Giljaböð - HúsafellGiljaböð - Húsafell

Upplifðu íslenska náttúru og ótrúlegt landslag í giljaböðunum á Húsafelli. Boðið er upp á gönguferðir með leiðsögn frá afþreyingarmiðstöðinni á Húsafelli sem enda í fullkominni slökun í tveimur jarðhitalaugum.

Við hönnun giljabaðanna var lögð mikil áhersla á að þau féllu eins vel að náttúrunni og arfleifð staðarins og mögulegt væri með umhverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi.

Ferðirnar eru í boði allan ársins hring. Yfirleitt hefst ferðin á göngu upp með Deildargili að útsýnispalli sem býður upp á fallegt sjónarhorn á Langafoss. Þaðan er farið um fallegan skógarstíg að Hringsgili þar sem gengið er niður 64 tröppur að böðunum. Gangan er í heild um 1,5 km.

Veldu dagsetningu
Frá:kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Innifalið

  • Íslensku- og enskumælandi leiðsögumaður
  • Akstur til og frá Húsafelli
  • Aðgangur að náttúruböðunum

Taktu með 

  • Hlý og vatnsheld útivistarföt
  • Góða gönguskó
  • Sundföt
 

í nágrenni