Hótel VosHótel Vos

Lítið og hlýlegt sveitahótel á býlinu Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ á Suðurlandi, í um 10 mínútna akstur frá Hellu, um 3 kílómetra frá ströndinni. Hótelið er á einni hæð og í boði eru 18 herbergi með sérbaði, sérinngangi og aðgangi að heitum potti. Morgunverður í boði og kvöldverður ef óskað er. Hótel VOS er kjörinn staður til þess að njóta þess sem er í boði á Suðurlandi, hvort sem ætlunin er að slaka á eða kynnast náttúru og mannlífi á þessum slóðum. Opið frá 1. feb. - 30. okt. Opið allt árið fyrir hópa. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Sjónvarp inni á herbergjum
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Aðstaða fyrir fatlaða
 • Norðurljósaþjónusta

Í nágrenni

 • Hella – 17 km
 • Ægisíðufoss – 13 km
 • Strandarvöllur 24 km
 • Hvolsvöllur – 27 km
 • Sögusetrið - Hvolsvöllur
 • Lava Centre - Hvolsvöllur
 • Seljalandsfoss 54 km
 • Skógafoss – 81 km
 • Landeyjahöfn – 57 km
 • Secret Lagoon - Flúðum 68 km
 • Þjórsárdalur – 80 km

Gistiaðstaða

18 björt og þægileg herbergi, eins manns, tveggja manna eða fjölskylduherbergi. Öll herbergin eru með sérbaði og sérinngangi og aðgangi að heitum potti.

 
Veitingar/máltíðir

Í matsal eru sæti fyrir 50 manns. Þar er borinn fram morgunverður og gestir geta pantað fyrirfram þriggja rétta kvöldverð frá kl.18:00 til 20:00. Lögð er áhersla á að nota heimafengið hráefni í alla matargerð, kjöt, ferskt sjávarfang og grænmeti. Gestum standa til boða nestisbox til að hafa með sér í lengri eða styttri skoðunarferðir. Te og kaffi er í boði allan daginn.

 
Þjónusta/afþreying

Á Norður-Nýjabæ er rekið hrossabú og gestum er velkomið að stofna til kynna við íslenska hestinn. Göngu- og hjólaleiðir í næsta nágrenni við hótelið. Skoðunarferðir í hestvagni um sveitina (6,5 km). Næsti þéttbýlisstaður: Hella (17 km) þar sem er jarðhitasundlaug, verslanir, veitingastaðir og ýmis önnur þjónusta við ferðafólk. Fyrir kylfinga, þá er Strandarvöllur næsti golfvöllur (24 km).

 
Skoðunarferðir um Gljána, Ægisíðufoss, Djúpósstífla

Hótel VOS er í aðeins 3 km fjarlægð frá ströndinni þar sem þungar öldur Atlantshafs falla að Gljánni, svartri sandströnd. Í boði eru ferðir með leiðsögumanni um Gljána og þeir, sem áhuga hafa, geta spreytt sig á því að veiða háf. Ytri Rangá/Hólsá er ein af bestu laxveiðiám á Íslandi og frá Hótel VOS eru um 13 km að Ægisíðufossi í Ytri-Rangá. Stíflan á ármótum Ytri-Rangár, Þverár og Hólsár, Djúpósstífla (7,4 km), var reist árið 1922. Fram að því hafði byggðin í Þykkvabæ verið nánast eins og á eyju en þegar árfarveginum var breytt urðu tímamót í samgöngum á landi og aðstæður í Þykkabæ gjörbreyttust.

 
Náttúruperlur og söguslóðir Njálu

Hótel VOS er miðsvæðis á Suðurlandsundirlendi og þaðan bjóðast fjölbreyttir möguleikar til skoðunarferða um þetta víðlenda svæði þar sem er að finna margar af kunnustu náttúruperlum á Íslandi. Frá Hellu (17 km) eru í boði daglegar áætlunarferðir til Þórsmerkur. Söguslóðir Njálu eru innan seilingar á Hvolsvelli (27 km) þar sem má heimsækja Sögusetrið. Frá Hvolsvelli er falleg ökuleið inn með Fljótshlíð eða má halda eftir hringveginum í austur að Seljalandsfossi (54 km). Frá Seljalandsfossi er svo 27 km akstur undir Eyjafjöllum og Eyjafjallajökli að Skógafossi og hinu einstæða byggða- og samgöngusafni á Skógum.

 
Þingvellir, Gullfoss og Geysir, Vestmannaeyjar

Hæfilegar dagsferðir frá hótelinu eru t.d. í þjóðgarðinn á Þingvöllum (96 km), á hverasvæðið við Geysi og að Gullfossi (94 km/100 km). Í Þjórsárdal, við rætur Heklu (80 km) eru freistandi gönguleiðir og tilvalið að skoða Sögualdarbæinn. Frá Landeyjahöfn (57 km) má taka ferju til Vestmannaeyja og siglingin tekur um 35 mín. Í Eyjum eru m.a. í boði bátsferðir um hinn sérstæða töfraheima þessara hömróttu útvarða Íslands í suðri og heimsókn í Eldheima, safn helgað gosinu í Heimaey árið 1973, er áhrifarík upplifun.


Hosts:  Gyða Árný og Hallgrímur.

 

í nágrenni