Arnarstapi CenterArnarstapi Center

Við rætur Snæfellsjökuls við jaðar þjóðgarðsins sem geymir einstakar náttúruperlur: Gisting í þrenns konar einingum, í hóteli með herbergjum með sérbaði, á gistiheimili með herberjum með sameiginlegum baðherbergjum og í smáhýsum með sérbaði. Veitingastaður. Fjölbreyttir möguleikar til útivistar, gönguferða, jöklaferða og náttúruskoðunar á slóðum sem verða flestum ógleymanleg upplifun. Opið:  1. mars til 1. nóvember.

Veldu dagsetningar
Frá:0 kr.
hver nótt á herbergi
Bóka

Þjónusta

  • Sameiginlegt baðherbergi
  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Bústaður
  • Íbúð
  • Veitingastaður
  • Vínveitingar
  • Máltíðir í boði
  • Eldunaraðstaða

Hellnar 5 km
Malarrif 9 km
Hellissandur 36 km
Ólafsvík 37 km
Lýsuhólslaug 38 km
Grundarfjörður 52 km

Gistiaðstaða

1. Í hótelinu eru 36 herbergi, 22x2 manna, 10x3 manna og 4 hótelíbúðir sem henta hver fyrir allt að 6 manns. Öll herbergin með sérbaði.
2. Á gistiheimilinu er 19 herbergi, 12x2 manna, 4x3 manna og 3x4 manna herbergi. Sameiginleg baðherbergi.
3. Smáhýsin, sem eru 10, henta hvert fyrir 3 fullorðna eða 2 fullorðna og 2 börn. Í hverju smáhýsi er sérbaðherbergi, örbylgjuofn, kaffivél og ísskápur.

 
Veitingar/máltíðir

Á veitingastað Arnarstapa Center, Snjófell Restaurant, er lögð áhersla á að bjóða gestum góðan mat úr heimafegnu hráefni, bæði frá nágrannabyggðum Arnarstapa og annars staðar frá á Snæfellsnesi. Veitingastaðurinn rúmar 100 manns í sæti. Þar er borinn fram morgunverður fyrir gesti en kl. 10:00-22:00 alla daga er staðurinn opinn bæði fyrir gesti og þá sem eiga leið um á ferð sinni um svetirnar undir Jökli.

 
Þjónusta/afþreying

Arnarstapi og nágrenni hans allt í kringum Snæfellsjökul er eitt vinsælasta ferðamannasvæði á vestanverðu Íslandi. Fjölbreyttar gönguleiðir hjá og út frá þorpinu, meðfram ströndinni, inn til fjalla eða upp á jökul, um landsvæði sem er nú friðlýst og innan þjóð-garðsins Snæfellsjökuls. Hrífandi ökuleiðir sem henta vel til dagsferða hringinn í kringum Snæfellsnes. Margvísleg þjónusta í boði, t.d. jökla-ferðir. Næstu sundlaugar: Lýsuhóll (38 km) og Ólafsvík (innilaug með útipottum – 37 km). Næsta þéttbýli með verslunum og ýmissi almennri þjónustu: Ólafsvík (37 km).

 
Arnarstapi - gönguleiðir

Arnarstapi er lítið sjávarþorp nær yst á suðurströnd Snæfellsness um 193 km frá Reykjavík. Björgin eru meðfram ströndinni eru kjörlendi fyrir fuglaskoðara og í þorpinu sjálfu er stórt kríuvarp. Meðfram ströndinni, milli Arnarstapa og Hellna, eru freistandi gönguleiðir ofan við sorfna hraunhamra og eins er um margar leiðir að velja inn til landsins, t.d. í kringum fjallið fyrir ofan þorpið, Stapafell (526 m).

 
Snæfellsjökull

Snæfellsjökull er gnæfir í allri sinni dýrð ofan við byggðina hér yst á Snæfellsnesi, kunnur um víða veröld fyrir seiðmagn og fegurð og ekki síst fyrir þá hugdettu Jules Verne að um gíg Snæfellsjökuls mætti komast inn að miðju jarðar. Frá Arnarstapa eru í boði ferði á jökulinn með vél¬sleðum og snjóköttum. Útsýni frá jökultindinum er einstakt á björtum dögum. Enginn ætti að ganga á jökulinn nema eftir þeim slóðum sem liggja upp á tindinn eftir umferð vélsleða og snjókatta.

 
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull

Þorpið Arnarstapi er við útjaðar þjóðgarðsins Snæfellsjökuls sem nær yfir stórt landsvæði allt í kringum jökulinn, frá ægifagurri og stórbrotinni ströndinni upp á efsta tind á Snæfellsjökli. Í þjóðgarðinum eru fjölmargir skoðunarverðir staðir, ummerki um átökin á milli elds og ísa og brimskafla úthafsins og menjar um lífsbaráttu manna undir Jökli á fyrri öldum. Gönguferðir um þjóðgarðinn með leiðsögumönnum eru í boði á sumrin en öllum er frjálst að kanna þennan ævintýraheim á eigin vegum eftir merktum göngleiðum. Gestastofa þjóðgarðins og upplýsingamistöð er við Malarrif (9 km frá Arnarstapa).

 
Vatnshellir

Vatnshellir er 5-8000 ára gamall 200 m langur hraunhellir í þjóðgarðinum, rétt ofan við veginn niður að Malarrifi. Í hellinum er hátt til lofts og vítt til veggja og hann hefur verið gerður aðgengilegur með hringstigum. Umferð um Vatnshelli er aðeins leyfð með leiðsögn og er farið daglega í skoðunarferðir í hellinn frá Gestastofu þjóðgarðsins við Malarrif.


Gestgjafi:   Lovísa Kristín Jóhannesdóttir

 

í nágrenni