Ásar gistiheimili



Ásar gistiheimili

Gistiheimilið Ásar er á fallegum stað í miðri Eyjafjarðarsveit, aðeins 9 km frá Akureyri. Í boði er gisting í fjórum tveggja manna herbergjum með sameiginlegu aðgengi að tveimur baðherbergjum. Morgunverður og sameiginleg setustofa. Tignarleg fjöll og freistandi gönguleiðir allt um kring og margvísleg þjónusta fyrir ferðamenn og afþreying í boði í næsta nágrenni. Tilvalinn dvalarstaður til dagsferða um næstu byggðir á Norðurlandi. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sameiginlegt baðherbergi
  • Wi-Fi
  • Heitur pottur
  • Voffi velkominn

Í nágrenni

  • Þverá 1 km
  • Eyjafjarðará 3 km
  • Vaðlaheiði 6 km
  • Akureyri 10 km
  • Hlíðarfjall 12 km
  • Dalvík 40 km
  • Siglufjörður 87 km

Gistiaðstaða

4x2 manna hlýleg og snyrtileg herbergi með fallegu útsýni. Sameiginlegt aðgengi að tveimur baðherbergjum; engin handlaug á herbergjum. Sameiginleg setustofa og sjónvarp með „playstation-tölvu“ til afnota fyrir gesti. Verönd og stór sólpallur þar sem er heitur pottur með útsýni til allra átta.

Hundar eru velkomnir.

 
Máltíðir

Ljúffengur morgunverður þar sem lögð er áhersla á heimagert góðgæti.

 
Þjónusta/afþreying

Fjölbreyttar gönguleiðir í sveitinni, um dali og fjöll. Hestaleigur í næsta nágrenni. Golfvöllur á Þverá, 9 holur, par 3 (1 km). Sundlaug á Hrafnagili (6 km). Kaffi kú er í göngufæri við Ása og veitingahúsið Lambinn á Öngulsstöðum sérhæfir sig í lambakjötsréttum (2 km). Jólagarðurinn, Sléttu, rétt norðan við Hrafnagil, selur jólavörur allt árið um kring. Næsta þéttbýli með verslunum, veitingastöðum, skemmtistöðum, söfnum og fjölþættri þjónustu fyrir ferðamenn: Akureyri (10 km).

 
Náttúrufegurð og sögustaðir

Dalurinn upp frá botni Eyjafjarðar ber í daglegu tali sama nafn og fjörðurinn sjálfur. Hann er 60 km að lengd, þéttbýll, veður- og gróðursæll, umkringdur tignarlegum fjöllum. Hér er tilvalið að bregða sér í öku- og skoðunarferð frá Ásum fram dalinn austan megin og síðan út dalinn vestan megin til Akureyrar.

 
Höfuðstaður Norðurlands

Á Akureyri bíður ferðamannsins athafna-, mennta- og mannlíf í takt við samtímann, söfn, listagallerí, veitingastaðir, stórverslanir, skemmtistaðir, kaffihús og krár. Fyrir ofan bæinn er skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, vinsælasta skíðasvæði á landinu, um 15 til 20 mín. akstur frá Ásum.

 
Dagsferðir frá Ásum

Sem dæmi um lengri skoðunarferðir frá Ásum má nefna ferð til Mývatns og náttúruundranna þar (80 km), ferð í Hvalaskoðun frá Húsavík (80 km) eða kynnisferð út með Eyjafirði vestanverðum (Ársskógssandur, Hrísey, Svarfaðardalur) og allt til Siglufjarðar (87 km). Við austanverðan Eyjafjörð er Byggðasafnið í Laufási (32 km) og ekki er lengi verið að aka um Vaðlaheiðargöng til þess að njóta sumarsólar í Vaglaskógi.

 

í nágrenni