Gistiheimilið NýpGistiheimilið Nýp

Hlýlegt, nútímalegt gistiheimili á Skarðsströnd, rétt utan alfaraleiðar um Saurbæ til Vestfjarða. Gisting í fimm herbergjum með uppbúnum rúmum; þrjú herbergi með sérbaði. Morgunverður í boði; gestaeldhús. Bærinn Nýp stendur við rætur fjallsins Nýpurhyrnu og þaðan er víðáttumikið útsýni yfir Breiðafjörð. Tilvalinn staður til gönguferða, fuglaskoðunar og hvíldar úti í náttúrunni í um þriggja klukkustunda akstur frá Reykjavík. 
Lágmarksdvöl 2 nætur.

Opið: 15. maí - 15. sept. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Sér baðherbergi
 • Wi-Fi
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Eldunaraðstaða

Í nágrenni

 • Skarð 11 km
 • Klofningur 22 km
 • Dagverðarnes 24 km
 • Ólafsdalur 25 km
 • Laugar í Sælingsdal 40 km
 • Búðardalur 50 km
 • Reykhólar 50 km
 • Hólmavík 50 km
 • Drangsnes 60 km
 • Grímsey 60 km

Gistiaðstaða

Í boði er gisting í 5x2 manna herbergjum sem öll eru með útsýni til sjávar. Þrjú herbergi eru með sérbaði en tvö herbergi eru með sameiginlegu baðherbergi. Tvíbreið eða aðskilin rúm eftir því sem óskað er. Snyrtivörur og hárþurrka fylgja hverju herbergi. Þráðlaust net án endurgjalds. Verönd snýr upp til dalsins inn af bænum og þar njóta gestir morgun- og miðdagssólar.

Lágmarksdvöl eru 2 nætur.

Þjónusta

Morgunverður í boði ef óskað er. Morgunverðarhlaðborð með lífrænum matvælum og matvælum úr heimabyggð, heimabökuðu brauði og marmelaði. Kvöldverður í boði ef hann er pantaður fyrirfram. Á matseðli eru réttir úr hágæðahráefni úr næstu sveitum og heimaræktað lífrænt grænmeti. Snætt er í hlýlega innréttuðum matsal sem áður var hlaða á bænum. Gestum stendur einnig til boða að elda sínar eigin máltíðir í gestaeldhúsi og snæða þær í matsalnum.

Afþreying

Frá Nýp eru margar áhugaverðar gönguleiðir, hvort sem haldið er inn dalinn upp frá bænum, yfir fjöllin til næstu dala eða niður að sjó. Kjörlendi fyrir fuglaskoðara. Á Nýp er vísir að lista- og fræðasetri og þar er aðstaða fyrir fyrirlestra, smærri málþing og námskeið auk stofutónleika og aðstaða fyrir verklegar smiðjur á sviði handverks, hönnunar og myndlistar. Sundlaugar á Laugum í Sælingsdal (40 km), Reykhólum (50 km) og Hólmavík (50 km). Næsta þéttbýli: Búðardalur (50 km).

Heillandi nútími á gömlum grunni

Bærinn Nýp stendur við rætur fjallsins Nýpurhyrnu, í svonefndri Nýpurhlíð, innarlega á Skarðsströnd. Á Nýp var rekið fjárbú í hundruð ára en búskap var hætt á jörðinni á 7. áratug síðustu aldar.  Gistiheimilið er í steinhúsi sem var reist árið 1936 og hafði staðið autt í tæp 40 ár þegar  núverandi eigendur og gestgjafar að Nýp hófu miklar endurbætur á húsinu í samvinnu við arkítekta árið 2001 og gerðu bæinn upp af miklum metnaði.   Frá bænum er fallegt útsýni yfir Breiðafjörð, eyjar og sker, fuglalíf er fjölskrúðugt og göngufólk á hér margra kosta völ.

Sögustaðir og lifandi fortíð

Margir áhugaverðir staðir eru á þessum slóðum. Allnokkru utar á Skarðsströnd er Skarð, bær og kirkjustaður, sögufrægur staður, jörð sem var talin þriðja verðmætasta jörð á Íslandi fyrir einni og hálfri öld. Í kirkjunni á Skarði er altaristafla frá 15. öld. Sé ekið inn með ströndinni og komið til Saurbæjar er vel þess virði að líta við í Ólafsdal þar sem fyrsti búnaðarskóli á Íslandi var stofnaður. Á Reykhólum er góð sundlaug og þar er Báta- og hlunnindasafn Breiðafjarðar. Á Hólmavík er hið sérstæða Galdrasafn. Frá Drangsnesi eru siglingar út í Grímsey á Steingrímsfirði og hvalaskoðun frá Hólmavík. 


Strandahringur í Dalabyggð

Hæfilega löng og einkar falleg ökuleið er fyrir Klofning, um svonefndan „Strandahring“ í Dalabyggð. Sé farið í austur frá Nýp er ekið um Saurbæ, þá um Hvammssveit með viðkomu á Laugum í Sælingsdal og síðan um Fellsströnd, fyrir Klofning og um Skarðsströnd að Nýp. Þetta er hlýleg og hrífandi leið í fallegu sumarveðri. Úti á Breiðafirði blasa við hinar óteljandi eyjar og inn til landsins er fjöldi áningastaða og margt að skoða og upplifa fyrir náttúruunnendur. Og hver veit nema við ferðalöngum blasi tignarleg sjón, haförn á flugi.


Gestgjafi: Þóra

 

í nágrenni