Hótel Selja



Hótel Selja

Nýtt gistihús á eftirsóttum ferðamannaslóðum, skammt frá Hvolsvelli og Fljótshlíð; 12 rúmgóð, vel búin og hlýleg herbergi með sérsnyrtingu. Frá Hótel Selju er fagurt útsýni til Eyjafjallajökuls í austri, Fljóts­hlíðar í norðri og Vestmannaeyja í suðri úti fyrir ströndinni. Kunnar náttúru­perlur, Seljalandsfoss, Skógafoss og Þórsmörk eru innan seilingar. Tilvalinn dvalarstaður fyrir fjölskyldufólk, náttúruunnendur, göngu- og útivistarfólk.

Opið frá 1. maí til 30. september.  

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sér baðherbergi
  • Wi-Fi

Í nágrenninu

Góðar gönguleiðir

Seljalandsfoss 5 km

Hvolsvöllur 16 km

Skógafoss 32 km

Landeyjahöfn 17 km

Þórsmörk 38 km

Vík í Mýrdal 66 km

Gisting

Gisting í eins til þriggja manna herbergjum, tveimur 20m2 herbergjum með aðgengi fyrir hjólastóla og tíu 18m2 herbergjum. Herbergin eru öll með sérbaði og eru smekkleg og vel búin (hárþurrka, aðstaða til að laga kaffi eða te) með gervihnattasjónvarpi og þráðlausu netsambandi án endurgjalds. Úr herbergjunum er mikið og fagurt útsýni.

Máltíðir

Morgunverður er borinn fram á milli kl. 7:30 og 9:30. Aðrar máltíðir eru ekki í boði að svo komnu máli en hægt að fá útbúna nestispakka með léttum hádegisverði. Næstu veitingastaðir eru á Hvolsvelli (16 km.) og t.d. í Smáratúni í Fljótshlíð (12 km).

Þjónusta og afþreying

Hestaleiga, t.d. í Smáratúni í Fjótshlíð (12 km). Næsti golfvöllur (18 holur) á Hellishólum í Fljótshlíð, Þverárvöllur (15 km). 18 holu golfvöllur, Strandarvöllur, 7 km í vestur frá Hvolsvelli (23 km). Daglegar rútuferðir í Þórsmörk frá Hvolsvelli (16 km) og í Landmannalaugar frá Hellu (29 km). Frá Landeyjahöfn (17 km) eru daglegar ferjusiglingar (35 mín.) til Vestmannaeyja. Næsta þéttbýli með jarðhitasundlaug, verslunum og ýmissi þjónustu við ferðamenn: Hvolsvöllur (16 km).

Njótum útsýnis af Stóra-Dímon

Hótel Selja stendur skammt vestur af Stóra-Dímon þar sem koma saman mörk Austur-Landeyja, Fljótshlíðar og Vestur-Eyjafjalla. Stóri-Dímon er stakt, grasi gróið fell (178 m) á Markarfljótsaurum. Af fellinu er fallegt útsýni til allra átta og tilvalið fyrir fólk á öllum aldri að ganga upp á Stóra-Dímon. Við rætur fellsins er skilti frá Sögusetrinu á Hvolsvelli þar sem segir frá atburðum í Njáls sögu, sem gerðust hjá Stóra-Dímon, hús­karlavígum Hallgerðar og Bergþóru.   

Hin undursamlega Fljótshlíð og söguslóðir Njálu

Frá Hótel Selju eru um 5 km eftir Dímonarvegi að gatnamótum við Fljótshlíðarveg, skammt vestur af Múlakoti. Náttúrufegurð í Fljótshlíð er við brugðið og frá hlíðinni er stórfenglegt útsýni til Eyjafjallajökuls. Hér eru víða freistandi gönguleiðir fyrir unga sem aldna og indælt að njóta kyrrðarinnar við nið fossandi lækja. Í Fljótshlíð og næstu sveitum er sögusvið Njálu sem kunnust er Íslendingasagna. Í Sögusetrinu á Hvols­velli, sem einnig er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, gefst kostur á að fræðast um Njálu, heim Íslendingasagna og norræna goðafræði

Eyjafjöll, Rangárvellir, Skógar, Þórsmörk, Vestmannaeyjar

Hótel Selja er tilvalinn staður til dagsferða um mitt Suðurland, hvort sem haldið er í austur í átt að Eyjafjallajökli og til sveitanna við rætur hans eða í vestur á Rangárvelli og inn til landsins undir rótum Heklu. Selja­lands­foss (5 km) og Skógafoss (32 km) eru með kunnustu fossum á Íslandi og á Skógum er einstakt og umfangsmikið byggða- og sögusafn. Þórsmörk er einstök náttúruperla á milli þriggja jökla og afar vinsæll áfangastaður útivistarfólks og náttúruunnenda (áætlunarferðir frá Hvolsvelli (16 km)). Undan landi rísa Vestmannaeyjar og þangað er aðeins 35 mín. ferjusigling frá Landeyjahöfn (17 km).


Gestgjafi:  Kristín

 

í nágrenni