Skorrahestar



Skorrahestar

Skorrahesta finnur þú í fallegri sveit á Austfjörðum. Þar er boðið upp á gistingu á hefðbundnum bóndabæ, þar sem hross og sauðfé eru aðal bústofninn. Hestaleiga og gönguferðir eru vinsælasta afþreyingin enda hestakosturinn góður og leiðsögumenn frásagnarglaðir. Listmunir og málverk eftir Theu skreyta gistiheimilið. Opið frá apríl fram í október. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Hefðbundinn búskapur
  • Heitur pottur
  • Eldunaraðstaða
  • Golfvöllur í nágrenni
  • Hleðslustöð
  • Norðurljósaþjónusta

Í nágrenni

  • Urðir og Páskahellir 12 km
  • Helgustaðanáma 25 km
  • Mjóeyri við Eskifjörð 20 km
  • Neskaupstaður 6 km
  • Eskifjörður 17 km

Gistiaðstaða

Gistiaðstaða fyrir allt að 19 gesti í tveggja, þriggja og fjögurra manna herbergjum auk fjölskylduherbergja fyrir allt að 6 manns. Öll herbergi eru með sérbaðherbergi. Sameiginlegar setustofur, matsalur, aðgangur að vel búnu eldhúsi og stór verönd þar sem hægt er að grilla og matast. Herbergin nær öll með sér baðherbergi.

Veitingar/máltíðir


Morgunverður fylgir allri gistingu. Þá er möguleiki að fá máltíðir fyrir hópa sem gista ef pantað er fyrirfram. Veitingastaðir og verslanir eru í Neskaupstað 6 km frá Skorrahestum.

Þjónusta/afþreying


Skorrahestar bjóða upp á styttri reiðtúra þ.e. allt frá 1-2 klst.  Leiðsagðar gönguferðir t.d. 2 klst eða lengri ef pantað er með góðum fyrirvara. Á sumrin eru dýrin á bænum aðgengileg fyrir gesti s.s. forvitnir heimalningar, vingjarnlegur hundur og kelinn köttur. Stutt er í sundlaug með heitum pottum, kaffihús, silungsveiði í Norðfjarðará, bryggjudorg, fuglaskoðun, golf, kajakleigu, skemmtisiglingu, söfn (náttúrugripasafn, listasafn, sjóminjasafn) og auðvitað göngutúra á eigin vegum um náttúruna og snjóflóðamannvirkin í þéttbýlinu á Nesi.

Heiðarnar og hafið heilla


Norðfjarðarsveit er gróðursæl, umlukin tignarlegum fjöllum og nálægðin við hafið og útgerðarbæinn rauða gerir upplifun gesta enn eftirminnilegri. Hættan sem byggðinni stafar af snjóflóðum og varnirnar sem byggðar hafa verið eru einstakar á landsvísu. Togarar og smærri bátar í höfninni ásamt bændabýlunum í sveitinni minna gesti á upp úr hverju Íslendingar eru sprottnir.


Gönguferðir og reiðtúrar


Urðir og Páskahellir eru afar vinsælir staðir út með ströndinni og gjarnan heimsóttir saman í stuttri göngu.
Reiðtúrar og gönguferðir Skorrahesta eru einstök upplifun ef markaumsagnir gesta t.d. á tripadvisor.com. Þar spilar inn í fagleg leiðsögn, mikil frásagnargleði og sá góði vanihafa gesti ávallt í fyrirrúmi.

Stutt í frábæra afþreyingu


Innan við 2 klst akstur frá Skorrahestum má finna: Flottustu lundabyggð á Íslandi (Borgarfjörður), Laugarfell – öræfahostel (t.d. náttúrulegir heitir pottar), Steinasafn Petru, Skriðuklaustur, Hengifoss í Fljótsdal, franska þorpið Fáskrúðsfjörð, Seyðisfjörð, Helgustaðanámu, Hallormstaðaskóg, o.m.fl.

 

í nágrenni