Silva frístundahúsSilva frístundahús

Hlýlegir og bjartir bústaðir í hjarta Eyjafjarðarsveitar, á Syðra-Laugalandi efra, austan megin Eyjafjarðarár, 14 km frá miðbæ Akureyrar. Stórfenglegt útsýni yfir blómlega sveit í faðmi fjalla blárra. Margs að njóta, gróinnar sveitamenningar, mannlífs og náttúru, hvort sem er að sumri eða vetri. Morgunverður í boði, þarf að bóka fyrirfram.

Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Bústaður
 • Wi-Fi
 • Eldunaraðstaða
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Hleðslustöð
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

 • Sundlaug 2 km (Hrafnagil)
 • Jólagarðurinn 3 km
 • Kaffi Kú 4 km
 • Golf 5 km (Þverá)
 • Dyngjan listhús 8 km
 • Holtsselsís 9 km
 • Hestaleiga 9 km
 • Akureyri 14 km
 • Sundlaug, söfn og afþreying á Akureyri
 • Smámunasafnið 17 km
 • Skíðasvæðið Hlíðarfjalli 22 km
 • Laufás 38 km 

Gistiaðstaða

Tvö þriggja manna og eitt fjögurra manna sumarhús.

Í hvoru þriggja manna húsi er eitt svefnherbergi með tveimur uppbúnum rúmum og fataskáp, baðherbergi með sturtu, rúmgott stofurými með flatskjá, svefnsófa og einu rúmi sem hægt er að afmarka með skilrúmi. Eldhúskrókur með helluborði, ísskáp, örbylgjuofni, brauðrist, kaffivél og hraðsuðukatli. Hægt að fá barnarúm. Gólfhiti í öllum herbergjum. Stór verönd með garðhúsgögnum. Sameiginlegur heitur pottur fyrir gesti sumarhúsanna, með frábæru útsýni í 50 metra fjarlægð frá húsunum.

Þriðja húsið er 40 fermetrar með tveimur svefnherbergjum, einu með hjónarúmi og öðru með kojum. Baðherbergið er með sturtu, stofan með flatskjá og svefnsófa. Rúmgóður eldhúskrókur með eldavél, bakaraofni, ísskáp, örbylgjuofni, brauðrist, kaffivél og hraðsuðukatli. Húsið er með veggofnum. Í kringum húsið er stór verönd með glugga til norðurs, borði og stólum. 

Sameiginlegur heitur pottur með frábæru útsýni í 50 metra fjarlægð frá húsunum. Hægt er að óska eftir barnarúmum.

Veitingar/matur

Móttakan er opin frá 15:00-23:00. Í nágrenninu eru nokkur kaffihús og matsölustaðir, t.d. Lamb-Inn á Öngulsstöðum (3 km) og Kaffi kú á fjósloftinu að Garði (4 km), og á Akureyri er svo úr mörgu að velja þegar kemur að veitingastöðum og verslunum.

Þjónusta/afþreying

Gönguleiðir um næsta nágrenni og upp til fjallanna austan megin Eyjafjarðar. Góð sundlaug er í göngufæri, við Hrafnagilsskóla vestan megin ár (2,5 km). Golfvöllur á Þverá (3 km utar). Hestaleiga á Uppsölum (2 km); Hestaleigan Kátur, skammt frá vegamótum til Akureyrar. Jólagarðurinn hjá Hrafnagili (2 km). Söfn, sundlaug, verslanir og margþætt almenn þjónusta við ferðamenn á Akureyri (14 km). Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar.

Sumardýrð og vetrarfegurð í blómlegri sveit

Eyjafjarðarsveit, um 60 km frá fjarðarbotni inn í dalbotn, er eitt gjöfulasta landbúnaðarhérað á Íslandi. Þar er margt í boði fyrir ferðafólk, hvort sem leitað er eftir upplifun að sumri til eða á veturna. Staðurinn er því vel í sveit settur og góður kostur fyrir þá sem vilja kynnast náttúru og mannlífi á þessum slóðum, skammt frá höfuðstað Norðurlands.

Hringferð um sveitina

Frá Syðra-Laugalandi er áhugaverð hringferð um sveitina fram fyrir Möðruvelli austan megin, þar yfir brú á Eyjafjarðará og síðan út eftir héraðinu vestan megin. Á þeirri ferð er tilvalið að taka krók inn í Leyningshóla, innarlega í Eyjafirði, svæði með náttúrulegum birkiskógi, skógrækt, göngustígum, hólum og skjólsælum lautum.

Dagsferðir út með ströndinni – og lengra

Fyrir þá sem vilja bregða sér í dagsferðir um næstu byggðir er tilvalið að aka út með firðinum að vestan, líta við á Möðruvöllum í Hörgárdal og halda svo áfram út í Svarfaðardal. Einnig er sérstök upplifun að kynnast kyrrlátu þorpinu í Hrísey, taka ferjuna þangað frá Litla-Ársskógssandi, rölta um eyjuna og njóta fuglalífs og útsýnis til lands. Út með firðinum austan megin (26 km frá fjarðarbotni) stendur byggða- og minjasafnið í Laufási í reisulegum íslenskum torfbæ; þar er allt innanstokks eins og tíðkaðist á heimili sveitarhöfðingja um 1900 (opið yfir sumarmánuðina). Til síldarbæjarins Siglufjarðar eru um 92 km frá Silvu og til Reykjahlíðar við Mývatn eru um 115 km.

 

í nágrenni