Arnarstapi HótelArnarstapi Hótel

Arnarstapi Center er staðsett við rætur Snæfellsjökuls og jaðar þjóðgarðsins sem geymir einstakar náttúruperlur. Gistingin á hótelinu eru herbergi með sérbaði. Veitingastaður. Fjölbreyttir möguleikar til útivistar, gönguferða, jöklaferða og náttúruskoðunar á slóðum sem verða flestum ógleymanleg upplifun. Opið frá 1. mars til 1. nóvember.

Skoða Arnarstapa Gistihús

Skoða Arnarstapa Smáhýsi

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Eldunaraðstaða
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Merktar gönguleiðir
 • Tjaldsvæði

Í nágrenni

 • Fjöldi frábærra gönguleiða
 • Hellnar 5 km
 • Lóndrangar 8 km
 • Malarrif 9 km
 • Vatnshellir Cave 10 km
 • Dritvík 15 km
 • Saxhóll 25 km
 • Golfvöllur 31 km
 • Hellissandur 36 km
 • Ólafsvík 37 km
 • Lýsuhóll pool 38 km
 • Grundarfjörður 52 km

Gistiaðstaða

Á hótelinu eru 36 herbergi, 22x2 manna, 10x3 manna og 4 hótelíbúðir sem henta hver fyrir allt að 6 manns. Öll herbergin með sérbaði.

 
Veitingar/máltíðir

Á veitingastað Arnarstapa Center, Snjófell Restaurant, er lögð áhersla á að bjóða gestum góðan mat úr heimafegnu hráefni, bæði frá nágrannabyggðum Arnarstapa og annars staðar frá á Snæfellsnesi. Veitingastaðurinn rúmar 100 manns í sæti. Þar er borinn fram morgunverður fyrir gesti en kl. 10:00-22:00 alla daga er staðurinn opinn bæði fyrir gesti og þá sem eiga leið um á ferð sinni um svetirnar undir jökli.

 
Þjónusta/afþreying

Arnarstapi og nágrenni hans allt í kringum Snæfellsjökul er eitt vinsælasta ferðamannasvæði á vestanverðu Íslandi. Fjölbreyttar gönguleiðir hjá og út frá þorpinu, meðfram ströndinni, inn til fjalla eða upp á jökul, um landsvæði sem er nú friðlýst og innan þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Hrífandi ökuleiðir sem henta vel til dagsferða hringinn í kringum Snæfellsnes. Margvísleg þjónusta í boði, t.d. jöklaferðir og gönguleiðir með leiðsögn. Næstu sundlaugar: Lýsuhóll (38 km) og Ólafsvík (innilaug með útipottum – 37 km).Næsta þéttbýli með verslunum og almennri þjónustu: Ólafsvík (37 km).

 
Arnarstapi - gönguleiðir

Arnarstapi er lítið sjávarþorp nær yst á suðurströnd Snæfellsness um 193 km frá Reykjavík. Björgin meðfram ströndinni eru kjörlendi fyrir fuglaskoðara og í þorpinu sjálfu er stórt kríuvarp. Meðfram ströndinni, milli Arnarstapa og Hellna, eru freistandi gönguleiðir ofan við sorfna hraunhamra og eins er um margar leiðir að velja inn til landsins.

 
Snæfellsjökull

Snæfellsjökull gnæfir í allri sinni dýrð ofan við byggðina hér yst á Snæfellsnesi, kunnur um víða veröld fyrir seiðmagn, fegurð og ekki síst fyrir þá hugdettu Jules Verne að um gíg Snæfellsjökuls mætti komast inn að miðju jarðar. Frá Arnarstapa eru í boði ferðir á jökulinn, bæði skipulagðar gönguferðir og ferðir á vélsleðum og snjóköttum. Útsýni frá jökultindinum er einstakt á björtum dögum. Enginn ætti að ganga á jökulinn nema eftir þeim slóðum sem liggja upp á tindinn eftir umferð vélsleða og snjókatta.

 
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull

Þorpið Arnarstapi er við útjaðar þjóðgarðsins Snæfellsjökuls sem nær yfir stórt landsvæði allt í kringum jökulinn, frá ægifagurri og stórbrotinni ströndinni upp á efsta tind á Snæfellsjökli. Í þjóðgarðinum eru fjölmargir skoðunarverðir staðir, ummerki um átökin á milli elds og ísa, brimskafla úthafsins og menjar um lífsbaráttu manna undir jökli á fyrri öldum. Gönguferðir um þjóðgarðinn með leiðsögumönnum eru í boði á sumrin en öllum er frjálst að kanna þennan ævintýraheim á eigin vegum eftir merktum göngleiðum. Gestastofa þjóðgarðins og upplýsingamiðstöð er við Malarrif (9 km frá Arnarstapa).

 
Vatnshellir

Vatnshellir er 5-8000 ára gamall 200 m langur hraunhellir í þjóðgarðinum, rétt ofan við veginn niður að Malarrifi. Í hellinum er hátt til lofts og vítt til veggja en hann hefur verið gerður aðgengilegur með hringstigum. Umferð um Vatnshelli er aðeins leyfð með leiðsögn og er farið daglega í skoðunarferðir í hellinn frá Gestastofu þjóðgarðsins við Malarrif (9 km).


Gestgjafi:   Lovísa Kristín Jóhannesdóttir

 

í nágrenni