Farmhouse Lodge, Skeiðflöt



Farmhouse Lodge, Skeiðflöt

Hlýlegt gistiheimili á bænum Skeiðflöt í Mýrdal með útsýni til sjávar. Gistiheimilið er við þjóðveg nr. 1, skammt frá kunnum náttúruperlum og vinsælum ferðamannastöðum. Tíu herbergi með sérbaði eða sameiginlegri snyrtingu. Morgunverðarhlaðborð. Fjölbreyttir möguleikar til útivistar og gönguferða í ægifagurri náttúru suður af Mýrdalsjökli og meðfram ströndinni. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Wi-Fi
  • Golfvöllur í nágrenni
  • Merktar gönguleiðir

Dyrhólaey 7 km
Jarðhitasundlaug og golf í Vík 14 km
Snjósleðaferðir á Sólheimajökul, jöklagöngur og ísklifur 17 km
Reynisfjara 16 km
Skógafoss 19 km
Byggðasafn á Skógum 19 km

Gistiaðstaða

Á gistiheimilinu eru fimm tveggja manna herbergi og eitt þriggja manna herbergi með sérbaði.  Auk þess eru 4 herbergi með handlaug og deila baðherbergi, þ.e. eitt eins manns, tvö tveggja manna og eitt þriggja manna herbergi.  Sameiginleg borð- og setustofa.

Veitingar/máltíðir

Morgunverðarhlaðborð á hverjum degi kl. 8-10. Veitingastaðir og matvöruverslun í Vík í Mýrdal (10 mín. akstur frá Skeiðflöt).

Þjónusta/afþreying

Gönguleiðir í grennd við Skeiðflöt og t.d. um áhugaverðar slóðir í fjalllendinu ofan við byggðina undir Mýrdalsjökli. Fuglaskoðun. Hestaferðir frá tveimur bæjum í nágrenninu. Völlum (4 km) og Mið-Hvoli (4 km). Vélsleðaferðir á Sólheimajökul, jöklaganga og ísklifur (17 km). Skógafoss og fjölbreytt og skemmtilegt byggða- og samgöngusafn á Skógum (19 km). Næsta þéttbýli með sundlaug, verslun og góðum matsölustöðum: Vík í Mýrdal (14 km). Hjá Vík er 9 holu golfvöllur.

Skeiðflöt, dvalarstaður með ótal ferðamöguleika

Á Skeiðflöt var stundaður hefðbundinn búskapur svo öldum skipti en nú er bærinn við fjölförnustu leið ferðamanna meðfram suðurströnd Íslands og kjörinn dvalarstaður þeirra sem vilja upplifa einstakar náttúruperlur í Mýrdal og næstu byggðum. Hvort sem fólk hefur áhuga á gönguferðum í stórbrotinni náttúru, miserfðiðum fjallgöngum, fuglaskoðun, jöklaferðum eða skoðunarferðum á bíl um töfraheima íslenskrar náttúru miðsvæðis við ströndina á Suður-Íslandi er Skeiðflöt tilvalinn dvalarstaður í lengri eða skemmri tíma.

Dyrhólaey, Reynisfjara

Í nokkurra mínútna akstur frá Skeiðflöt er Dyrhólaey (10 km), friðlýstur höfði með standbjörgum sjávarmegin og auðugu fuglalífi á sumrin, einn fjölsóttasti viðkomustaður ferðamanna í Mýrdal. Eilítið austar er Reynisfjara (16 km) þar sem svarrandi úthafsalda fellur á svartan sand undir sérstæðum stuðlabergsmyndunum og hellisskútum en eilítið utar rísa steinrunnin tröll upp úr djúpinu.

Sólheimajökull, Mýrdalsjökull

Um 17 km frá Skeiðflöt er komið að rótum lengsta skriðjökuls á Íslandi, Sólheimajökuls, þar sem hann skríður niður frá Mýrdalsjökli. Þarna má líta tröllaukna fegurð jöklanna og um leið sjá óhrekjanlegan vitnisburð um hnattræna hlýnun. Ferðaþjónustan á Ytri-Sólheimum (10 km) býður vélsleðaferðir og ferðir á sérbúnum jeppum á Mýrdalsjökul. Einnig eru í boði jökulgöngur og ísklifur með leiðsögumanni.

Skógafoss, Seljalandsfoss, áhugavert byggðasafn

Eyjafjallajökull, eldfjallið sem komst í heimsfréttir vorið 2010, blasir við frá Skeiðflöt. Við austurrætur fjallanna undir jöklinum er Skógafoss (20 km), undurfagur og frægur að verðleikum. Seljalandsfoss, annar kunnur foss, er 28 km vestar og liggur leiðin um landsvæði sem á engan sinn líka í veröldinni. Á Skógum (20 km) er eitt besta minja- og samgöngusafn á Íslandi þar sem má kynnast lífi og aðstæðum íbúa í þessum landshluta á síðari hluta 19. og fyrri hluta 20. aldar og hvernig bættar samgöngur og sífellt betri fjarskipti gjörbreyttu mannlífi á sögueyjunni þegar tæknibyltingin hélt innreið sína fyrir rétt rúmri einni öld.

 

í nágrenni