Hestaferð og heitur lækurHestaferð og heitur lækur

Hestaferð sem sameinar tvennt af því besta sem Ísland hefur upp á að bjóða, íslenska hestinn og heitar laugar. Frá Sólhestum er riðið í 5-6 klst. til Reykjafells og Reykjadals og aftur heim. Reiðleiðin í fjallshlíðunum reynir á fótafimi íslenska hestsins. Þegar komið er í Reykjadal liggur leiðin framhjá heitum hverum áður en stoppað er við heitan lækinn þar sem hann er passlegur til þess að dýfa sér ofan í. Hentar bæði vönum og óvönum hestamönnum í góðu líkamlegu formi. Í boði daglega á sumrin.

Veldu dagsetningar
Frá:20.000 kr.
hver einst.
Senda fyrirspurn

Staðsetning

Sólhestar, Hveragerði/Selfoss

Hápunktar

  • Íslenski hesturinn
  • Heitur lækur og hverir
  • Fallegt fjallendi
  • Stórkostlegt útsýni

Innifalið

  • 5-6 klst. reiðtúr með leiðsögn
  • Hlífðarfatnaður (regnföt)
  • Hjálmar
  • Gúmmístígvél
  • Létt nesti
  • Akstur til og frá Reykjavík (valkvætt)

Verð

20.000 kr. á mann


Áætlun

Daglega á sumrin kl. 9:00

Vinsamlega bókið fyrirfram

 

In the area