Suður-Bár við Grundarfjörð



Suður-Bár við Grundarfjörð

Gistiheimili á bóndabæ við Grundarfjörð miðsvæðis á norðanverðu Snæfellsnesi á Norðvestur-Íslandi, 8 km frá útgerðar- og ferðaþjónustubænum Grundarfirði. Mikil náttúrufegurð og fagurt útsýni til fjalla og til hafs. Gönguleiðir, golfvöllur við bæinn, hestaferðir, sjóstangveiði og hvalaskoðun. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Skoðunarsiglingar um Breiðafjörð. Ferja til Flateyjar og Vestfjarða. Opið frá 21. janúar - 10. nóvember.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sameiginlegt baðherbergi
  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Wi-Fi
  • Golfvöllur í nágrenni
  • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

  • Golfvöllur á staðnum
  • Gönguleiðir
  • Grundarfjörður 8 km
  • Veitingastaðir og sundlaug á Grundarfirði
  • Kirkjufell og Kirkjufellsfoss 12 km
  • Hákarlasafnið Bjarnarhöfn 22 km
  • Ólafsvík 30 km
  • Stykkishólmur 40 km
  • Fuglaskoðunarferðir og ferjan Baldur - Stykkishólmi 
  • Þjóðgarður Snæfellsjökuls 40 km
  • Gerðuberg 57 km
  • Arnarstapi 61 km
  • Vatnshellir 70 km
  • Borgarnes 102 km

Gistiaðstaða

8 herbergi, sum með sérbaðherbergi og önnur með handlaug og sameiginlegu baðherbergi. Stúdíóíbúð í sérhúsi hjá gistiheimilinu sem hentar fyrir 4 fullorðna eða 2 fullorðna og 2 börn; eldúskrókur, borðkrókur og baðherbergi.

Afsláttur af verði ef dvalið er lengur en eina nótt.

 
Þjónusta

Matstofa á gistiheimilinu með fallegu útsýni yfir fjörðinn þar sem borinn er fram morgunverður. Matsölustaðir í þorpinu Grundarfirði. Eldunaraðstaða í sérhúsinu fyrir þá sem þar dveljast. Hestaleiga á bænum.  Ókeypis þráðlaust netsamband.

 
Afþreying

Á staðnum er 9 holu golfvöllur, Bárarvöllur, par 72; 5.206 m af gulum teigum og 4,392 m af rauðum teigum. Frábært útsýni af vellinum yfir Grundarfjörð og Breiðafjörð. Veitingasala í klúbbhúsi. Gönguleiðir í fjörunni, um nágrennið og í nærsveitum.
Hvalaskoðun og sjóstangaveiði frá Grundarfirði. „Ólátagerði“ fyrir börnin í Grundarfirði. Fuglaskoðunar- og eyjaskoðunarsiglingar frá Stykkishólmi (40 km). Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull (40 km). Næsta þéttbýli með verslunum, veitingastöðum og sundlaug: Grundarfjörður (8 km).

 
Paradís göngumanna og fjallafólks

Grundarfjörður er rómaður fyrir náttúrufegurð og svipmikil fjöll þar eins og Kirkjufell. Þeir sem hafa yndi af að njóta landsins og endurnæra sál og líkama á göngu eiga um margt að velja. Fjölmargar góðar gönguleiðir á svæðinu, þar má nefna göngu á fjallið hinum megin við fjörðinn, gegnt Suður-Bár, Stöðina, hringferð í kringum Kirkjufell, göngu á fjallið Klakk eða upp að Grundarfossi. Kort og upplýsingar um þessar gönguleiðir og fleira má fá í Sögumiðstöðinni á Grundarfirði. Eilítið austar á nesinu, í Hraunsfirði (14 km að vegamótum við Berserkjahraunsveg), er einnig að finna yndislega friðsælt umhverfi, t.d. í Árnabotni, kjörið til útivistar og gönguferða í fallegu sumarveðri.

 
Kæstur hákarl, eldfjallasafn, töfrar á Breiðafirði

Stykkishólmur, fallegur verslunar- og útgerðarbær og höfuðstaður héraðins, er í 40 km akstursfjarlægð í austur frá Suður-Bár. Á leiðinni þangað má taka á sig krók á hákarlasafnið í Bjarnarhöfn (23 km) þar sem hinir allhörðustu bragða að sjálfsögðu á íslenskum sérrétti, kæstum hákarli. Í Stykkishólmi er áhugavert byggðasafn í „Norska húsinu“, „Eldfjallasafnið“ og sérstætt safn um vatnið í náttúru Íslands. Flestum verður svo ógleymanleg upplifun að fara í skoðunarsiglingu frá Stykkishólmi um eyjarnar á Breiðafirði, kynnast auðugu fuglalífi og bragða á hnossgæti beint úr sjónum. Frá Stykkishólmi eru reglulegar ferjusiglingar til Flateyjar í Breiðafirði og suðurstrandar Vestfjarðakjálkans.

 
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er yst á Snæfellsnesi. Þangað eru 40 km frá Suður-Bár eftir fallegri leið út með norðurströnd nessins. Þjóðgarðurinn á sér engan líka. Þar er að finna einstakar náttúruperlur, höggnar í berg af hvæsandi öldum úthafsins, og minjar um gamlar verstöðvar, vitnisburð um harða lífsbaráttu á þessum slóðum á fyrri öldum. Yfir þjóðgarðinum trónir svo hinn mikilfenglegi Snæfellsjökull, hlaðinn seiðmagni. Merktar gönguleiðir. Þjónustumiðstöð á Hellnum. Á sumrin eru í boði daglegar snjósleða- eða troðaraferðir á jökulinn, allt frá því snemma að morgni og þar til seint á sólbjörtum kvöldum.


Gestgjafi: Marteinn

 

í nágrenni