Kaldá-Lyngholt Holiday HomesKaldá-Lyngholt Holiday Homes

Gisting í sumarhúsum í fallegu umhverfi á Fljótsdalshéraði, 10 km sunnan við þéttbýlið á Egilsstöðum og Egilsstaðaflugvöll. Húsin standa rétt við þjóðveg 95, skammt frá Vallanesi og Lagarfljóti. Hlýleg og notaleg hús með verönd. Kjörið svæði til gönguferða og fuglaskoðunar og góð staðsetning til dagsferða um Hérað, til Borgafjarðar eystra og um norðanverða Austfirði. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Bústaður
  • Heitur pottur
  • Gufubað / Spa
  • Eldunaraðstaða
  • Sjónvarp inni á herbergjum
  • Golfvöllur í nágrenni

Í nágrenninu

Egilsstaðir 9 km
Hallormsstaðaskógur 18 km
Hengifoss 27 km
Skriðuklaustur 32 km
Seyðisfjörður 37 km

Gistiaðstaða

Gisting í þremur sumarhúsum. Í hverju húsi er 1x2 manna lítið svefnherbergi, sameiginlegt rými með tvöföldum svefnsófa, flatskjá og mynddiskaspilara, vel búinn eldhúskrókur og baðherberi með sturtu (snyrtivörur fylgja). Verönd.


Máltíðir

Í hverju sumarhúsi er eldhúskrókur (pottar, pönnur, pizzaofn, frystir, brauðrist, samlokugrill, gasgrill og hraðsuðuketill). Hægt er að kaupa morgunverð en hann þarf að bóka fyrirfram. Næsta matvöruverslun er á Egilsstöðum (9 km). Næstu veitingastaðir á Egilsstöðum, Hótel Hallormsstað og Skriðu¬klaustri. Í Asparhúsinu í Vallanesi er veitingastaður og verslun með lífrænar mat-og heilsuvörur, ræktaðar og framleiddar á staðnum (opið mánud.-föstd. frá apríl til okt.)


Þjónusta, afþreying

Hjá sumarhúsunum er sameiginlegur heitur pottur og sauna; gestir bóka tíma hjá gestgjafa við pöntun eða þegar þeir koma á staðinn. Á sumrin er hestaleiga (1-2 klst. ferðir) á Útnyrðingsstöðum (4 km). Næsta sundlaug er á Egilsstöðum (10 km) og þar er einnig í boði ýmis þjónusta fyrir ferðamenn. 9 holu golfvöllur, par 35, er á Ekkjufelli (12,5 km). Reglu¬legar áætlunarferðir í innanlandsflugi (flugtími 1 klst.) milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Til Seyðisfjarðar, þar sem ferjan Norræna leggur að bryggju, eru 37 km.


Áhugaverðir staðir í nágrenninu

Þeim sem gista á Kaldá-Lyngholti standa til boða fjölbreyttir möguleikar til göngu-og fjallaferða en gönguleiðakort má fá á upplýsingamiðstöðinni á Egilsstöðum. Af stöðum, sem vert er að heimsækja í nágrenninu, má nefna Hallormsstaðaskóg og Atlavík, útivistarparadís fyrir alla fjölskylduna, og Hengifoss (næsthæsta foss á Íslandi). Þá er tilvalið að bregða sér inn í menningar- og fræðslusetrið Skriðuklaustur en hjá Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa, upplýsinga- og fræðslusetur um eystri hluta Vatnajökuls¬þjóðgarðs.


Dagsferðir til nútíðar og fortíðar

Firðirnir næst fyrir sunnan Fljótsdalshérað eru heillandi heimur fyrir ferðamenn. Seyðisfjörður (37 km) er snotur smábær undir bröttum fjöllum, gróinn þéttbýlisstaður á íslenska vísu. Um Fagradal liggur leiðin til Reyðarfjarðar (44 km), og þaðan eru aðeins 15 km til Eskifjarðar; í báðum þessum bæjum eru t.d. áhugaverð söfn. Frá Reyðarfirði er ekið um göng til Fáskrúðsfjarðar (17 km), smábæjar við fagran fjörð þar sem er einstakt safn og margt til minja um franska skútusjómenn sem höfðu þar bækistöð á síðari hluta 19. aldar


Borgarfjörður eystri, Stórurð

Borgafjörður eystri (78 km) er heillandi staður, víðkunnur fyrir tignarlega fjallaumgjörð og einstæða náttúrufegurð. Af Vatnsskarði, á leið yfir til Borgarfjarðar eystra, er mikið og fagurt útsýni yfir Úthérað og inn til landsins á björtum degi. Frá Vatnsskarðsvegi er merkt gönguleið í Stór¬urð (2,5 klst., 7,1 km), eina stórbrotnustu náttúrusmíð á Íslandi. Þegar hallar niður af skarðinu sunnan megin er komið í litríka veröld Njarðvíkur en á Borgarfirði eystra tekur lítið Bakkagerðisþorpið á móti ferðalöngum. Heimsókn í þennan fjörð við ysta haf er ógleymanleg upplifun.

 

í nágrenni