, Fljótshlíðar og Vestur-Eyjafjalla. Stóri-Dímon er stakt, grasi gróið fell (178 m) á Markarfljótsaurum. Af fellinu er fallegt útsýni til allra átta og tilvalið fyrir fólk á öllum aldri að ganga upp á Stóra-Dímon. Við rætur fellsins er skilti frá Sögusetrinu á Hvolsvelli þar sem segir frá atburðum í Njáls sögu, sem gerðust hjá Stóra-Dímon, hús¬karlavígum Hallgerðar og Bergþóru.

Hin undursamlega Fljótshlíð og söguslóðir Njálu

Frá Brú Guesthouse eru um 6 km eftir Dímonarvegi að gatnamótum við Fljótshlíðarveg, skammt vestur af Múlakoti. Náttúrufegurð í Fljótshlíð er við brugðið og frá hlíðinni er stórfenglegt útsýni til Eyjafjallajökuls. Hér eru víða freistandi gönguleiðir fyrir unga sem aldna og indælt að njóta kyrrðarinnar við nið fossandi lækja. Í Fljótshlíð og næstu sveitum er sögusvið Njálu sem kunnust er Íslendingasagna. Í Sögusetrinu á Hvols¬velli, sem einnig er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, gefst kostur á að fræðast um Njálu, heim Íslendingasagna og norræna goðafræði.

Eyjafjöll, Rangárvellir, Skógar, Þórsmörk, Vestmannaeyjar

Brú Guesthouse er tilvalinn staður til að fara í dagsferðir um mitt Suðurland, hvort sem haldið er í austur í átt að Eyjafjallajökli og til sveitanna við rætur hans eða í vestur á Rangárvelli og inn til landsins að rótum Heklu. Seljalandsfoss (6 km) og Skógafoss (33 km) eru með kunnustu fossum á Íslandi og á Skógum er einstakt og umfangsmikið byggða- og sögusafn. Þórsmörk er einstök náttúruperla á milli þriggja jökla og afar vinsæll áfangastaður útivistarfólks og náttúruunnenda (áætlunarferðir frá Hvolsvelli (15 km). Undan landi rísa Vestmannaeyjar og þangað er aðeins 35 mín. ferjusigling frá Landeyjahöfn (18 km).

 

í nágrenni